1.9.2008 | 16:45
Ríkisstjórnin og umönnunarstéttir
Það hefur í fjölda ára verið vandamál á Íslandi að menn bera ekki nægilega virðingu fyrir umönnunarstéttum á Íslandi. Endurspeglast það meðal annars í launum fólks í umönnunarstörfum. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraliðar o.s.frv. Í mörgum öðrum löndum er einmitt lögð áhersla á að halda sérfræðifólki í þessum störfum og menn þar gera sér grein fyrir því að besta leiðin til þess er að hafa launin almennileg. Menn hafa ekki ennþá áttað sig á því.
Ég kenni í brjósti um þær konur sem þurfa á þjónustu ljósmæðra að halda á meðan á verkfalli stendur og fá hana ekki. En ég áfellist ekki ljósmæðurnar. Ég styð þær heilshugar og vona að þær fái sínu framgengt og það sem fyrst !
Svo gæti ég skrifað heila tímaritsgrein um virðingu sums fólks fyrir kennarastéttinni, fylgist spennt með !
Stefnir í verkfall ljósmæðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falla kennarar undir umönnunarstörf?;)
Hjálmar (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:12
Hjalli, þú ert umönnunarstarf
Andri Ólafsson, 2.9.2008 kl. 12:48
Já, er það ekki ? Við erum að annast unga fólkið, þannig að ég myndi nú telja kennarastarfið umönnunarstarf...
Smári Jökull Jónsson, 2.9.2008 kl. 15:52
Það telst amk til uppeldisstarfa og það er oft talað saman um uppeldis- og umönnunarstörf..og þá sérstaklega í launaumræðum :)
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 16:40
Andri, vantar þig vinnu
En engin leiðindi hérna, hef aldrei heyrt að kennarar falli undir umönnunarstörf. En ætla ekki að draga orð ykkar í efa Þetta er auðvitað bara skilgreiningaratriði og skiptir kannski ekki öllu...
En já mér finnst lágmarkskrafa að þessi umtöluðu störf, eða bara öll störf hjá ríkinu (þá kannski sérstaklega sérfræðistörf) að þau séu það vel borguð að það er a.m.k vottur af áhuga hjá fólki að sækja um og fá hæft starfsfólk í þessi störf!
Ætla annars ekki að fara út í samkeppnihæfa launa umræðu, eflaust hægt að fara neðar í stigann en þessi störf...
Hjálmar (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.