Sóknarleikurinn

Miðað við hvað mínir menn voru hugmyndasnauðir í gærkvöldi eftir að þeir misstu fyrirliðann útaf, þá er maður ekkert alltof bjartsýnn fyrir þessar þrjár vikur sem Gerrard verður frá.

Vonandi bara að hann verði kominn í gang fyrir Real Madrid leikina


mbl.is Gerrard frá keppni í þrjár vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var frekar dapur leikur af hálfu Liverpool, sérstaklega þegar Gerrard fór meiddur út af. En ég hef ekki séð neitt viðtal við Benitez eftir leikinn, var þetta jafn "crazy" leikur og gegn Wigan eða er hann búinn að finna aðra afsökun fyrir tapinu en sér sjálfum eða liðinu? Kannski Sir Alex hafi lagt hönd á plóg;)

Allavega ætla ég nú ekki að fara að strá salt í sárinn, fannst fínt að Liverpool skyldi þurfa annan leik gegn Everton og en betra að þeir skyldu fara í framlengingu með þá. Hefði samt verið fínt hefði Liverpool tosast áfram í næstu umferð til að auka leikjaálgið á þá:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Þetta er orðið ansi hreint vandræðalegt fyrir Liv.Pú.

Gamlir Liv.Pú hundar snúa sér í gröfum sínum. Þeir sem upplifðu Kenny Dalgl. tímabilið hljóta að vera orðnir brjálaðir.

Áfram Man.Utd.

Þráinn Árni Baldvinsson, 5.2.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ekki gott að missa menn í meiðsl, hann missir af leiknum á móti Portsmouth á laugardaginn, en svo kemur gott frí hjá okkur, og vonandi bara að hann komi ferskur og sterkur inn í leikina á móti Man City og Real Madrid, við allavgea verðum að vinna leikinn á laugardaginn og koma okkur á toppinn þar sem við eigum að vera.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.2.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Liverpool er nú ennþá vel inni í deildarbaráttunni - ekki vinnur Man Utd rest, það er nokkuð ljóst þannig að við skulun nú bíða og sjá. En ég held að Benitez hafi nú ekkert verið sérstaklega að afsaka sig, talaði nú aðallega um svekkelsi að fá á sig mark á þeim tíma sem markið kom eftir að hafa verið búnir að halda út nær allan leikinn. Varðandi þetta "crazy" komment sem þú talar um Hjalli, þá held ég að menn séu nú aðeins of mikið að lesa í það komment en menn ættu að gera, held það hafi verið ósköp saklaust.

En ég held að ef enginn titill kemur í hús hjá Liverpool eftir þetta tímabil, þá ættu þeir að finna sér annan stjóra. Það er bara þannig...

Smári Jökull Jónsson, 5.2.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Ragnar Martens

Það er nú bara þannig hjá Liverpool að Gerrard hefur verið að halda liðinu algerlega uppi í markaskorun undanfarið, fyrir utan Chelsea leikinn, sem er ekki sambærilegur leikur því Liverpool virðist oftast spila þokkaleg við stærstu klúbbana. Lið sem eru svona háð einum leikmanni vinna ekki titla. Það væri gaman að sjá tölfræði Liverpool með Gerrard og án.

Man Utd var í vandræðum fyrir 2 árum þegar Chelsea vann seinast, þá vann liðið varla leik ef Rooney var ekki með. En nú er öldin önnur þar á bæ. :)

Ragnar Martens, 6.2.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Kenny Dalglish verður stjóri Liverpool á næsta tímabili. Þá verða yfirburðirnir algerir og mótið unnið fyrir jól.

Páll Geir Bjarnason, 7.2.2009 kl. 01:55

7 Smámynd: Ragnar Martens

Hahahaa Páll

Þú veist jafn vel og ég að hvorugt á eftir að gerast.

Ragnar Martens, 7.2.2009 kl. 02:25

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú getur hvíslað því að þér í hræðslukasti undir sænginni. Flott ef það hjálpar þér að sofna.

Páll Geir Bjarnason, 7.2.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband