16.3.2009 | 23:06
Jafnræði og jafnrétti
Ég sé að sumir eru að hafa áhyggjur af jafnræði hér á síðunni, að ég hafi ekki fagnað góðu gengi kvenna í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað frábær árangur hjá Ragnheiði Elínu, Unni Brá og Írisi Róberts en því miður hefur það aðeins fallið í skuggann af endurkjöri Árna Johnsen. Ég veit að margir Sjálfstæðismenn eru ekkert alltof ánægðir með það og það er nokkuð ljóst að þeir fjölmörgu sem strikuðu yfir hann í síðustu kosninum eru ekkert sáttari núna.
Svo finnst mér sumir ansi fjótir að reyna að misskilja tal um hlutfall kynja á framboðslistum. Mér finnst að ekki eigi að hrófla við listum til að jafna hlut kynjanna, þó svo að ég telji eðlilegt að hæfir einstaklingar af báðum kynjum skipi lykilsæti á listum framboðanna. Þeir sem fá flest atkvæði eiga skilið að vera efstir og það er auðvitað ósanngjarnt að vera búinn að leggja á sig gríðarlega vinnu, fá þónokkuð af atkvæðum en vera svo færður niðurfyrir einhvern sem fékk færri atkvæði bara vegna þess að þú ert ekki karlmaður/kvenmaður.
Það sem ég hef hins vegar verið að velta fyrir mér að ef til eru hæfir karlar og hæfar konur í öllum flokkum, af hverju fá þessar hæfu konur ekki brautargengi í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og þá hæfu karlarnir í VG í Reykjavík ?
Trúið mér, það er ekki vegna þess að karlarnir í Sjálfstæðisflokknum eru svona miklu klárari en konurnar og svo öfugt hjá VG. Það er eitthvað annað sem býr að baki.
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.