Geir Hilmar, Ingibjörg, dýralæknirinn og ljósmæður

Var að hlusta á Bylgjuna áðan og þá sögðu þeir að spurning dagsins á Vísi.is væri hvort skortur væri á leiðtogum í íslenskri pólitík. Ég held allavega að Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra sé búinn að sýna það og sanna að hann sé enginn foringi. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og sundurleitur kindahópur í hverju málinu á fætur öðru og aldrei tekur Geir af skarið. Þó svo að Davíð Oddsson hafi verið umdeildur hrokagikkur sem talaði niður til andstæðinga sinna, þá er erfitt að halda öðru fram en að hann hafi verið fæddur forystumaður.

Hvað mál ljósmæðra varðar þá er ríkisstjórnin auðvitað að gera í brækurnar með dýralækninn Árna Mathiesen í fararbroddi og það er ekki í fyrsta skipti sem hann tekur illa á málum. Ef það er eina ráð dýralæknisins eftir þessi verkföll ljósmæðra að fara í mál við þær vegna ólögmætra uppsagna, þegar uppsagnirnar eru tveggja mánaða gamlar, þá er greinilega ekki mikið í pokahorninu hjá honum.

Ef Samfylkingin hefur komið því inn í stjórnarsáttmálan að gera ætti betur við kvennastéttir eins og ljósmæður þá þarf líka flokkurinn að standa fastur á sínu. Það þýðir lítið að koma í fjölmiðla og segja "Ekki benda á mig" - það er ekki það sem fólkið vill heyra. Ingibjörg Sólrún ætti nú að vita það. Það þarf aðgerðir og það strax því íslenska þjóðin má ekki við því að fagstétt eins og ljósmæður geti ekki unnið sína vinnu vegna lélegra launa.


mbl.is Gæti leitt til stigmögnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband