20.4.2009 | 17:49
Áhugavert
Margt áhugavert sem kemur í ljós þegar niðurstöður þessarar könnunar eru skoðaðar. Sjálfstæðisflokkrinn er stærsti flokkur kjördæmisins sem gæti komið einhverjum á óvart en ekki mér. Ég þykist vita að stór hluti þeirra fylgis komi úr mínum heimabæ, en þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið gríðarsterkur. Virðist sem fréttir af spillingu flokksins nái ekki þangað.
Svo er ég líka pínu hissa á að Samfylkingin mælist með heil 27%, hefði allt eins átt von á að flokkurinn fengi minna fylgi því reiðin í garð Björgvins fyrrverandi viðskiptaráðherra er ansi mikil. Ég hefði sjálfur ekki kosið hann til forystu og ef ég kysi í Suðurkjördæmi myndi ég líka strika hann út af mínum lista. En ég vona þó að flokkurinn fái gott brautargengi og 3 menn inn.
Annars langar mig að segja við Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi að með hverju atkvæði sem fellur til þeirra, er verið að tryggja stöðu Árna Johnsen á Alþingi. Er það þingmaður sem við viljum hafa í uppbyggingu landsins, á tímum þar sem krafan um siðferði og heiðarleika er gríðarsterk?
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.4.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.