Spunavélin á fullu

Ég held án djóks að spunavélin í Valhöll hafi aldrei verið með jafn marga anga úti og núna á hinum síðustu og verstu tímum flokksins. Þeir reyna allt til að slá ryki í augu fólks, sem ég vona að sjái í gegnum þennan brjóstumkennanlega leik Íhaldsins.

Gott dæmi um þetta er frumvarpið sem þeir ætla að leggja fram á miðvikudag frumvarp um greiðsluaðlögun, sem samkvæmt varaformanninum "löngu tilbúið til afgreiðslu frá þingflokknum". Fyrst frumvarpið var löngu tilbúið, af hverju var ekki búið að leggja það fram fyrir löngu síðan ? Varla hefur staðið á Samfylkingunni, því þá væru þeir varla að leggja fram frumvarpið núna !

Annað dæmi um þetta er viðhorf þeirra til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir H. Haarde talaði um mikilvægi þess að fylgja áætlunum sjóðsins í hvívetna, eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar einnig að gera. AGS tók m.a. þá ákvörðun núna fyrir helgi að lækka ekki stýrivexti (ég vil taka það fram að ég hef ekkert vit á þessu stýrivaxtadæmi) og stigu hinir aldræmdu bankastjórar Seðlabankans þá fram og sögðu að þeir hefðu nú lækkað stýrivexti ef þeir hefðu fengið að ráða. Þá er allt í einu komið annað hljóð í skrokkinn hjá Sjálfstæðismönnum, auðvitað hefði átt að lækka stýrivexti og ekki hlusta á þetta bull hjá AGS.

Er þetta lið trúverðugt ?


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að nákvæmlega sama frumvarp var lagt fyrir þingið í janúar af Framsóknarflokknum, en það hlaut ekki náð fyrir ríkisstjórninni þá. Þetta er bara sama sagan, nú á að klæða Sjálfstæðisflokkinn í bleikan búning fyrir kosningarnar til að slá ryki í augu fólks, það versta er að þriðjungur þjóðarinnar virðist alltaf falla í þá gröf að trúa þessum frjálshyggjubrjálæðingum. (Ég tek það fram að ég er ekkert frekar Framsóknarmaður þó ég hafi nefnt þann flokk hérna í upphafi).

Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hjartanlega sammála þér!  BB virðist á sömu buxunum og varaformaðurinn.  En hvenær þau fatta, að þau eru bæði buxnalaus, má Guð einn vita!  En Frjálshyggjusöfnuðurinn er í öngum sínum.  Enda heimsmyndin hrunin og svo á að reka  Guð, DO!  Von að liðið sé illa áttað!

Auðun Gíslason, 3.2.2009 kl. 00:40

3 identicon

Það er náttúrulega búið að koma fram fyrir þá sem kunna að lesa að þetta frumvarp stoppaði hjá þingflokki Samfó sem í fjarveru IGS var sem höfuðlaus her í sínum aðgerðum og í haltu slepptu fíling gat ekki afgreitt þetta.  Nú kepptist Sauruman við að lýsa því yfir með yfirklóri að BB sé vondi kallinn í málinu enda auðvelt að ljúga upp á hann, landsmenn virðast trúa flestu upp á kauða

Kristinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:13

4 identicon

fyndið, ég hélt að það hefðu alltaf átt að vera sjálfstæðismenn sem trúðu og fylgdu orðum og verkum foringja sinna í blindni en það er greinilega búið að afsanna það á þessari síðu, væri nú ekki í lagi fyrir ykkur samfylkingarfólk að opna aðeins augun ykkar, þið eruð greinilega öll staurblind þessa dagana.

Hérna er svo ágæt samatekt frá Birni, eða sorry, er þetta kannski bara spuni úr spunavélinni sem virðist vera samfylkingarliðinu hugleikið þessa dagana.

http://www.amx.is/pistlar/3661/

Þetta staðfestir það sem búið er að ræða í fjölmiðlum undanfarið, málið strandaði hjá Samfylkingunni, en svo ég vitni í þig þá er samfylkingin að "reyna allt til að slá ryki í augu fólks, sem ég vona að sjái í gegnum þennan brjóstumkennanlega leik" Samfylkingarinnar, sem hagar sér eins og hún hafi ekki verið í ríkisstjórn síðustu árin og virðist reyna að hvítþvo sig af öllu og svo fylgið þið þeim í blindni, frekar mikil hræsni í þessu hjá ykkur amk. miðað við hvernig stuðningsmenn samfylkingarinnar hafa talað um stuðningsmenn íhaldsins síðustu árin.

Hákon (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Augu mín eru vel opin, takk samt fyrir að hafa áhyggjur af því. Þessi útlistun Björns er góð og gild, en hún er auvitað bara hans hlið á málinu - útskýringar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins á málinu eru ekki þær sömu og það er einfaldlega orð á móti orði.

Varðandi það að Samfylkingin reyni að hvítþvo sig af öllu þá var ég búinn að fara ítarlega yfir það í einu kommenti hérna áður - það er munur á því að vera í 18 ár í ríkisstjórn eða 1 og 1/2. Samfylkingin ber auðvitað líka ábyrgð, en ekki eins mikla og hjá fyrrum samstarfsflokknum.

Smári Jökull Jónsson, 3.2.2009 kl. 12:50

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta var vel fyndið - og haldinn blaðamannafundur til að kynna frumvarpið. Hvað ætli spunavélin og stuttbuxnasveitin hefði sagt ef VG hefði boðað til blaðamannafundar vegna frumvarps.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.2.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 758

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband