26.3.2009 | 20:05
Mogginn kýs D...
...framyfir aðra flokka. Það var svosem vitað.
Ætli þeir sýni beint frá landsfundi annarra flokka? Landsfundur VG og Framsóknar eru báðir búnir þannig að nú er það bara Samfylking eftir. Spurning hvort Agnes Braga og co. mæta með myndavélarnar og sýna frá ræðu Ingibjargar Sólrúnar í beinni útsendingu. Ég myndi ekki veðja á það, ef það væri í boði.
Annars hlustaði ég nú ekki á ræðu Hr. Haarde, en datt þó inn í smábút. Þar sagði hann orðrétt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins væri "stærsta og mikilvægasta stjórnmálasamkoma á landinu".
Það vantar ekki hrokann. Líklegast er það nú rétt hjá kallinum að hún er sú stærsta, en er ekki full mikið að fullyrða að hún sé sú mikilvægasta?
Mér finnst það að minnsta kosti ekki !
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn sá sjálfur um upptökuna.
Kristinn Svanur Jónsson, 26.3.2009 kl. 20:20
Varla settu þeir hana samt sjálfir inn á mbl.is ? Allavega, ef það er svo þá hafa þeir greiðari aðgang að Moggamönnum en ég hélt.
Þau á mbl.is hljóta sjálf að hafa ákveðið að sýna frá þessu, sama hver það er sem ýtir á "record" takkann...
Smári Jökull Jónsson, 26.3.2009 kl. 20:48
Ekki skil ég fólk sem óskar eftir þeim til áframhaldandi stjórnarsetu. Er ekki nóg að þeir kostuðu okkur HRUN? Þarf að segja meira?
Kolla (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:04
Sjálfstæðisflokkurinn var að sýna ræðuna beint á sinni eigin heimasíðu. Reyndar verður mestum hluta landsfundar streymt um helgina, getur séð það á www.xd.is , ég get ekki séð neitt athugavert við það að stærsti fréttamiðill landsins vilji streyma svona stórri ræðu á síðunni sinni, sama hvað fólki finnst um ræðuna. Að sama skapi hlýtur mbl.is að sýna beint frá setningarræðu formanns samfylkingarinnar ef samfylkingin er að taka hana upp og sýna hana á síðunni sinni.
Kristinn Svanur Jónsson, 26.3.2009 kl. 21:13
Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.
Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:11
Ég hefði betur átt að veðja á þetta eins og ég sagði í gær, þ.e. að þeir á mbl.is myndu sína frá landsfundinum hjá Samfylkingunni.
Stuðullinn hefði eflaust verið hár og nú er útsending hafin ! Fjandinn...
Smári Jökull Jónsson, 27.3.2009 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.