24.11.2008 | 15:55
Að vera á sýru
,,Ég held að það hafi verið gæfa fyrir þjóðina að slíkur reyndur stjórmálamaður og þjálfaður eins og Davíð var þarna en ekki nauðsynlega einhver maður sem er góður í að reikna út formúlur og er með gott hagfræðipróf. Maður sem hefur yfirsýn yfir þetta."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson í viðtali hjá Sigurjóni Egilssyni á Bylgjunni í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 15:01
Ekki "cool"
Ekki "cool" hjá Geir að segjast vera of önnum kafinn fyrir þetta. Hann getur bara ekkert svarað því að hann og stjórnin sé önnum kafinn - honum ber skylda til að svara minnihlutanum betur en með hroka. Það verður að ræða þetta mál, og þó svo að ég sé sammála honum í því að það sé endilega ekki rétti tíminn núna að ákveða kosningar, þá þarf að kjósa og það ekki seinna en í sumar. Ákvörðunin má bíða þar til búið er að fara í gegnum mesta ólgusjóinn !
Svo finnst mér makalaust hversu mikið menn hafa verið að ræða orð Ingibjargar Sólrúnar að ef hún væri ekki í ríkisstjórn þá væri hún með mótmælendum á Austurvelli. Held að menn ættu ekkert að vera ráða of mikið í þessi orð hennar, hún var einfaldlega að segja að hún skildi málstað mótmælenda. Hún gæti eflaust mótmælt ýmsu ef hún færi þangað niðureftir, ýmsum hlutum sem miður fóru áður en Samfylkingin fór í ríkisstjórn og hafa ásamt fleiru orsakað ástandið sem núna er.
En auðvitað væri það ekki viðeigandi af utanríkisráðherra og hún veit það mætavel.
![]() |
Önnum kafin við björgunarstörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 13:44
Skref upp á við !
Klárlega það eina rétta í stöðunni hjá hinum þaulreynda Arsene Wenger. Gengur náttúrulega ekki til lengdar að hafa fyrirliða sem gerir meira ógagn en gagn - Gallas er klárlega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni !
Held að Fabregas sinni þessu hlutverki með sóma - svo er þetta mjög klókt hjá Wenger því þetta hlýtur að auka líkurnar á því að Fabregas verði þarna til frambúðar.
![]() |
Fabregas tekur við fyrirliðabandinu hjá Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 17:16
Eðlilegar spurningar - óeðlileg framkoma !
Ég skil ekki alveg hvernig fólk fær það út að fréttamaðurinn sinni starfi sínu ekki vel í þessu viðtali. Spurningarnar sem hann spyr Geir eru fullkomlega eðlilegar og fyrst ég átta mig á því hvað maðurinn er að spyrja um það hlýtur Geir að gera það líka og geta svarað þeim. Hann getur ekkert bara ákveðið hvaða spurningar honum finnst nógu góðar til að vera svaraverðar, eftir því hvernig það hentar honum.
Pétur Matthíasson er auðvitað ekki að lýsa sinni persónulegu skoðun á málinu, líkt og forsætisráðherra virðist halda þegar hann reiðist honum. Dónaskapur Geirs er með ólíkindum og forsætisráðherra ekki sæmandi.
![]() |
Gengur burt úr viðtali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.11.2008 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 22:18
Stöðugleiki
Einhvers staðar sagði Geir að hann teldi kosningar skapa óstöðugleika. Hefur stöðugleikinn verið mikill undanfarið ?
Ég held að þegar búið er að ganga í gegnum mestu erfiðleikana, sé nauðsynlegt að kjósa upp á nýtt svo það sé alveg á hreinu að þeir menn sem stjórna hafi fullt traust ot trúverðugleika. Fólkið getur þó valið og hafnað !
Menn geta svo deilt um hvort það hafi verið rétti tíminn hjá nokkrum þingmönnum Samfylkingar í dag að lýsa yfir vilja sínum til kosninga. Menn komast sjálfsagt ekki að sameiginlegri niðurstöðu um það.
![]() |
Ekki stefna aðgerðunum í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2008 | 10:00
Draumur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 09:33
Draumadráttur er...?
Það er spurning hvaða lið stelpurnar vilja svo fá. Úr fyrsta styrkleikaflokki er Finnland klárlega slakasta liðið, þó svo að auðvitað væri gaman að mæta stórliði Þýskalands. En Íslands ætti góða möguleika á sigri gegn Finnum.
Í öðrum styrkleikaflokki held ég að liðin séu svipuð að styrkleika, þó er ég nú ekki alveg viss. Allt mjög sterk lið og það væri eflaust ágætt að mæta öðru liði en Frökkum þar sem við vorum nú með þeim í riðli í undankeppninni. Þó gæfist þá tækifæri til að hefna fyrir ósigurinn.
Í þriðja styrkleikaflokki eru svo sterk lið, sem ég held að íslenska liðið þekki misvel. Það hlýtur allavega að vera best að lenda í þeim riðli þar sem verður annað lið úr þessum styrkleikaflokki, því þessi fimm lið í þeim flokki dreifast á riðlana þrjá.
Það er margt í þessu og gaman að sjá hvernig þetta allt fer !
![]() |
„Öðruvísi og spennandi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 23:54
Fjölmiðlar og unglingar
Heldur fólk virkilega að ungmennin séu að grýta Alþingishúsið vegna pólitískra skoðana sinna ? Margir 14-16 ára unglingar vita ekki hvað ráðherrarnir okkar heita, hvað þá um hvað stjórnmálin á landinu snúa um. Reyndar á það ekki bara við um unga fólkið...
En þau eru auðvitað bara að sækjast eftir athygli - og fá hana ef Fjölmiðlar blása upp þessar fréttir helgi eftir helgi.
![]() |
Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 09:30
Fréttir
Glöggir lesendur Frétta í Vestmannaeyjum, og þeirra sem fá blaðið hér á Höfuðborgarsvæðinu, geta séð mynd af syni mínum þar í dag. Þar er líka Kristinn Freyr Sæþórsson, en við félagarnir ákváðum að senda mynd til þeirra svona á sama tíma.
Hefði nú verið gaman ef til hefði verið almennileg mynd af þeim saman, en það gekk nú ekki upp.
Endilega kíkið á prinsinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2008 | 12:59
Anfield baby, yeeeeaaahhhh !
Í þessari stemmningu verð ég á morgun :
Og vonandi sé ég þennan skora enn eitt markið fyrir Liverpool...
His armband proved he was a red, Torres, Torres. You´ll never walk alone it said, Torres, Torres. We bought the lad from sunny Spain, he takes the ball and he scores again. Fernando Torres, Liverpool number 9 ! Na na na na na na na na na na....
http://www.youtube.com/watch?v=DUjRQfJ3f74
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar