Þrettándinn

Fólk hér í bænum skilur ósköp lítið í því af hverju Þrettándinn er svona mikið mál hjá Vestmannaeyingum. Það er svosem ekki skrýtið, því það er lítið sem ekkert gert úr honum hér nema á einstaka stað.

Í Eyjum er þetta hins vegar einn af stóru þáttunum í hinu fjölbreytta mannlífi samfélagsins þar. Þá mæta jólasveinarnir ofan af fjöllum ásamt foreldrum sínum og hinum ýmsu furðuverum sem aðeins sjást einu sinni á ári - einmitt á Þrettándanum. Börn jafnt sem fullorðnir flykkjast á svæðið til að berja þessar fígurur augum, því þennan dag er í lagi þó fullorðnir ákveði að ganga aftur í barndóm.

Sumar fígúrurnar eru ógnvekjandi og eiga það til að stríða börnunum sem gráta þá hástöfum á meðan foreldrarnir horfa á hlæjandi, og hugsa um leið til baka hvernig þeim leið þegar þau voru 6 ára og Leppalúði var næstum búinn að grípa þau um borð í vagninn sinn. Þegar allt húllumhæið er búið halda flestir í veglegt Þrettándakaffi með vinum og ættingjum, þó ekki fyrr en búið er að horfa á glæsilega flugeldasýningu.

Ég persónulega er mjög hlynntur því að Þrettándinn sé færður á helgi til þess að auðveldara sé að markaðsetja hann meðal annarra en Vestmannaeyinga, eða þá einfaldlegat til að auðvelda brottfluttum Eyjamönnum að mæta á hátíðina. Það segir sig sjálft að ef fjölmennt er á Þrettándanum þá skapast meiri stemmning og allir skemmta sér vel.

Ég ætla allavega að mæta á morgun, skemmta mér konunglega og vona að sem flestir Eyjamenn, og gestir, geri það sömuleiðis ! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband