7.11.2008 | 12:44
Hvað er eiginlega í gangi ?
Er furða nema maður spyrji sjálfan sig þessarar spurningar. Annan daginn í röð er sagt frá láni sem komið er í gegn sem ríkisstjórnin segir svo ekki rétt. Í gær bárust fréttir um að lánið frá IMF væri frágengið og nú lán frá Pólverjum.
Hvernig væri nú að fara að upplýsa þjóðina um raunverulegan gang mála ?!
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2008 | 22:00
Síðustu mínúturnar
Liverpool virðist ætla að nýta sér lokamínútur leikjanna vel á þessu tímabili. Í enn eitt skiptið jafna þeir að komast yfir á síðustu 10 mínútunum, að þessu sinni með marki á 95.mínútu úr vítaspyrnu sem fyrirliðinn sótti og skoraði úr.
Ég hefði nú sjálfur líklega ekki dæmt víti, fannst Gerrard fara frekar auðveldlega niður en það var þó snerting - sem er meira en í þeim tilfellum þegar Ronaldo sækir sér aukaspyrnu eða víti. Samt sem áður leiðinlegt að horfa á.
En gott stig úr því sem komið var og í næsta leik Liverpool verð ég mættur á pallana !
![]() |
Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.11.2008 | 01:41
Magnað alveg hreint
Vaknaði í morgun og fór aðeins að hugsa um fjármálin. Engin stór vandamál svosem á ferðinni hjá mér, en maður hefur oft haft meira á milli handanna - og ferð á Anfield á döfinni í næstu viku í tilefni af sextugsafmæli múttu.
Því var það mjög ánægjulegt þegar ég fór yfir getraunaseðilinn minn núna undir kvöldið. Er ekki búinn að tippa í um það bil ár, fyrir utan einn og einn seðil á Lengjunni, og viti menn - kallinn með 12 rétta og skrapaði inn næstum því einum mánaðalaunum án þess að hafa mikið fyrir því.
Gat ekki komið á betri tíma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2008 | 15:04
Taugarnar þandar
Óhætt að segja að taugarnar séu þandar á meðan maður horfir á leikinn. Mark á 10.mínútu hjá mínum mönnum og vel skipulagður varnarleikur eftir það, Chelsea er nú varla að fá færi þó svo að þeir hafi boltann.
Liverpool allavega búið að komast næst því að skora þegar Alonso skaut í stöngina úr aukaspyrnu, þar sem Cech leit vægast sagt illa út í markinu.
Annars þarf að fara að ræða aðeins við Javier Mascherano. Maðurinn vinnur eins og skepna inni á vellinum, hleypur og hleypur en gáfurnar eru því miður af skornum skammti. Menn muna eflaust eftir því þegar hann var rekinn af velli gegn Man Utd í fyrra fyrir að fá tvö gul spjöld vegna kjafts. Maður hefði nú haldið hann myndi læra af því, en nei nei, fær maðurinn ekki spjald áðan fyrir að biðja um spjald á Ashley Cole - og hélt svo í þokkabót áfram að tuða í dómaranum ! Svona menn þarf að taka og flengja...
![]() |
Chelsea - Liverpool, bein lýsing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2008 | 11:03
60 ára
Hvað haldið þið, elskuleg móðir mín bara orðin 60 ára gömul hvorki meira né minna.
Til lukku með daginn !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 22:10
Á leið til Englands eftir rúmar tvær vikur og...
...ef það ætti að henda mér út úr einhverri verslun þá yrði það ekki gert án leiðinda. Ég er nú kannski ekki þekktur fyrir að vera slagsmálahundur en ég get þó látið heyra í mér þegar á þarf að halda.
Svona framkoma búðareigenda sem maður hefur verið að heyra af er auðvitað ekki mönnum bjóðandi !
![]() |
Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 13:52
Sæþórsson
Þessi prins kom í heiminn í nótt á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Sonur Sæþórs og Svönu, greinilega myndarlegur drengur á ferðinni
Innilega til hamingju elsku vinir, verður gaman þegar drengirnir verða farnir að leika sér saman...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 10:38
25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 13:08
Miðborgin
Mitt mat er að fjölga þarf lögreglumönnum sem eru sjáanlegir í miðborginni að nóttu til um helgar. Ég reyndar tek það fram að ég hef nú ekki verið mikið í bænum undanfarnar vikur en þegar maður stundaði skemmtistaðina hvað mest þá fannst mér ég aldrei sjá neinar löggur á vappi.
Er það ekki einmitt besta forvörnin ? Varla fara menn að berja mann og annan ef þeir sjá að lögreglan er á næstu grösum...
![]() |
Ánægja með lögregluna en hræddir í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 09:26
Steinn Steinarr
Ég lærði töluvert um Stein Steinarr þegar ég var í íslenskunni í Kennó og kynntist því hversu mikið afburðaskáld hann var. Hann hefði orðið 100 ára á mánudaginn og inni á Eyjafréttir.is birta þeir eitt af hans góðu ljóðum :
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar