12.9.2008 | 20:49
Á meðal þeirra bestu á ný !
Frábært ! ÍBV er komið á sinn stað á ný og spilar á meðal þeirra efstu á næsta ári.
Til hamingju strákar og til hamingju Heimir
![]() |
Stjarnan vann og Selfoss tapaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 14:12
Geir Hilmar, Ingibjörg, dýralæknirinn og ljósmæður
Var að hlusta á Bylgjuna áðan og þá sögðu þeir að spurning dagsins á Vísi.is væri hvort skortur væri á leiðtogum í íslenskri pólitík. Ég held allavega að Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra sé búinn að sýna það og sanna að hann sé enginn foringi. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og sundurleitur kindahópur í hverju málinu á fætur öðru og aldrei tekur Geir af skarið. Þó svo að Davíð Oddsson hafi verið umdeildur hrokagikkur sem talaði niður til andstæðinga sinna, þá er erfitt að halda öðru fram en að hann hafi verið fæddur forystumaður.
Hvað mál ljósmæðra varðar þá er ríkisstjórnin auðvitað að gera í brækurnar með dýralækninn Árna Mathiesen í fararbroddi og það er ekki í fyrsta skipti sem hann tekur illa á málum. Ef það er eina ráð dýralæknisins eftir þessi verkföll ljósmæðra að fara í mál við þær vegna ólögmætra uppsagna, þegar uppsagnirnar eru tveggja mánaða gamlar, þá er greinilega ekki mikið í pokahorninu hjá honum.
Ef Samfylkingin hefur komið því inn í stjórnarsáttmálan að gera ætti betur við kvennastéttir eins og ljósmæður þá þarf líka flokkurinn að standa fastur á sínu. Það þýðir lítið að koma í fjölmiðla og segja "Ekki benda á mig" - það er ekki það sem fólkið vill heyra. Ingibjörg Sólrún ætti nú að vita það. Það þarf aðgerðir og það strax því íslenska þjóðin má ekki við því að fagstétt eins og ljósmæður geti ekki unnið sína vinnu vegna lélegra launa.
![]() |
Gæti leitt til stigmögnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 14:04
Og ég er að fara !
Það verður sko ekki leiðinlegt að hlusta á perlurnar sem þessi snillingur gerði ódauðlegar. Strax farinn að hlakka til !
![]() |
Nánst uppselt á aukatónleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 08:54
Landsleikur
Fór á landsleikinn í gær fyrir Fréttablaðið. Var í því að taka viðtöl við landsliðsmennina eftir leikinn og það var alveg helvíti gaman. Tók viðtal við Hemma Hreiðars, Stefán Gísla, Emil Hallfreðs, James McFadden og svo síðast en ekki síst þá talaði ég við leikmann Manchester United, Darren Fletcher.
Ansi gaman að komast í návígi við þessa kalla og afraksturinn getið þið séð í Fréttablaðinu í dag ásamt ítarlegri umfjöllun Henry Birgis um leikinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 09:04
Klukkaður !
Já ég var víst klukkaður af henni Rögnu. Ég ætla að klukka Guðnýju systir, Andra Ólafs, Ingibjörgu Hinriks og Svenna Þórðar
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Fiskvinnsla.
Knattspyrnuþjálfun.
Kennsla.
Sláttur.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Forrest Gump.
Face Off.
Notting hill.
Godfather 1 og 2.
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Hafnarfjörður
Kópavogur
Vestmannaeyjar
Malmö í Svíþjóð
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends.
CSI.
Law and Order - SVU.
House.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Holland.
Costa Del Sol.
Lanzarote.
Portúgal.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
visir.is
fotbolti.net
eyjafrettir.is
mbl.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Allt með kjúklingi
Lambalæri.
Kínversur matur.
Jólamaturinn.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Íslensk knattspyrna bækurnar.
Spor í myrkri.
Símaskráin..
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Guðný systir.
Andri Ólafs.
Ingibjörg Hinriks.
Svenni Þórðar.
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna :
New York að skoða mig um.
Lanzarote í útskriftarferðinni.
Heima með stráknum mínum.
Anfield Road á Liverpool leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2008 | 15:42
Að loka á sér munninum
Held að þau bæði mættu loka á sér munninum svona eins og af og til, allavega gera tilraun til þess.
Allir sem þekkja eitthvað til Árna Johnsen vita að þar fer maður sem segir oftast eitthvað skelfilegt þegar hann tjáir sig opinberlega. Auk þess held ég að á stundum mætti Agnes loka munninum á sér líka, því oft á tíðum er þetta óttalegt tuð og tíst frá henni sem ekki er hlustandi á.
![]() |
Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 10:26
Ekki bara sigur...
...heldur kom Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður inná í hálfleik en hún sleit hásin þann 1.apríl og hefur verið í endurhæfingu síðan þá. Frábært að fá hana til baka, bæði fyrir Valsliðið og svo fyrir landsliðið líka. Reyndar tók Þóra Helgadóttir fram landsliðshanskana á nýjan leik eftir að Guðbjörg meiddist þannig að þær eru nú ágætlega staddar.
Já og auðvitað frábært fyrir Guðbjörgu sjálfa að vera komin til baka svo skömmu eftir þetta alvarleg meiðsli.
![]() |
Lauflétt hjá Val sem fer í milliriðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 15:07
Kaldar kveðjur
Maður var nú ansi hissa þegar maður las fréttir þess efnis að Hyypia væri ekki í Meistaradeildarhóp Liverpool manna. Ansi kaldar kveðjur finnst manni, til leikmanns sem hefur spilað og gefið allt sitt til félagsins í fjölda ára.
En reglur UEFA ráða hér mestu og þar skipta hæfileikar greinilega ekki miklu máli, því hæfileikaminni leikmenn sem leika sömu stöðu og Hyypia eru valdir - einungis vegna þess að þeir voru aldir upp hjá Liverpool eða öðru félagi á Englandi.
Maður skilur svosem alveg punktinn sem UEFA er að setja með þessu, en vorkennir Hyypia ansi mikið í leiðinni.
![]() |
Hyypia ekki í Meistaradeildarhópnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2008 | 12:55
Samfylking !
Nú myndi ég vilja að minn flokkur léti til sín taka, þetta er mál sem jafnaðarmannaflokkur á ekki að láta óátalið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í gegnum árin að honum er nokk sama um umönnunarstéttir landsins og Samfylkingin á að stíga fram og sýna að þeim er ekki sama.
Ingibjörg Sólrún - koma svo !
![]() |
Fjölmenni á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2008 | 23:21
Sonurinn grét...
...allan tímann sem fréttin um verkfall ljósmæðra var í fréttum á RÚV. Greinilegur stuðningur í verki hjá honum enda leiðinleg staða komin upp á sjúkrahúsum landsins.
Pabbinn bara ánægður með stráksa að sýna svona afdráttarlausan stuðning við ljósurnar
![]() |
Mikið álag á starfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.9.2008 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 933
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar