Góð saga

Það hefur nú oftar en einu sinni gerst að fólk heldur hana Sigrúnu mína vera yngri en hún er, greinilega svona ungleg í útliti.

Hún var einmitt stödd á Elliheimilinu Grund í gær ásamt mömmu sinni, að heimsækja ömmu sína og afa. Þá kemur starfskona að þeim og býður þeim kaffi, þeim öllum nema Sigrúnu. Svo spyr hún Sigrúnu (með svona rödd eins og hún sé að tala við smábarn) : "Má ekki bjóða þér eitthvað? Viltu djús".

Sigrún segir nei en stuttu seinna kemur konan með kaffið og spyr þá aftur með sömu röddu. "Á ég ekki að koma með djús handa þér?".

Skömmu síðar kemur konan með djúsið, og ekki nóg með það, heldur er hún með rör í glasinu.

Spurning hvað hún hefði haldið ef Sigrún hefði verið með Ívar Atla með sér ? Þá hefði líklega allt logað í umræðum á kaffistofunni um óléttu unglinga... Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha...æææ ég er ennþá að hlæja að þessu :) Við vorum nú líka einu sinni taldar vera mæðgur í verslun einni úti á Lanzarote...veit nú ekki hvort það er verra fyrir hana eða mig! Líklega mig samt..haha..

Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðný og Reynir

heheheheheh !!

Guðný og Reynir, 20.10.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 766

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband