Bikarmeistari tvisvar sama árið ?

Það eru varla margir sem hafa orðið bikarmeistarar tvisvar á sama árinu með sitthvoru félaginu. Ef Þórunn Helga verður bikarmeistari með Santos þá verður hún bikarmeistari í annað skipti á þremur mánuðum því hún varð einnig bikarmeistari með KR nú í september þegar þær unnu Val !

Það yrði nú heldur betur saga til næsta bæjar...


mbl.is Þórunn bikarmeistari í Brasilíu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Íslendingar eru nú fljótir að hlaupa til þegar eitthvað er gefins"

Þetta sagði hinn magnaði seðlabankastjóri okkar þegar hann var í starfi forsætisráðherra. Finnst fólki sæmandi forsætisráðherra að segja svona ?

Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefndirnar vinna frábært starf og vonandi að fleiri fyrirtæki fylgi í fótspor þeirra sem þegar hafa gefið þessum hjálparstofnunum mat, fatnað, pening eða annað nytsamlegt.

Þá kannski verða jólin auðveldari fyrir einhverja af þeim sem eiga erfið jól framundan


mbl.is Fólk grætur fyrir framan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins afdráttarlaus yfirlýsing !

Loksins, loksins segi ég nú bara. Mér finnst nokkuð ljóst á þessum orðum Ingibjargar Sólrúnar að hún muni segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn ef þeir breyti ekki sinni stefnu um ESB og krónuna. Nú er hún búin að setja pressu á Geir Haarde og nú fáum við að sjá hvort hinn ákvarðanahræddi forsætisráðherra þorir að taka á þessu máli af festu.

Maður eða mús ?


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun

Kíkið á nýja skoðanakönnun !

Áhrif mín á Robbie Keane

Það er greinilegt að ég hef djúpstæð áhrif á Robbie Keane. Einu mörk hans í Úrvalsdeildinni til þessa fyrir Liverpool komu þegar ég var á Anfield og sá leik gegn W.B.A.

Spurning hvort hann splæsi ekki bara í nokkrar ferðir fyrir mig út á leiki með Liverpool, bara svona til að koma honum aðeins í gang ?


mbl.is Robbie Keane: Á eftir að skora mörg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingarnir mínir

Ég er með algjöra gullmola í 1.bekknum hjá mér. Oft á tíðum koma einhver gullkorn frá þeim og það er einn sem er til dæmis mjög vel á nótunum í kreppunni. Pabbi hans vinnur í einum af bönkunum og var þar að auki eitthvað að vinna fyrir Seðlabankann.

Um daginn sagði þessi drengur að pabbi hans væri "að bjarga Íslandi" og svo í gær þá heyrði einn samkennara minna þar sem þessi drengur var að tala við annan frammi á gangi. Þá heyrðist allt í einu hátt og snjallt "Það verður bara að reka Davíð núna" Smile

Í dag var það svo ein stúlkan sem kom til mín og spurði hvort hún mætti fá hvít blöð til að teikna á. Ég sagði að þau væru búin og hún var eitthvað að nauða í mér að sækja fleiri og spurði hvort ég gæti ekki bara "farið til riddarans" og náð í þau.

Ég sagði að því miður hefði ég ekki tíma til að fara til ritarans í þetta skiptið


Eins og lítill krakki !

Davíð hegðar sér eins og lítill krakki sem neitar að yfirgefa afmælið, jafnvel þó það sé búið og allir gestgjafarnir séu búnir að biðja hann um að fara. Hann stappar bara niður fótunum og fer í fýlu, og hótar að koma aftur á morgun ef hann verður rekinn heim.

Það er hins vegar ekki það versta. Það versta er, að það er ennþá til fullt af fólki hér á landi sem myndi kjósa hann ef hann byði sig fram í pólitík á nýjan leik.

Guð forði okkur frá því.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður fyrir helgina

Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra, það væri jú enginn sjór í kringum Sviss.Svissneski ráðherrann svaraði að bragði með annarri spurningu:Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra?

Staðreyndir málsins

1. Geir H. Haarde sýndi dónaskap og hroka í viðtalinu, sem er á engan hátt sæmandi forsætisráðherra og hann hefði átt að biðja G.Pétur Matthíasson afsökunar.

2. G. Pétur sinnti starfi sínu sem fréttamaður af sóma í viðtalinu og spurningar hans voru fullkomlega eðlilegar.

3. G.Pétur Matthíasson tók viðtalið fyrir hönd RÚV og því augljóst að RÚV hlýtur að eiga upptökurnar en ekki hann sjálfur.

4. Páll Magnússon átti auðvitað að krefjast þess að G.Pétur skilaði upptökunum, enda ekki hans eign.

5. Aðgerð Páls snýst á engan hátt um ritskoðun eða skerðingu á tjáningarfrelsi, heldur um þá einföldu aðgerð að innheimta eign stofnunar sem hann stjórnar.

6. Ungir Vinstri Grænir hafa hlaupið illilega á sig með þessari yfirlýsingu sinni - og það ekki í fyrsta sinn.


mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarkerfið

Á hinum síðustu og verstu hefði maður haldið að nauðsynlegt væri að velferðarkerfið væri í góðu lagi. Það er nú ekki eins og þeir sem þurfa að nota velferðarkerfið hafi það neitt alltof gott, því sér maður ekki alveg hvernig 10% niðurskurður á að bæta ástandið.

Vonandi að Jóhanna standi fast á sínu og komi dýralækninum í fjármálaráðuneytinu um það hvernig á að koma fram við fólk.


mbl.is Ætla að hunsa beiðni um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband