15.10.2008 | 00:06
Lengi getur gott batnað...
Hef hlustað mikið á fyrri tvær plöturnar og fílað þær alveg í ræmur. Báðar plöturnar þannig að þær renna vel í gegn og öll lögin eru þannig að maður hlustar á þau frá upphafi til enda.
Fór einmitt á tónleika með þeim árið 2005 í Kaupmannahöfn og það var magnað, ótrúlega þéttir og flottir á allan hátt. Þannig að ég bíð spenntur eftir þriðju plötunni !
![]() |
Húmar að kvöldi hjá Franz Ferdinand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 14:02
Góð saga
Það hefur nú oftar en einu sinni gerst að fólk heldur hana Sigrúnu mína vera yngri en hún er, greinilega svona ungleg í útliti.
Hún var einmitt stödd á Elliheimilinu Grund í gær ásamt mömmu sinni, að heimsækja ömmu sína og afa. Þá kemur starfskona að þeim og býður þeim kaffi, þeim öllum nema Sigrúnu. Svo spyr hún Sigrúnu (með svona rödd eins og hún sé að tala við smábarn) : "Má ekki bjóða þér eitthvað? Viltu djús".
Sigrún segir nei en stuttu seinna kemur konan með kaffið og spyr þá aftur með sömu röddu. "Á ég ekki að koma með djús handa þér?".
Skömmu síðar kemur konan með djúsið, og ekki nóg með það, heldur er hún með rör í glasinu.
Spurning hvað hún hefði haldið ef Sigrún hefði verið með Ívar Atla með sér ? Þá hefði líklega allt logað í umræðum á kaffistofunni um óléttu unglinga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2008 | 19:52
Gárungur
Hvað þarf maður að afreka til að teljast gárungur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er það virkilega málið. Maður hefur heyrt ófáa Framsóknarmennina lýsa því yfir að það sé ótrúlegt að núverandi ríkisstjórn koma þjóðfélaginu í þessa stöðu sem þeir eru í, á aðeins einu og hálfu ári.
Hversu barnalegt er það eiginlega að halda þessu fram ? Framsóknarflokkurinn, ásamst Sjálfstæðisflokknum, á heiðurinn að því að vinna forvinnuna að mörgu því sem farið hefur úrskeiðis núna síðustu misseri í fjármálabransanum hér á landi. Einkavæðing bankanna, án nokkurra skilyrða hvað varðar stærð þeirra, eru til dæmis mistök sem ekki er hægt að líta framhjá. Boginn var þar að auki spenntur alltof hátt í mörgum málum og þar á Framsóknarflokkurinn alveg jafn mikla sök og Sjálfstæðisflokkurinn.
Mig langar að taka það fram að ég er ekki að fría núverandi ríkisstjórn frá sinni ábyrgð. Hún er auðvitað mikil en aðrir geta ekki bara hvítþvegið sig og híað á hina.
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2008 | 12:45
Mr. Oddsson
Getur það kannski bara verið að ástæðan fyrir harkalegum viðbrögðum breskra stjórnvalda séu orð Davíðs Oddssonar í Kastljósinu um stöðu Kaupþings í Bretlandi og viðbrögð Íslendinga þar að lútandi.
Það er allavega mín skoðun að þar henti hann sprengju sem olli gríðarlegum skaða !
![]() |
Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 13:06
Ábyrgðin
Á sínum tíma, þegar einhver vogaði sér að gagnrýna tugmilljóna mánaðarlaun yfirmanna bankanna, þá var bent á hversu mikla ábyrgð þeir hefðu í sínum störfum sem rökstuðning fyrir þeim launum.
Hver er þá ábyrgðin núna ? Fellur hún bara úr gildi eins og hendi sé veifað ?
Auðvitað eru brýnari verkefni akkúrat núna og næstu vikurnar heldur en að finna sökudólga. En þegar jafnvægi verður komið aftur á hlutina þá hlýtur að koma að því að einhverjir verða dregnir til ábyrgðar, hvort sem það eru stjórnendur banka, seðlabanka eða forkólfar núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna.
Það er allavega nokkuð ljóst að þáttur þeirra er stærri en hins almenna borgara sem hefur lifað sínu hefðbundna lífi, ferðast á einkabíl í stað þyrlu og flogið á venjulegu farrými í stað einkaþotu.
![]() |
Hundruð milljarða vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2008 | 18:20
"Fórnarlömb ytri aðstæðna"
Nú er maður búinn að vera að fylgjast með atburðum dagsins eins og flestir aðrir. Nú er ég að hlusta á blaðamannafund Geir H. Haarde og þar sagði hann orðrétt að ,,bankarnir væru búnir að byggja upp með dugnaði og myndarleika starfsemi erlendis, en nú væru þeir fórnarlömb ytri aðstæðna,".
Er það virkilega þannig, að bankarnir eru einungis fórnarlömb ytri aðstæðna ?
Getur ekki verið að þeir, að einhverju leyti, hafi skapað sér stöðu sína sjálfir með stefnu sinni undanfarin ár ?
Getur ekki verið að sú peningamálastefna sem hefur verið farin undanfarin misseri sé að hluta til ástæðan fyrir núverandi stöðu ?
![]() |
Neyðarlög sett í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 12:43
Sérstakt
Frekar sérstakt að á meðan einn formaður í stjórnarandstöðuflokki hvetur fólk til að halda ró sinni, þá stígur annar fram með þá yfirlýsingu að staðan sé svartari en hann hefði gert ráð fyrir.
Það finnst mér ekki hvetja til rósemi hjá fólki. Enda Guðni lengi verið talinn sérstakur...
![]() |
Skýrist á næstu klukkustundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 20:08
Desperate times...
Greinilegt að frú Palin er orðin örvæntingarfull. Nú skal grafa djúpt í vopnakistuna, jafnvel finna vopnin sem teljast ekki mannsæmandi, og nota þau af fullum krafti.
Skyldi vera að nú þegar hún er búin að vera í sviðsljósinu í nokkrar vikur og er strax farin að falla í áliti þá séu Repúblikanir orðnir efins um að hún sé það leynivopn sem gert hafði verið ráð fyrir ?
![]() |
Palin ræðst á Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 20:03
Hólmsteinninn í stuði
Hálf pínlegt að horfa á Hannes Hólmstein í föstudagsspjallinu í Kastljósinu. Hann er m.a. að reyna að verja Davíð Oddsson og segir þorra þjóðarinnar treysta honum mjög vel. Einmitt.
Svo er hann dónaskapurinn uppmálaður við Helga Seljan fréttamann (enda gat Helgi nú ekki annað en skellt upp úr nokkrum sinnum í spjallinu, greinilega gáttaður á Hannesi). Hann sleppti því t.d. ítrekað að svara spurningum, talaði niður til hans og svo þegar Helgi var að koma með spurningar inn í tal Hannesar (eins og nær allir fréttamenn gera í samtölum sem þessum), þá ítrekað beindi hann spurningum Helga burt með þeim orðum að hann hlyti að fá að klára mál sitt - klára þá eitthvað sem hann varð að koma á framfæri, eitthvað sem enginn vildi vita og hvað þá var búinn að spyrja um.
Svo klikkti hann út með því að spyrja Helga : ,,Ertu ekki sammála mér?," þegar hann hafði lokið einni af einræðum sínum um einn þátt þessa stóra bankamáls. Mjög eðlilegt að spyrja fréttamanninn hvort hann sé ekki sammála manni þegar hann er ekki í stöðu til að lýsa skoðun sinni.
Þetta var í versta falli vandræðalegt fyrir Hannes, en lýsir honum að ég held ágætlega. Hrokinn skein allavega í gegn.
![]() |
Boðar aðgerðir til að auka lausafé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar