Rökrétt og góð ákvörðun

Þetta er mjög rökrétt og góð ákvörðun að semja við Guðmund áfram, ásamt því að halda Óskari Bjarna sem aðstoðarþjálfara.

Guðmundur er þekktur fyrir að gefa allt sitt í starfið og ég efast ekki um að hann muni gera það áfram. Ég er í engum vafa um að þetta sé besta ákvörðunin sem hægt var að taka með þetta í huga og vonandi verður áframhald á góðum árangri undir stjórn Guðmundar. Markmiðið hlýtur að tryggja sig inn á stórmótin og menn mega ekki gleyma að það er síður en svo sjálfgefið.


mbl.is Guðmundur samdi til ársins 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Var að hlusta á útvarpið í gær og þar var létt spurningakeppni í gangi.

Útvarpsmaðurinn : Frá hvaða landi er Arnold Schwarzenegger upphaflega ?

Konan : Kaliforníu !

Veeeeeel gert !


Surprise !

Verð að segja að þetta kemur mér verulega á óvart. Sá fyrsta leikinn í mótinu hjá Stjörnuliðinu en þá léku þær gegn Haukum. Þær unnu þann leik og unnu svo líka Valsstúlkur en þetta voru liðin sem spáð var næstu sætum á eftir Stjörnunni í Íslandsmótinu.

Eftir leikinn gegn Haukum tók ég smá viðtal við hann og þar talaði hann einmitt mikið um þessar væntingar frá fjölmiðlum og sagði að ekki mætti gleyma hversu margir sterkir leikmenn hefðu yfirgefið liðið síðustu ár. Þá virtist hann hins vegar ekki á þeim buxunum að hætta og talaði um að hann hefði bara verið nokkuð ánægður með leik sinna stúlkna. Annað hljóð komið í hann núna og maður veltir fyrir sér hvort eitthvað annað og meira búi að baki.

Spurning hvort pressan hafi eitthvað verið að fara með hann ? Efa það stórlega því þarna fer mjög reyndur og hæfur þjálfari - klárlega eftirsjá fyrir Stjörnuliðið.


mbl.is Ragnar er hættur: Árangur Stjörnunnar undir væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spútnikliðið ?

Spurning hvort Aston Villa verður spútniklið vetrarins í enska boltanum ? Þeir hafa allavega ansi skemmtilegan hóp í höndunum, öflugan þjálfara og ef það er einhvern tíman líklegt að lið ógni hinum fjórum stóru í baráttunni um efstu sætin þá held ég að það sé í ár.

Þar eru reyndar fleiri lið en Aston Villa sem koma til greina, en þeir verða að teljast líklegir...


mbl.is FH-banarnir komnir í riðlakeppnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með Davíð og Þorgerður hvað !

Menn keppast við að hrósa Þorgerði hér í færslum. Þó það nú væri að hún segi seðlabankastjóra til syndanna vegna hegðunar hans undanfarið. Ekki þorir Geir því þannig að einhver verður að segja honum að seðlabankastjóri á að stjórna seðlabankanum og engu öðru. Menn verða að hafa smá bein í nefinu og það er allavega margsannað að það hefur forsætisráðherra ekki.

Annars er auðvitað djók hvernig er búið að hugsa þetta embætti seðlabankastjóra undanfarin ár. Það hefur verið bitlingur fyrir stjórnmálamenn sem eru að hægja ferðina og auðvitað finnst þeim ennþá að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja. Fyrrum seðlabankastjórar hafa látið sér nægja að hafa þessar pólitísku hugmyndir hjá sjálfum sér, eða það hefur allavega verið raunin í flestum tilfellum. En Davíð á engan sinn líka, sem eflaust er ágætt. Starf seðlabankastjóra á auðvitað bara að auglýsa og ráða þar hæfasta einstaklinginn.

Ummæli Davíðs undanfarna daga dæma sig auðvitað sjálf. Hann ætti að hafa vita á því að halda munninum sínum lokuðum og því næst segja upp sem seðlabankastjóri þar sem hann er gjörsamlega vanhæfur í því starfi. Seðlabankastjóri á að vinna samkvæmt peningastefnu ríkisstjórnar en ekki gera tilraunir til að stjórna ríkisstjórninni. Þegar seðlabankastjóri gerir slíkar tilraunir og forsætisráðherran er gjörsamlega meðvitundarlaus í sínu starfi þá getur það ekki endað nema illa.

Svo er náttúrulega spurning af hverju í ósköpunum það lítur þannig út að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn í ríkisstjórn þegar þetta Glitnismál varðar. Samfylkingin hefur verið gjörsamlega ósýnileg í þessu máli, fyrir utan einstaka komment frá þingmönnum, og það er auðvitað mjög sérstakt.


mbl.is Seðlabankastjóri þekki sinn stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta málið ?

Tek það fram að þetta er samsæriskenning sem hafði verið sett inn á eitt af hinum mörgu spjallborðum sem loga stafna á milli vegna Glitnismálsins. Fannst hún áhugaverð og ákvað að setja hana inn : 

Landsbankinn fær Glitni mjög fljótlega, líklega í næstu viku. Ríkið kom með svona mikið fé (í því samhengi að einhverjir töldu minni upphæðir duga) í bankann svo það þyrfti ekki að leggja fram meira þegar Glitnir myndi sameinast Landsbankanum. Þá lítur það þannig út að Landsbankinn þurfi ekki hjálp.

Þeir gátu ekki látið Glitni fara á hausinn því þá hefði Landsbankinn tapað umtalsverðum upphæðum í lánatryggingum sem þeir eiga hjá Jóni Ásgeiri og co.

Landsbankinn fær því skuldirnar greiddar auk þess að fá Glitni og miklar upphæðir í Evrum.

Getur verið að forsætisráðherra, seðlabankastjóri og co. séu alveg búnir að plana þetta til hins ítrasta ?


"Já, og svo verður dóttir þín að gifta sig"

John Mccain : Sara mín, þú verður að gera þetta af aðeins meiri alvöru. Vertu nú bara málefnaleg og reyndu bara að vera þú sjálf.

Sara Palin : Já, ég verð að reyna það.

John McCain : Já, og svo verður hún dóttir þín auðvitað að gifta sig. Við töpum allt of miklum atkvæðum hjá þessari blessuðu þjóð okkar ef hún ætlar að eignast þetta barn sitt án þess að vera gift. Þú veist auðvitað að ef stelpa verður ólétt þá VERÐUR hún að gifta sig. Alveg sama hvað. Það er það eina rétta í stöðunni. Þá líka aukast vinsældir þínar hjá íhaldssömu kjósendunum. Æ þú veist þessum sem þola ekki hommana og eru algjörlega á móti fóstureyðingum, sama hvaða ástæður liggja að baki.

Sara : Já, það er rétt hjá þér.

Gæti ímyndað mér að svona væri típískt samtal hjá þeim þessa dagana.


mbl.is Dregur úr vinsældum Palin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun !

Ákvað að skipta um skoðanakönnun þar sem hin var búin að lifa ansi lengi. Flestir lesendur spáðu Keflavík Íslandsmeistaratitilnum og næst flestir áttu von á sigri FH. Ekki fjarri lagi...

Endilega gefið svar í nýju könnuninni, verður spennandi að sjá...


Táknrænt

Er þessi mynd hér fyrir neðan ekki nokkuð táknræn þegar við horfum til þess hverjir fara með völdin í landinu, að minnsta kosti hvað peningamálin varðar. Davíð Oddsson og Seðlabankinn í ökumannssætinu en Geir Haarde, meðvitundarlausi forsætisráðherrann, í farþegasætinu og fylgir bara með án þess að ráða förinni.

Svo er nú fjármálaráðherrann nú bara í barnabílstólnum og Samfylkingin virðist engu fá að ráða.

 

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, eftir fund um Glitni í gærkvöldi.<br><em>mbl.is/Golli</em>


mbl.is Geta treyst styrk Glitnis áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn í vinnuna

Þá er maður mættur aftur í vinnuna eftir tveggja vikna fæðingarorlof. Agalega gott að vera heima með litla kút en það er líka ágætt að vera komin aftur í skólann - þó svo að maður hefði auðvitað viljað vera lengur heima.

Svo fer að líða að því að drengurinn fær nafn...Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband