Jafnræði og jafnrétti

Ég sé að sumir eru að hafa áhyggjur af jafnræði hér á síðunni, að ég hafi ekki fagnað góðu gengi kvenna í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað frábær árangur hjá Ragnheiði Elínu, Unni Brá og Írisi Róberts en því miður hefur það aðeins fallið í skuggann af endurkjöri Árna Johnsen. Ég veit að margir Sjálfstæðismenn eru ekkert alltof ánægðir með það og það er nokkuð ljóst að þeir fjölmörgu sem strikuðu yfir hann í síðustu kosninum eru ekkert sáttari núna.

Svo finnst mér sumir ansi fjótir að reyna að misskilja tal um hlutfall kynja á framboðslistum. Mér finnst að ekki eigi að hrófla við listum til að jafna hlut kynjanna, þó svo að ég telji eðlilegt að hæfir einstaklingar af báðum kynjum skipi lykilsæti á listum framboðanna. Þeir sem fá flest atkvæði eiga skilið að vera efstir og það er auðvitað ósanngjarnt að vera búinn að leggja á sig gríðarlega vinnu, fá þónokkuð af atkvæðum en vera svo færður niðurfyrir einhvern sem fékk færri atkvæði bara vegna þess að þú ert ekki karlmaður/kvenmaður.

Það sem ég hef hins vegar verið að velta fyrir mér að ef til eru hæfir karlar og hæfar konur í öllum flokkum, af hverju fá þessar hæfu konur ekki brautargengi í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og þá hæfu karlarnir í VG í Reykjavík ?

Trúið mér, það er ekki vegna þess að karlarnir í Sjálfstæðisflokknum eru svona miklu klárari en konurnar og svo öfugt hjá VG. Það er eitthvað annað sem býr að baki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband