Stjórnarskráin

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Ég skil þetta þannig að forsetinn geti rofið þing, en ekki forsætisráðherra. Vinsamlegast leiðréttið ef ég er að "misskilja þetta stórkostlega" eins og sumir hafa komist að orði.


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það skiptir engu máli hvað lagaþrælar sjálfstæðisflokksins segja um það að forseti geti ekki rofið þing heldur aðeins forsætisráðherra ...það er hreint bull. Hins vegar virðist stjórnarskráin ekki gilda frekar en önnur landslög ef það stríðir gegn hagsmunum spillingarsníkjudýranna í sjálfstæðisflokknum.

corvus corax, 26.1.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Páll Jónsson

Smári: 13. gr. stjskr.

Og corvus: "Lagaþrælar" allra flokka eru sammála um þetta eftir því sem ég kemst næst, ef þið viljið láta eins og ósætti sé um þetta þá verðið þið að leita til annarra stétta en þeirra sem vinna við þetta.

Hafið þið athugað hvað píparar hafa um málið að segja? 

Páll Jónsson, 26.1.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Æi ég nenni ekki að svara þessu. Ég var einfaldlega að vekja máls á þessu til að fá einhverja hingað inn sem gætu vitað meira um þetta en ég. Mér sýnist vera hægt að túlka 13.greinina á ýmsan hátt, sem er auðvitað ekki gott.

Svo held ég að þú ættir bara að spyrja píparana sjálfur, þeir gætu nú alveg haft eitthvað um málið að segja þó svo að þú gerir lítið úr því.

Ólafur Ragnar var, er og verður alltaf umdeildur

Smári Jökull Jónsson, 26.1.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Páll Jónsson

Smári: Ég var nú ekki að reyna að skjóta neitt á þig, hugmyndin var að svara leiðinda skætingnum í corvus með mínum eigin leiðinda skætingi. 

Steingrímur: Þarna hittir þú einmitt naglann á höfuðið, það var deilt um það vald hans, það er ekki deilt um þennan hluta þess. Ólafur deilir ekki einu sinni um það sjálfur, hann viðurkennir beinlínis að þetta vald sé forsætisráðherra en ýjar hins vegar að því að núna sitji í raun enginn slíkur.

Páll Jónsson, 26.1.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nei, enda tók ég þessu nú ekkert sem skoti á mig - bara smá skot á píparana  Ég viðurkenni það fúslega að ég er ekki lögfróður maður og kann ekkert alveg að lesa nákvæmlega út úr stjórnarskránni.

Smári Jökull Jónsson, 27.1.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband