Að mæta eða mæta ekki í vinnuna

Nú segir Vísir frá því að Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri Grænna sé meðal mótmælenda.

Fyrirgefið fáfræðina, en á hún ekki að vera inni í þinghúsinu að vinna í staðin fyrir að vera utan við þinghúsið að mótmæla ? Það hefði ég allavega haldið...


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Væri gaman að spyrja hvort hún hafi tekið sér launalaust frí í dag?

Anna Guðný , 20.1.2009 kl. 16:15

2 identicon

Húrra fyrir Kolbrúnu Halldórsdóttur! Með því að taka sér stöðu með mótmælendum sýnir hún í verki samstöðu sína með fólkinu í landinu, fólkinu sem er þreytt á ráðaleysi ríkisstjórnar og óbreyttu ástandi.  Mér finnst að fleiri alþingismenn mættu taka sér Kolbrúnu til fyrirmyndar og sýna með afgerandi hætti að þeir hlusti á fólkið sem þeir eiga að heita fulltrúar fyrir.

Davíð Art Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Er verið að vinna að einhverju sem skiptir máli inni á þingi? Held að þið ættuð frekar að gagnrýna þá sem hafa framið hér landráð með gagnrýni ykkar en að ráðast að þeim sem sýna dug og hugrekki til að mótmæla ástandinu - margir mættu ekki til vinnu til að mótmæla í dag - er ekki stór hluti launa okkar núna tekinn upp í skuldir fjárglæframanna? Þar fyrir utan að þá var tekið þinghlé þannig að kannski kom Kolbrún bara út til að sýna mótmælendum stuðning í verki.

Birgitta Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 16:32

4 identicon

Ég er svoleiðis yfir mig hissa á henni Kolbrúnu.  Það var verið að ræða mikilvægt mál á Alþingi; sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum - þetta er sérstakt áhugamál og innlegg G.Þ.Þ. til lausnar á kreppunni.  Svei þér Kolbrún, farðu að vinna vinnuna þína! 

Snæbjörn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hún er í betri aðstöðu daglega til að beita sér noti hún ræðupúlt Alþingis, það hvort hún sat undir pælingum um hvort leyfa eig vínsölu í Bónus eða ekki (dagskrá Alþingis eftir jólafrí) er hennar mál. Það að blása það upp í fjölmiðlum að hún hafi á réttu augnabliki (m.t.t. staðsettningar myndavéla sjónvarps) hoppað út til að segjst "fylgja" fólkinu í landinu gef ég ekki krónu fyrir.

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 16:49

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég hefði einmitt haldið að hún væri í ágætri aðstöðu til að koma skoðun sinni á framfæri, í ræðustól Alþingis. Þar getur hún lýst yfir stuðningi við mótmælin og ég fullyrði að fleiri taki eftir.

Mér finnst þetta allavega frekar sérstakt og mér finnst þetta ekkert koma því við hvort ég gagnrýni þá sem stjórna hér landinu eða ekki - mér finnst einfaldlega að Kolbrún hefði ekki átt að vera á meðal mótmælenda í dag, stöðu sinnar vegna.

Smári Jökull Jónsson, 20.1.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband