Sérstök skilaboð

Robbie Keane fær sérstök skilaboð frá Benitez eftir stórleikinn gegn Bolton. Settur á bekkinn eftir að hafa skorað tvö mörk og eftir að hafa skorað í fyrsta skipti tvo leiki í röð. Keane er nú varla sáttur með þetta og ég get ekki ímyndað mér að þetta geri mikið fyrir sjálfstraustið hjá honum.

Annars er gaman að sjá Martin Skrtel aftur í hópnum, hefði verið enn betra að sjá Torres líka.


mbl.is Keane og Alonso á bekknum hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér grunar að þetta sé frekar partur af því að minka álag á leikmenn yfir jólin. Allt liðið spilaði erfiðan leik fyrir 2 dögum síðan og hefur Kean spilað allar 90 mínúturnar undanfarið. En sammála, gott að sjá Skrtel í hópnum og vonandi bætist Torres í hann fyrir næsta leik.

Örvar (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

En það er samt spurning, þó að Keane hafi spilað erfiðan leik í fyrradag, að leyfa þá honum allavega að byrja þar sem hann hefur ekki verið að skora í vetur, fyrr en núna.

En þetta kom að vísu ekki að sök, þar sem við unnum stórsigur !

Smári Jökull Jónsson, 28.12.2008 kl. 16:46

3 identicon

Hann var pottþétt bara búinn á því!

en góður leikur var þetta :)

sjáumst á morgun

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:14

4 identicon

Og nú er í fréttum að Gerrard sé að lemja mann og annan þarna á Bretlandi, ansi menn eru fljótir að þykjast vera merkilegri en aðrir þótt að liðið þeirra sé á toppnum yfir jól og áramót!!!

En að öllu gríni slepptu þá er jú vissulega skrýtið að Keane sé settur á bekkinn, hefði ekki verið hægt að hvíla hann þegar Torres kemur til baka?

En mér finnst vera að koma sami bragur á Liverpool og hefur verið síðustu ár undir tjórn Benitez! Þ.e að passa að tapa ekki leiknum s.br Arsenal leikurinn, manni fleirri og liggja undir pressu:S Siðan hvort að hann sé að fara að taka rikið af róteringakerfinu....

Hjálmar (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 15:51

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég er nú bara sæmilega sáttur við braginn á liðinu eins og er, 5-1 sigur á útivelli hlýtur að vera ágætis árangur. Ég held þú sért orðinn pínu smeykur Hjalli, þú ert farinn að sjá að það gæti gerst að Liverpook vinni deildina (sýnist ég sjá það á milli línanna)

Það er samt nokkuð ljóst að enginn hefur unnið titil í desember. Það hlýtur samt að vera ansi stór plús að vera efstur þegar nýja árið hefst og það þó svo að þú sért ekkert búinn að spila neitt frábærlega vel (sbr leiki gegn Stoke, Fulham og West Ham heima og svo sigurleiki gegn Portsmouth og Wigan). Það er einnig plús að vera búinn með Chelsea, Arsenal og Aston Villa á útivelli).

En ef Liverpool ætlar sér að vera efstir í lok tímabilsins, þá þurfa þeir að halda áfram að spila eins og þeir gerðu gegn Newcastle og það er nokkuð ljóst að lið eins og Chelsea og United verða nartandi í hælana, að bíða eftir að þeir misstígi sig. Sjáum til hvernig pressan fer með þau lið ef þau verða enn á eftir Liverpool í byrjun mars...

Smári Jökull Jónsson, 29.12.2008 kl. 19:52

6 identicon

Nei ég er nú svo sem ekkert smeykur, ekkert frekar en ég færi að fagna titlinum ef United væru efstir í dag með 10 stiga forskot. Kemur reyndar á óvart að Chelsea virðast eitthvað vera að misstíga sig meira en undandafin ár.

En ég vildi bara koma þessu að þar sem að mér finnst þetta hafa eitthvað verið að breytast í undanförnum leikjum fyrir utan Newcastle leikinn sem Liverpool átti að vinna 15-0 eða hvernig sem menn vilja hafa það! United hafa svo sem ekki verið að ná sér almennilega á flug og virðist sem að Sir Alex eigi í erfiðleikum með að finna réttu blönduna, ég hef samt trú á að hann finni hana mjg fljótlega!

En ef við gefum okkur það að United taki þessa tvo leiki sem þeir eiga inni (sem er auðvitað langt í frá gefið!) þá erum við 1 stigi á eftir Liverpool en búnir með útivelli eins og Anfield, Emirates, Stamford, White hart lane og hvað allir þessir leikvangar heita, Aston villa og fleirri! Einnig hafa síðustu leikir verið rosalegir þolinmæðisleikir svo kom heimsmeistar keppnin þarna inn í. Ég hefði allavega alveg tekið þessa stöðu fyrir mót ef mér hefði verið boðið það og ég held að Sir Alex séu sammála mér því;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband