Fjármálaráðherra

Æi nei, ég ætla nú rétt að vona að þetta sé ekki rétt að Steingrímur J verði næsti fjármálaráðherra. Það er held ég ekki mikið skárra en það sem við höfum núna...

Vissulega er kominn tími á frí hjá íhaldinu, en ég hefði nú haldið að það væri bara betra að hafa núverandi stjórn fram að kosningum - eða þá mynda þjóðstjórn allra flokka.

Sjáum hvað setur þegar líður á daginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

Vinstri grænir ættu að losa sig við gömlu skarfana Steingrím og Ögmund. Þá yrði þessi flokkur ekki jafn óaðlaðandi og hann er.

Andri Ólafsson, 26.1.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Heyr heyr !!

Smári Jökull Jónsson, 26.1.2009 kl. 14:05

3 identicon

Ég hef nú gaman af Steingrími þótt ég sé nú ekki endilega sammála hans sýn og skoðunum:)

 En Vinstri grænir eru svo sem ekki þeir einu sem þurfa að taka til hjá sér. Það þurfa hinir flokkarnir svo sem að gera líka.

En þegar ég lít aðeins yfir Sjálfstæðisflokkinn, er ekki búin að vera þó nokkur endurnýjun þar?

Hjálmar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað þurfa allir að taka til hjá sér. En hvenær varð þessi endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hef allavega ekki orðið var við hana...

Smári Jökull Jónsson, 26.1.2009 kl. 17:23

5 identicon

Nei ég spyr bara....

En mér datt bara í hug eins og Þorgerður Katrín og Guðlaugur sem dæmi. En það er auðvitað spurning hversu langt menn vilja fara í endurnýjuninni, fólk sem er að byrja sinn feril eða eru komin eitthvað áleiðis með hann eða þá að skipta bara alveg út.....

Hjálmar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:20

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Guðlaugur Þór hefur nú ekki beint unnið sér inn fyrir öðru ráðherrasæti, ekki að mínu mati allavega. Þorgerður Katrín virðist illilega innmúruð í Kaupþingsspillinguna þannig að ég held að þau komi alveg til greina í þessum hreinsunum. Efast reyndar um að þeim verði sópað burt, fer samt soldið eftir því hversu hátt Þorgerður ætlar að stefna innan flokksins. Hún er nú búin að vera varaformaður í 4 ár.

Smári Jökull Jónsson, 26.1.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 712

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband