13.12.2008 | 14:24
Loksins afdráttarlaus yfirlýsing !
Loksins, loksins segi ég nú bara. Mér finnst nokkuð ljóst á þessum orðum Ingibjargar Sólrúnar að hún muni segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn ef þeir breyti ekki sinni stefnu um ESB og krónuna. Nú er hún búin að setja pressu á Geir Haarde og nú fáum við að sjá hvort hinn ákvarðanahræddi forsætisráðherra þorir að taka á þessu máli af festu.
Maður eða mús ?
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, vonandi segir hann bara Ingibjörgu að eiga sig ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 14:27
Þá er hann mús
Smári Jökull Jónsson, 13.12.2008 kl. 14:45
Nei, þá er hann auðvitað maður. Hann er mús ef hann lætur gribbuna kúga sig!
Torfi Kristján Stefánsson, 13.12.2008 kl. 14:47
Ég veit ekki hvort að það sé hægt að nefna hann maður eða mús hvað þetta varðar. Ég býst að flokksþingið muni ákvarða það hvort ESB sé málið eða ekki.
En það er svo annað mál hvort hann þori að setja sig upp á móti Davíð eða sjálfstæðismenn yfir höfuð:S
Að mínu mati þá hefur enginn (hvort það sé Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn eða einhver annar flokkur/fræðimenn) komið með útlistað hverjir eru kostir og hverjir eru gallar ESB!!
Svona vil ég hafa þetta: Þetta verður kannað til hlýtar, hvað felst í þessu hvað þurfum við að láta af hendi og hvaða kröfur þurfum við að uppfylla. Og að sjálfsögðu hvað fáum við í staðinn!!
Fara í aðildarviðræður og þá verður þetta skýrar það sem liggur á borðinu og í framhaldi af því förum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sjálfsögðu þarf þetta ferli að vera hlutlaust hjá öllum flokkum, fræðimönnum og almenningi í landinu.
Ég mun a.m.k ekki mynda mér skoðun á aðild að ESB fyrr en þetta liggur fyrir!
Að mínu mati finnst mér Samfylkingin of opin fyrir þessum möguleika, að ESB sé málið, án þess að hafa í rauninni fulla hugmynd um hvað málið snýst og það sem aðildin mun hafa í för með sér. Á móti fynst mér Sjálfstæðiflokkurinn of lokaður á umræðu fyrir þennan möguleika....
Hjálmar (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:59
Þetta er einmitt það sem Samfylkingin hefur talað um í mörg, mörg ár ! Að kanna kostina og gallana vel og fara svo í viðræður ef í ljós kemur að kostirnir eru fleiri en gallarnir. Það hefur hins vegar aldrei mátt ræða þetta ESB mál, fyrr en núna, og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur staðið í vegi fyri því.
Svo held ég að það sé fjarstæða að Samfylkingin hafi ekki fulla hugmynd um það hvað aðild að ESB þýðir. Ég held einmitt að þeir séu eini flokkurinn sem er búinn að athuga það og hafa myndað sér afstöðu.
Geir Haarde er maður en ekki mús ef hann þorir að standa upp núna og segist vilja aðildarviðræður, þó svo að stórir fiskar í tjörninni við Valhöll hafi talað gegn því.
Smári Jökull Jónsson, 13.12.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.