Halda framsóknarmenn í alvörunni að þeir séu stikkfrí í þessu öllu saman ?

Er það virkilega málið. Maður hefur heyrt ófáa Framsóknarmennina lýsa því yfir að það sé ótrúlegt að núverandi ríkisstjórn koma þjóðfélaginu í þessa stöðu sem þeir eru í, á aðeins einu og hálfu ári.

Hversu barnalegt er það eiginlega að halda þessu fram ? Framsóknarflokkurinn, ásamst Sjálfstæðisflokknum, á heiðurinn að því að vinna forvinnuna að mörgu því sem farið hefur úrskeiðis núna síðustu misseri í fjármálabransanum hér á landi. Einkavæðing bankanna, án nokkurra skilyrða hvað varðar stærð þeirra, eru til dæmis mistök sem ekki er hægt að líta framhjá. Boginn var þar að auki spenntur alltof hátt í mörgum málum og þar á Framsóknarflokkurinn alveg jafn mikla sök og Sjálfstæðisflokkurinn.

Mig langar að taka það fram að ég er ekki að fría núverandi ríkisstjórn frá sinni ábyrgð. Hún er auðvitað mikil en aðrir geta ekki bara hvítþvegið sig og híað á hina.


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Framsókn var í ríkisstjórn í 12 ár.

Hún tók þátt í að einkavæða fjöldamörg fyrirtæki. Það var til góðs, þótt á því hefðu verið hnökrar.

Hún tók þátt í að einkavæða bankana. Það var til góðs þótt á því hefðu verið hnökrar.

Hún tók þátt í að greiða upp allar skuldir ríkissjóðs. Það var til góðs, þótt hugsanlega hefði átt að greiða þær hægar niður, en auka gjaldeyrisvarasjóðinn hraðar í staðin.

Hún tók þátt í að auka framleiðslu í landinu, m.a. með stuðningi við Kárahnjúka og Fjarðaráls, sem olli einhverri þenslu, en ekkert á við innkomu bankanna á húsnæðismarkaðinn.

En Framsókn tók ekki þátt í að setja 20% hærri fjárlög en kosningafjárlögin síðustu.

Framsókn tók heldur ekki þátt í að ríkisvæða Glitni, sem felldi lánstraust Íslands og olli því að Landsbankinn féll

Framsókn tók heldur ekki þátt í að taka ekki fram með skýrum hætti að við ætluðum að standa við okkar skuldbindingar gagnvart bretum, sem olli falli Kaupþings.

Þetta eru allt saman sjálfstæðar ákvarðanir og rétt að halda því til haga.

Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 16:04

2 identicon

Framsókn kom með 90% húsnæðislög sem hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér, en fyrir utan það á Framsókn alla sök á því að hafa ekki staðið í lappirnar til að sporna við þessari þróun. Þeir voru í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í 12 ár og á þeim tíma fóru fram hvert spillingarmálið á fætur öðru. Bönkunum var skipt bróðurlega á milli flokkanna og engar leikreglur settar til að láta þá fara eftir. Ingibjörg Sólrún sagði í Borgarnesræðu sinni að það ætti að setja þessum fyrirtækjum leikreglur, hún var hleigin út af borðinu m.a. AF FYRRVERANDI BANKAMÁLARÁÐHERRA, Valgerði Sverrisdóttur. Framsókn er svo sannarlega ekki saklaus, þessi spillingaflokkur nr. 2 á Íslandi

Valsól (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bankarnir komu inn í ágúst, íbúðalánasjóður kom á eftir, í desember. Fór yfir það í þessari færslu.

Það sem þú nefnir þarna er meira og minna bábilja og vitleysa, en jafnvel þótt svo væri, hefði það ekki valdið þessu hruni sem við horfum á í dag. Það er afleiðing ákvarðana sem núverandi ríkisstjórn tók.

Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er ótrúlega barnaleg einföldun hjá þér að halda því að hrunið sem við horfum upp í dag, sé einungis afleiðing ákvarðana sem núverandi ríkisstjórn tók. Framsóknarflokkurinn var í stjórn í 12 ár þar til sumarið 2006 og auðvitað bera þeir líka ábyrgð. Auðvitað gerðu þeir líka eitthvað gott eins og þú greinilega ert mjög meðvitaður um, en því miður var það bara ekki nægilega mikið.

En einkavæðingarferli bankana hefur greinilega verið illa ígrundað og þar á Framsóknarflokkurinn mikla sök. Fyrir utan auðvitað spillinguna sem fylgdi, og fylgir þeim flokki hvar sem hann fer. Þó svo að þú teljir það einhverja bábilju og vitleysu, þá þarf meira en þau orð til að hvítþvo flokkinn í þessu máli.

Smári Jökull Jónsson, 9.10.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hrunið núna er afleiðing vanhugsaðs inngrips Seðlabankans í Glitni sem olli hruni Landsbankans. Kaupþing hefði líklegast staðið þetta af sér ef óvarlegar yfirlýsingar Össurar og Davíðs, sem Darling taldi sig svo fá staðfestar af Árna Mathiesen hefðu ekki komið til.

Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 17:47

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég er alveg sammála þér þegar þú segir að Kaupþing hefði líklega staðið af sér veðrið ef Össur og Davíð hefðu lokað munninum - orð þeirra, og sérstaklega Davíðs hjálpuðu ekki til.

En það er fleira en vanhugsað inngrip SÍ í Glitni sem veldur hruninu núna. Það er snjóbolti sem hefur stækkað og stækkað undanfarin misseri...

Smári Jökull Jónsson, 9.10.2008 kl. 19:15

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það má alveg segja sem rétt er, að það hafi verið mistök að herða ekki um bindiskylduna í tíma. Það hefði þvingað bankana til að selja hugsanlega eitthvað af eigum sínum erlendis, í það minnsta að hækka eiginfjárhlutfallið...

Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband