Graham Poll um deilu þeirra Benitez og Ferguson

"Rafa Benitez has articulated what referees have been thinking for years - that Sir Alex Ferguson can say what he wants about them and the FA will allow him to get away with it,"

"The authorities could point to Ferguson's two-match ban imposed earlier this season as proof that he is not out of reach of their disciplinary department, but that was for marching onto the field after the 4-3 win over Hull and for comments made directly to the referee, Mike Dean, who in reporting the misconduct forced the FA's hand."

Menn hljóta nú að taka mark á einum besta og þekktasta dómara Breta síðustu árin. Spurning hver það er sem er reiður og truflaður, Benitez eða Ferguson ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki sami dómari og gaf einum leikmanni 3 gul spjöld á HM fyrir rúmum 2 árum síðan? Allir gera mistök og því óþarfi að hengja hann fyrir það í dag og ég held að Benitez hafi gert mistök með því að hella sér út í sálfræðistríð við Sir Alex, allavega ef við lítum á úrslit helgarinnar!!

Þegar ég er búinn að renna yfir þetta og sjá viðtalið þá kemur hann Benitez skelfilega út úr þessu. Hann er greinilega búinn að eyða þó nokkrum tíma í að týna til allar þessar "fats" sem hann telur upp, hann hefði kannski frekar átt að einblína á sinn leik. Miðað við liðsuppstillinguna þá er hann kominn í þennan gír eins og ég talaði um um daginn, hræddur við að tapa.... afhverju notar hann ekki Torres? Og ef Torres er ekki klár, afhverju notar hann ekki a.m.k Keane sem var nú að gera fína hluti jólin? Sama staða komin upp og þegar Crouch var hjá Livepool, ef þú skorar þá ferðu á bekkinn í næsta leik. Ef þú setur tvö mörk þá ertu hepinn að vera í hópnum!

En aftur að viðtalinu,

  1. Afhverju lagði hann ekki punktanna á minnið í staðinn fyrir að tala upp af blaði? Ekki mjög sterkt ef þú vilt láta taka mark á þér.....
  2. Hann talar um á einum stað að Sir Alex fái aldrei bann fyrir að gagnrýna dómara en á öðrum stað talar hann um að hann hafi fengið eitthvað smá bann ef mig minnir rétt fyrir að gagnrýna dómara. Hr. Benitez, annaðhvort eða!!
  3. Sir Alex er nýkominn úr banni fyrir að gagnrýn dómara á meðan Kinnear stjóri Newcastle fékk bara sekt fyrir að kalla dómara Mikka Mús, greinilega ekki sama hver er. Sir Alex er ekki að fara betur út úr gagnrýninni heldur þvert á mót!

Svo til að toppa allt þá hefur Wenger og Mhorinio (stafs.) komið fram og skilja ekkert í þessum ummælum hjá Benitez, hann tók 5 mín á blaðamannafundi að tala um Sir Alex.

 Sir Alex 1 - 0 Hr. Benitez eins og einhver lagði þetta fram!

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Sigursveinn

Má til með að svara einu atriði hjá Hjálmari.  Benitez talar um að hann fái aldrei bann fyrir ummæli í fjölmiðlum um dómara/FA og af nokkuð mörgum geðvonskuköstum Ferguson er að taka.  Hins vegar fékk hann bann vegna ummæla VIÐ dómara eftir leik. Dómarinn gat þess í skýrslunni og því varð sambandið að taka á því.  En allar þessar samsæriskenningar Ferguson í gegnum tíðina, úff, hvað hann getur verið þreytandi.  Graham Poll tekur undir með Benitez, ekki Mourinho. Wenger tekur ekki afstöðu, segist hissa...   Að mínu mati er ennþá 0-0 ...

Sigursveinn , 12.1.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Lesa greinina Hjalli ! Það kemur greinilega fram að Ferguson fékk bannið fyrir að þeysast inn á völlinn og rakka niður dómararann, ekki fyrir orð í fjölmiðlum, en það er einmitt það sem Benitez er að tala um - að hann geti sagt hvað sem er í fjölmiðlum. Tvennt ólíkt.

Svo var ég ekkert að minnast á liðsuppstillingar, einungis þetta atvik og við skulum halda okkur við það.

Þú minnist á þrjú atriði sem eiga að hrekja burt mín orð hvað þetta rifrildi þeirra varðar. Fyrsta atriðið kemur þessu auðvitað ekkert við, hverju skiptir þó hann lesi upp af blaði !

Næsta atriði sem þú minnist á veit ég ekki alveg hvað þú átt við, Benitez talar um að Fergie megi segja það sem hann vill í fjölmiðlum án þess að fá bann - aftur á móti talar hann um þetta bann sem Fergie fékk eftir Hull leikinn, ertu að meina það ? Ef svo er þá er ég búinn að minnast á misskilningin þinn þar...

Þriðja atriðið, Svenni er búinn að tækla það.

Mourinho og Wenger mega segja það sem þeir vilja. Þú hefur reyndar ekki oft haft þeirra orð í hávegum undanfarin ár, en núna hentar það auðvitað ágætlega. Málið er að Benitez bendir þarna á nokkrar staðreyndir sem enginn hefur náð að hrekja - ég kalla það ekki að hrekja staðreyndir að kalla mann ruglaðan eða truflaðan.

Ég sé ekki hvar Ferguson ætti að hafa "skorað" þetta stig sitt. Þó svo að Graham Poll hafi gert þessi mistök á HM, þá gerir hann það engan veginn vanhæfan í þessu máli eins og þú gefur í skyn. Hann dæmdi í deildinni í fjölda ára, veit allt um hegðun Ferguson í fjölmiðlum og veit alveg hvað hann er að tala um.

Smári Jökull Jónsson, 12.1.2009 kl. 10:44

4 identicon

Gott og vel, hann fékk þetta bann fyrir að "ráðast" á dórmara í leik/eftir leikinn. Hann hefur einnig fengið bann fyrir ummæli í fjölmiðlum. Hann er ekkert undanskilinn því frekar en aðrir stjórar í deildinni!

Það að Benitez skuli lesa upp af blaði finnst mér bara ekkert rosalega traustvekjandi. Ég er ekkert að segja að það sé eitthvað að því, en hefði litið betur út án blaðs;)

Vissulega getur Ferguson verið þreytandi með þessi ummæli sín og allt þetta "tuð" og skilur maður stundum ekki afhverju hann er að setja fram þessi comment þar sem að það er bókað að hann fær sekt eða bann. En eflaust er þetta einhver sálfræði þáttur hjá honum ásamt því að beina athyglinni að ummælunum en einhverju öðru eða frá liðinu. Annar aðili sem var duglegur að nýta sér fjölmiðla ótakmarkað (er reyndar ennþá í fullu fjöri) og það er Mourinhio. Mér fannst mjög gaman af honum og hefur hann reyndar aldrei farið neitt í mig!

Ég er ekki að taka neitt mark á Mourinhio eða Wenger, var einfaldlega að benda á þeirra comment um þetta mál. Wenger vildi svo sem ekki taka þátt þessu en fannst þetta skrítið hjá Benitez. Það að þessir tveir sem hafa verið í stríði við Ferguson undanfarinn áratug (rúmlega) skuli vera hissa á þessum ummælum Benitez og nánast taka málstað Ferguson segir kannski sitt um þessi ummæli.

Þið viljið taka orð Graham Poll góð og gild. Þetta er sami maður (að mig minnir) sem varði dómara um daginn fyrir að reka ekki John Terry af velli fyrir hreina og beina árás á einn leikmann (man ekki hvern eða í hvaða liði) út af því að hann væri fyrirliði enska landsliðsins. Wenger fannst t.d þetta frekar skrítin ummæli af MARG reyndum dómara:S

Ég er nú ekki sammála þessum orðum Grahams Polls, en ef við tökum mark á þeim (eins og þið viljið gjarnan gera) þá getum við sagt að Sir Alex hafi kannski meiri virðingu en aðrir stjórar í deildinni vegna þess að hann er svo sigursæll og sleppi því betur við bönn og annað. Er það ekki bara sanngjarnt?

Ég efast samt um að Sir Alex sé að sleppa betur en aðrir í þessum efnum.

En þetta byrjaði allt í síðustu viku þegar Ferguson taldi að Liverpool myndi ekki þola pressuna á að vera á toppnum. Og viti menn, Benitez kokgleypti við þessu og hélt 5 mín ræðu. Þetta var akkúrat það sem Ferguson vildi, fá smá viðbrögð!! Og eftir leiki helgarinnar þá er ekki hægt að segja annað en að það sé 1-0 fyrir Ferguson, meðan Liverpool marði jafntefli gegn Stoke þá rúllaði United yfir Chelsea.

Og maðurinn hættir ekki: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=71126 , ég held að hann ætti að hætta að hugsa um United og einbeita sér að sínum mönnum þar sem að þeir hafa ekki náð neinum fluggír allt tímabilið en miðað við leik United í gær þá virðast þeir vera að detta í gírinn : http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=71132 

Ætla svo að benda á eina greina:

 http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/4214075/Rafael-Benitezs-outburst-made-up-of-half-truths-and-disinformation-Football.html

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Graham Poll sagði reyndar að senda ætti menn sama hver það er, en að það væri pressa á mönnum í brottvísunum, að menn þyrftu að vita af umhverfinu en og passa sig á að sleppa því ekki að reka stóra nöfn af velli. Svolítið ólíkt en þín túlkun en þetta eru hans ummæli.

Það efast enginn um að Alex Ferguson er frábær stjóri á allan hátt. Hann á því skilið mikla virðingu og hefur hana. Mér finnst samt ekki sanngjarnt að hann sleppi betur við bönn og annað, eins og þér finnst. Það finnst mér hróplega ósanngjarnt. Þarna ert þú jafnframt að viðurkenna að hann sleppi betur (þó þú reyndar efir það í næstu setningu, svolítið óskýrt), sem segir að við erum sammála um þetta

En það getur vel verið að Benitez hafi bitið á agnið hjá Ferguson, en ég myndi nú ekki afskrifa Benitez í þessu sálfræðistríði. Hann er nú ekki alveg óreyndur í bransanum. Ein leiðrétting síðan, Mourinho hefur nú ekki verið í deilum við Fergie í rúman áratug - Wenger hefur verið það, en ekki Mourinho. Svo er ég nú ekki sammála því að þeir hafi tekið málstað Ferguson. Þeir einfaldlega vildu ekki fara í sama pakka og Benitez, sem greinilega er til í slaginn við Sir Alex !

Smári Jökull Jónsson, 12.1.2009 kl. 20:49

6 identicon

Mig mynnir að hann hafi sagt að dómarinn hafi verið í erfiðri stöðu þar sem að Terry væri fyrirliði þeirra enskra en rétt ákvörðun að reka hann útaf! Las þetta á íslenskum miðli þannig að það getur verið að þýðingin sé eitthvað klikk. Allavega taldi Wenger sig knúinn að gera athugasemd við þessi ummæli réttilega (ef þetta er rétt þýðing) og auðvitað á Graham Poll ekki að láta svona út úr sér sem formaður dómarastéttarinnar þarna í englandi eða hvað hann nú er.

Ég sagði ekki að hann ætti að sleppa við refsingar, vísaði bara í miðað við að þið takið mark á Poll og tengdi það við hans ummæli! Ég held, en það er auðvitað alltaf hlulægt og endalaust hægt að þræta um það, að Ferguson er ekki sleppa neitt betur heldur en annar. Getur svo sem verið að hann tuði mest en hann er klárlega ekki sá eini sem tuðar:) Þvert á móti eru stóru nöfnin, eins og hann, oft notuð sem fordæmi fyrir aðra. Ég man þó ekki eftir neinu tilviki sem sjálfur Ferguson hafi verið notaður sem fordæmi, en leikmenn/leikmaður United hefur verið notaður til þess, hversu sanngjarnt sem það er....

Veit ekki hvort Benitez sé einhver maður í sálfræðistríð við Sir Alex, það verður tíminn að leiða í ljós. Og að lokum ég nennti bara ekki að vera skipta þessu niður með Wenger og Mourinhio, Wenger áratugur +, og Mourinhio 4 ár. Þarna kom það;)

Læt þetta duga þangað til næst, hver veit hvaða athugasemdir Benitez gerir á morgun við United:S Eru vallarstafsmenn að setja vitlausann áburð á grasið á OT sem hagnast United betur en öðrum liðum? Eru kannski sætin í varamannaskýlunum á OT óþægileg en gefur United forskot þar sem að liðsemnn United eru vanari að sitja í þeim?;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:41

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Er það ekki rétt að dómarinn er í erfiðari aðstöðu þegar um stórt nafn er að ræða, hvað þá fyrirliða enska landsliðsins? Það er allavega ansi stór ákvörðun, og stærri en að reka einhvern John Smith í Hull útaf - það er bara þannig og var Poll ekki bara að benda á það en sagði svo að það hefði verið rétt að reka hann útaf ? Allavega las ég það út úr orðum hans...

Sjáum hvort Benitez heldur áfram, við skulum nú ekki segja strax að hann sé búinn að spila af sér - sjáum hvort Ferguson svarar áfram og þá er nú komin sönnun þess að eitthvað fer þetta í taugarnar á honum, var það ekki bara markmiðið ?

Smári Jökull Jónsson, 12.1.2009 kl. 22:02

8 identicon

Það er verið að flækja fótboltann of mikið! Annaðhvort rekur hann manninn útaf algjörlega óháð hver hann og þá á grundvelli brotsins eða ekki. Á hann að hugsa: "Þetta var ljótt brot, verðskuldar rautt spjald... eeeen hann er stórt nafn í boltanum og þar að auki fyrirliði enska landsliðisins"? Mitt svar, AÐ SJÁLFSÖFÐU EKKI!!!

Ég segi kannski ekki að hann sé að spila af sér, en þetta eru asnaleg ummæli og hvernig að ber þetta allt fram! En FA er með þetta í rannsókn og maðurinn hlítur að fá bann fyrir að draga trúverðugleika FA í vafa!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:12

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já ég er alveg sammála þér og miðað við orð Graham Poll þá er hann það líka. Hann var einungis að benda á að það væri meiri pressa þegar um stór nöfn er að ræða - ekki að þeir ættu að njóta einhvers vafa.

Sjáum til hvað FA gerir, David Gill er örugglega með það mál á hreinu...

Smári Jökull Jónsson, 13.1.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband