Úff...

Mætti halda að það væri að koma prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Allavega er Ármann Kr. Ólafsson allt í einu farinn að tjá sig um mál líðandi stundar, sem hann hefði nú betur sleppt.

Hann, líkt og aðrir félagar hans, eru greinilega nýbúnir að læra ný orð. Frasar eins og "að bola út", "ýta úr starfi" og "pólitískar hreinsanir" hafa heyrst á 5 mínútna fresti úr ræðustóli Alþingis undanfarið en nú er manni öllum lokið. Man Ármann ekki að það var í tíð síðustu stjórnar, sem hann átti aðild að, sem ákveðið var að auglýsa eftir nýjum bankastjórum ríkisbankanna?

Svona lýðskrum hjá Ármanni hlýtur fólk að sjá í gegnum. Hann reynir að þyrla upp eins miklu ryki og hann getur, allt til að ríkisstjórnin líti sem verst út en tekst ekki betur til.

Hvernig væri nú að menn eins og Ármann, færu að vinna vinnuna sína, rýna til gagns en ekki ógagns og koma frekar með hugmyndir sem gætu hjálpað þjóðinni út úr þeim ógöngum sem hún er komin í.


mbl.is Landsbankinn stjórnlaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki verið meira sammála þér. Það þarf varla Ármann til að segja okkur að það hafi orðið bankahrun, bankarnir í rusli og kjánar einsog hann beri ábyrgð á því. Veltum okkur upp hvað þjóðin hefur borgað honum í laun og hverju hann hafi skilað til baka fyrir almannaheil. Hann ætti nú að reyna að reikna það út. Þegar hann tók við þjóðarbúinu var staðan þokkaleg en hvað núna ...

Sverrir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ætli Ármann vilji ekki vera lengur á Alþingi. Annars finnst mér hann betur geymdur þar heldur en í bæjarstjórn Kópavogs, þú ættir að hlusta á hann þar!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.2.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband