Hver er lágkúran ?

Ég held að seint sé hægt að telja mig með stuðningsmönnum Ástþórs Magnússonar. Maðurinn hefur oft á tíðum komið fram með fáránlegum hætti og málflutningur hans slakur.

Það breytir því þó ekki að maðurinn hefur rétt á að mótmæla, rétt eins og þeir sem standa að baki samtökunum "Raddir fólksins". Þeir halda aftur á móti að einkarétturinn á að mótmæla sé þeirra, líklega vegna þess að þeir voru fyrstir til að mótmæla um kreppuna. Líkt og aldrei hafi verið mótmælt áður á landinu, Jafnvel ekki í heiminum öllum.

Ég hefði haldið að þeir hefðu eitthvað þarfara að gera, en að benda á meinta lágkúru í því að hafa ekki sótt um leyfi til lögregluyfirvalda fyrir fundahöldum. Hvað í andskotanum kemur þeim það við ? Ef leyfin eru ekki til staðar, þá mun lögreglan væntanlega grípa til viðeigandi aðgerða. Ég get ekki séð að "Raddir fólksins" hafi eitthvað með þetta að gera. Nema auðvitað að "Nýju raddirnar" gætu tekið frá þeim athyglina.

Þeirra er lágkúran


mbl.is Fundurinn ólöglegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United menn

Gaman að heyra í United mönnum þessa dagana. Fyrir helgina voru Liverpool menn gagnrýndir ef þeir voru eitthvað að tala um þann jákvæða hlut að þeir skyldu vera efstir um áramótin.

"Það vinnur enginn titla í janúar" heyrðist þá frá hneyksluðum United mönnum. Nú er auðvitað helgin liðin, Liverpool ennþá efstir (þó halda mætti annað á orðum United manna), en þar sem Manchester United hafa tapað fæstum stigum þá er allt í einu farið að minnast á titil - enda komið fram undir miðjan janúar.

Hroki ? Já, enda þjálfarinn meistari hrokans eins og sýndi sig í svari hans til Benitez eftir Chelsea leikinn. Gat enginn önnur rök komið með gegn fullyrðingum Benitez, önnur en þau að Benitez væri truflaður. Góð rök.

Um það er ég reyndar búinn að blogga hér fyrir neðan.


mbl.is Ferguson segir Benitez vera ruglaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Graham Poll um deilu þeirra Benitez og Ferguson

"Rafa Benitez has articulated what referees have been thinking for years - that Sir Alex Ferguson can say what he wants about them and the FA will allow him to get away with it,"

"The authorities could point to Ferguson's two-match ban imposed earlier this season as proof that he is not out of reach of their disciplinary department, but that was for marching onto the field after the 4-3 win over Hull and for comments made directly to the referee, Mike Dean, who in reporting the misconduct forced the FA's hand."

Menn hljóta nú að taka mark á einum besta og þekktasta dómara Breta síðustu árin. Spurning hver það er sem er reiður og truflaður, Benitez eða Ferguson ?


Þrettándinn

Fólk hér í bænum skilur ósköp lítið í því af hverju Þrettándinn er svona mikið mál hjá Vestmannaeyingum. Það er svosem ekki skrýtið, því það er lítið sem ekkert gert úr honum hér nema á einstaka stað.

Í Eyjum er þetta hins vegar einn af stóru þáttunum í hinu fjölbreytta mannlífi samfélagsins þar. Þá mæta jólasveinarnir ofan af fjöllum ásamt foreldrum sínum og hinum ýmsu furðuverum sem aðeins sjást einu sinni á ári - einmitt á Þrettándanum. Börn jafnt sem fullorðnir flykkjast á svæðið til að berja þessar fígurur augum, því þennan dag er í lagi þó fullorðnir ákveði að ganga aftur í barndóm.

Sumar fígúrurnar eru ógnvekjandi og eiga það til að stríða börnunum sem gráta þá hástöfum á meðan foreldrarnir horfa á hlæjandi, og hugsa um leið til baka hvernig þeim leið þegar þau voru 6 ára og Leppalúði var næstum búinn að grípa þau um borð í vagninn sinn. Þegar allt húllumhæið er búið halda flestir í veglegt Þrettándakaffi með vinum og ættingjum, þó ekki fyrr en búið er að horfa á glæsilega flugeldasýningu.

Ég persónulega er mjög hlynntur því að Þrettándinn sé færður á helgi til þess að auðveldara sé að markaðsetja hann meðal annarra en Vestmannaeyinga, eða þá einfaldlegat til að auðvelda brottfluttum Eyjamönnum að mæta á hátíðina. Það segir sig sjálft að ef fjölmennt er á Þrettándanum þá skapast meiri stemmning og allir skemmta sér vel.

Ég ætla allavega að mæta á morgun, skemmta mér konunglega og vona að sem flestir Eyjamenn, og gestir, geri það sömuleiðis ! Smile


Derby ?

Tap fyrir Derby getur nú varla talist sérstakt. Að vísu voru Welbeck og Gibson í byrjunarliði, sem ekki eru fastamenn, annars voru þetta allt stór nöfn sem voru í byrjunarliðið.

Svo þýðir nú lítið fyrir United menn að segja að þessi keppni skipti þá litlu, þá hefði Ferguson varla farið að setja Ronaldo og Rooney inná - ef þetta skipti þá engu máli. Annars ætla ég nú ekkert að setja mig á einhvern stall, Liverpool skeit á sig á móti Tottenham í 8-liða úrslitum sem virðast leggja mesta áherslu á deildarbikarinn af þeim keppnum sem þeir taka þátt í. Meistarar í fyrra og svo gott sem komnir í úrslit núna. Væri skemmtilegur úrslitaleikur, Tottenham - Man Utd.

Annars er gaman að sjá þessi gömlu góðu félög gera það gott. Derby að vinna Manchester United og Nottingham Forest vann Manchester City 3-0 í bikarnum um daginn. Manchester liðin ekki að gera það gott á móti þeim gömlu góðu...


mbl.is Derby með frækinn sigur á Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píanó á stéttinni

Hann hefur líklegast verið slakur, pínanóleikarinn í Kópavoginum, fyrst íbúarnir í blokkinni vildu ekki sofna við píanóleikinn hans.

Spurning hvort hann hafi fundið píanóið á víðavangi eða hreinlega farið með það úr sinni íbúð? Kannski konan hans hafi bannað honum að spila á það inni og hann ákveðið að leysa málið á þennan hátt.


mbl.is Kvartað yfir hljóðfæraslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillarnir mínir

Krakkarnir mínir í 1.bekk koma alltaf með gullkorn á hverjum degi. Í dag voru þau að nota talnakubba í mismunandi litum til að æfa sig í að byggja turna þar sem aldrei mátti gera tvo turna sem voru eins. Svo áttu þau að teikna turnana í vinnubókina sína. Þá kemur ein stelpan til mín og segir :

"Ég held ég þurfi ekkert þessa kubba, ég er svo góð í þessu" Smile

Gott að hafa sjálfstraust !


Verðskuldað

Kemur ekki á óvart að Ólafur Stefánsson sé valinn íþróttamaður ársins 2008. Hann leiddi landsliðið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum, vann allt sem hægt var að vinna með liði sínu Ciudad Real á Spáni, þ.á.m. Meistaradeildina þar sem hann varð markahæstur og vann úrslitaleikinn upp á eigin spýtur gegn stórliði Kiel. Frábært ár hjá Ólafi !

Svo er gaman að sjá hversu ofarlega Vestmannaeyingarnir tveir eru. Margrét Lára verðskuldað í 3.sæti og svo Hermann í 6.sæti.

Annars kemur mér á óvart að Jón Arnór Stefánsson hafi ekki verið ofar en 10.sæti. Hann var að spila með einu besta liði Evrópu, m.a. í Meistaradeildinni í körfubolta, og stóð sig með sóma þar. Hefði átt von á því að sjá hann ofar.

Annars er það skemmtiatriði ársins (allavega hingað til) að fylgjast með viðtalinu við Ólaf. Hvert gullkornið á fætur öðru sem maðurinn "missir út úr sér" eins og hann segir sjálfur. Stórkostlegur karakter !


mbl.is Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök skilaboð

Robbie Keane fær sérstök skilaboð frá Benitez eftir stórleikinn gegn Bolton. Settur á bekkinn eftir að hafa skorað tvö mörk og eftir að hafa skorað í fyrsta skipti tvo leiki í röð. Keane er nú varla sáttur með þetta og ég get ekki ímyndað mér að þetta geri mikið fyrir sjálfstraustið hjá honum.

Annars er gaman að sjá Martin Skrtel aftur í hópnum, hefði verið enn betra að sjá Torres líka.


mbl.is Keane og Alonso á bekknum hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun á niðurstöðum samræmdra prófa

Niðurstöður samræmdra prófa hafa verið misnotaðar í fjölda ára hér á landi. Þær hafa verið notaðar til að etja skólum saman, eins og það sé þannig að niðurstöður samræmdra prófa sýni hversu góður eða slæmur skólinn er í raun og veru.

Þessi þáttur hefur farið út í slíkar öfgar að ég veit um mörg dæmi þess efnis að nemendur sem eru slakir námslega hafa hreinlega verið skráðir veikir (án þess þó að vera það) eða foreldrar beðnir um að hafa þá heima við, þar sem meðaleinkunn skólas myndi lækka ef nemandinn tæki prófin. Rétt er þó að taka fram að ég er ekki að ræða um skólann þar sem ég kenni, ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert þar þó svo að ég geti auðvitað ekkert fullyrt um að það hafi aldrei verið gert.

Þetta hefur m.a.s. gengið svo langt að fasteignasalar nota niðurstöður samræmdra prófa til að hífa upp ákveðin hverfi í augum kaupenda, á þann hátt að hverfisskólinn sé góður vegna þess að niðurstöður samræmdra prófa hafa verið góðar þar. Hversu fáránlegt er þetta ? 

Samræmd próf eiga að vera tæki til að kanna stöðu nemenda, sjá hvar þeir standa og fyrst og fremst - til að sjá hvar nemendur þurfa að bæta sig.

Sem betur fer sýnist mér að samræmdu prófin í 10.bekk verði notuð á þennan hátt frá og með haustinu 2009. Þá fara nemendur í samræmt próf að hausti og þá geta kennarar notað tímann sem eftir er af skólaárinu til að bæta það sem þarf að bæta.


mbl.is Lítill munur milli landssvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband