21.1.2009 | 22:25
Geir og stjórnin
Ég held það sé nokkuð ljóst hvað gerist úr þessu. Samfylkingin getur ekki mögulega starfað áfram í ríkisstjórn eftir þessa ályktun frá félagi flokksins í Reykjavík. Vilji fundargesta var skýr. Ég held að þetta sé ágæt lausn, hafa starfhæfa ríkisstjórn fram á vor og kjósa þá og veita nýtt umboð til þess að stjórna landinu.
Annars held ég að Geir hafi vitað í hvað stefndi þegar hann fór í viðtöl bæði á RÚV og Stöð 2 fyrr í kvöld, þrátt fyrir að hafa talað eins og ekkert væri að. Hann talaði um ábyrgðarleysi ef menn myndu ganga út úr ríkisstjórnarsambandinu núna og er þar með að koma því inn í hausinn á almenningi hversu illa ígrundað það yrði af Samfylkingunni ef þeir myndu slíta stjórnarsamstarfi. Eins og virðist ætla að verða raunin.
Geir, og nú í kvöld Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tala einnig um orð Ingibjargar Sólrúnar um að ekki stæði til að slíta stjórninni. Það væri samt gaman að heyra hvað Ingibjörg sjálf segir, ekki hvað aðrir segja að hún hafi sagt við þau. Þau eru allavega að reyna að láta hana líta illa út, ef fer sem fram horfir.
Við skulum leyfa fólkinu að dæma, hverjir það eru sem sýna ábyrgðina. Það verður líka forvitnilegt að sjá hvað gerist á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina, sem allt er búið að vera á "hold" útaf síðustu vikur.
Samþykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geir, Svarti-Pétur Blöndal og Arnbjörg eru gjörsamlega veruleikafirrt í valdagræðginni. Þau ætla að sitja áfram hvernig sem fer, hvílíkir erkihálfvitar. Stjórnin er búin að vera, hennar endanlegi dauðadómur var kveðinn upp með fyrsta sleifarhögginu í pott í hádeginu í gær. Mótmælendur munu ekki líða annað en stjórnarslit fyrir helgi. Og næsta verkefni mótmælenda er að leggja landsfund sjálfgræðgisflokksins í rúst!
corvus corax, 21.1.2009 kl. 22:40
Heyr heyr, vel mælt og mætum öll..
Skarfurinn, 21.1.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.