17.12.2008 | 12:23
Misnotkun á niðurstöðum samræmdra prófa
Niðurstöður samræmdra prófa hafa verið misnotaðar í fjölda ára hér á landi. Þær hafa verið notaðar til að etja skólum saman, eins og það sé þannig að niðurstöður samræmdra prófa sýni hversu góður eða slæmur skólinn er í raun og veru.
Þessi þáttur hefur farið út í slíkar öfgar að ég veit um mörg dæmi þess efnis að nemendur sem eru slakir námslega hafa hreinlega verið skráðir veikir (án þess þó að vera það) eða foreldrar beðnir um að hafa þá heima við, þar sem meðaleinkunn skólas myndi lækka ef nemandinn tæki prófin. Rétt er þó að taka fram að ég er ekki að ræða um skólann þar sem ég kenni, ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert þar þó svo að ég geti auðvitað ekkert fullyrt um að það hafi aldrei verið gert.
Þetta hefur m.a.s. gengið svo langt að fasteignasalar nota niðurstöður samræmdra prófa til að hífa upp ákveðin hverfi í augum kaupenda, á þann hátt að hverfisskólinn sé góður vegna þess að niðurstöður samræmdra prófa hafa verið góðar þar. Hversu fáránlegt er þetta ?
Samræmd próf eiga að vera tæki til að kanna stöðu nemenda, sjá hvar þeir standa og fyrst og fremst - til að sjá hvar nemendur þurfa að bæta sig.
Sem betur fer sýnist mér að samræmdu prófin í 10.bekk verði notuð á þennan hátt frá og með haustinu 2009. Þá fara nemendur í samræmt próf að hausti og þá geta kennarar notað tímann sem eftir er af skólaárinu til að bæta það sem þarf að bæta.
Lítill munur milli landssvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samræmd próf eru tæki djöfulsins. Þetta er ótrúlega mikil pressa á krakkana. Líka algjör óþarfa pressa, ég meina annað hvort ferðu í 103 eða 102 í framhaldsskóla... big deal. Krakkar eru að brotna niður í þessum prófum ef þeim gengur illa og svo er byrjað að hammra á þessu helvíti í 8.bekk.
Kjósið X-Andra í vor og ég mun leggja niður samræmdu prófin.
Andri Ólafsson, 18.12.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.