Diving !

Nú skilaði "dívan" hvorki meira né minna en vítaspyrnu og marki. Það þarf enginn að segja manni annað að hann hafi ekki getað staðið þetta af sér.

Honum til varnar er þetta auðvitað klafs við varnarmanninn sem fer í boltann, en svo sýnist manni hann nú bara hoppa upp og detta í jörðina. Ce la vie !


Koma svo !

Spennan magnast og byrjunarliðið klárt. Þetta er nú eins og maður átti von á, óvissan var helst með Hólmfríði hvort hún yrði klár í slaginn. Það er gott að hún er tilbúin því hún er auðvitað lykilmaður í liðinu.

Þá er bara að vonast eftir góðum úrslitum og senda góða strauma út til Fransríkis. ÁFRAM ÍSLAND !


mbl.is Byrjunarlið Íslands sem mætir Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um þjóðhátíð, já þjóðhátíð...

Einn af óþolandi fylgifiskum Þjóðhátíðar er hækkun verðskrár yfir hátíðina hjá þeim sem veita þjónustu í kringum hana. Þetta hefur oft verið umfjöllunarefni heima í Eyjum og sitt sýnist hverjum.

Nú var ég að skoða heimasíðu Flugfélags Vestmannaeyja. Þar kemur fram að flug til Eyja og til baka á Bakka kosti 6000 krónur, en flug aðra leiðina kostar 3000. Svo fór ég að skoða gamlar fréttir og þar var m.a. frétt um bókanir fyrir flug á Þjóðhátíð. Þar kom fram að flug aðra leið yfir Þjóðhátíð kostaði 6900, en báðar leiðir 9900 !

Er þetta eðlilegt ? Svona lagað fer álíka mikið í taugarnar á mér og þegar maður getur ekki notað inneignir eða gjafabréf á útsölum. Hversu fáránlegt er það ?


Ronaldo kominn aftur, með öllu...

Gleðiefni fyrir Man United að þessi frábæri knattspyrnumaður sé kominn aftur eftir meiðslin.

Hann hefur eflaust engu gleymt. Ekki einu sinni því hvernig á að henda sér niður í grasið án þess að vera snertur - hann gleymir því eflaust aldrei.

Hann sýndi einmitt glæsileg tilþrif í þeirri "listgrein" í leiknum gegn Chelsea.


Gaupi flottur

"Hann er algjörlega baneitraður. Hreinlega lyfseðilsskyldur!"

Gaupi um John Carew í lýsingunni á A.Villa - West Brom


Syngjandi býfluga

Íslenska er fallegt tungumál sem við Íslendingar megum og eigum að vera stolt af. Það fer þess vegna ansi mikið í taugarnar á mér þegar verið er að troða enskum orðum inn í málið algjörlega að óþörfu.

Nú auglýsir Skjár Einn til dæmis nýjasta þáttinn inn sem nefnist "Singing bee". Af hverju er ekki hægt að láta þennan þátt hafa íslenskt nafn. Það getur auðvitað verið að vegna réttindamála að þátturinn verði að hafa upprunalega heitið.

En væri ekki miklu skemmtilegra að heyra auglýsingu um "Söngfuglinn" eða eitthvað álíka...?


Vúúúúhúúúúú !!!

Ég er að fara á Anfield Road í nóvember. Það er bara ekkert flóknara en svo...

Engin önnur leið ?

Slæm ákvörðun skólameistara að mínu mati, og það er ekki vegna þess að ég styð fyllerí menntaskólanema undir lögaldri. Skólayfirvöld og nemendur í sameiningu hljóta að geta skipulagt og framkvæmt ferðalag undir nafni skólans án þess að allt fari úr böndunum.

Það er mjög mikilvægt að krakkarnir fái tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt saman, án áfengis, og það hlýtur að vera eitt af hlutverkum skólans að stuðla að því að það sé gert. Menntaskólinn á Ísafirði er langt frá því að vera stærsti framhaldsskóli landsins og ég veit um aðra stærri skóla sem standa að ferðum líkum þessari þar sem allt fer vel fram. Mér finnst þessi ákvörðun bera vott af metnaðarleysi skólayfirvalda.

Auðvitað á skólinn að standa fastur á því að í ferðum á vegum skólans sé ekki haft áfengi um hönd. En að taka ferðina alfarið af nemendum er ekki rétta leiðin að mínu mati og skólayfirvöld hljóta að geta fundið aðra leið sem allir eru sáttir við.


mbl.is Hætt við óvissuferð vegna slæms orðspors nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt af nýjum myndum !

Það eru komnar margar nýjar myndir inni á síðunni minni á Barnalandi !

 Myndir heima   Vikur 4 6 153

Endilega kíktu ! Smile


Það fyndnasta...

í sjónvarpinu þessar vikurnar er án efa 30 Rock. Hrikalega skemmtilegir þættir með sæmilega svörtum húmor og óborganlegum karakterum.

Mæli með þeim !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband