Ríkisstjórnin og umönnunarstéttir

Það hefur í fjölda ára verið vandamál á Íslandi að menn bera ekki nægilega virðingu fyrir umönnunarstéttum á Íslandi. Endurspeglast það meðal annars í launum fólks í umönnunarstörfum. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraliðar o.s.frv. Í mörgum öðrum löndum er einmitt lögð áhersla á að halda sérfræðifólki í þessum störfum og menn þar gera sér grein fyrir því að besta leiðin til þess er að hafa launin almennileg. Menn hafa ekki ennþá áttað sig á því.

Ég kenni í brjósti um þær konur sem þurfa á þjónustu ljósmæðra að halda á meðan á verkfalli stendur og fá hana ekki. En ég áfellist ekki ljósmæðurnar. Ég styð þær heilshugar og vona að þær fái sínu framgengt og það sem fyrst !

Svo gæti ég skrifað heila tímaritsgrein um virðingu sums fólks fyrir kennarastéttinni, fylgist spennt með !


mbl.is Stefnir í verkfall ljósmæðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til allra Sjálfstæðismanna !

Nú ættu allir Sjálfstæðismenn að hugsa sinn gang, því nú hefur ein staða losnað. Það þýðir held ég lítið fyrir fólk að sækja um, nema þeir hafi flokkskírteinið réttu megin.


mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós til FH

Þó svo að Heimir Guðjóns hafi eflaust ætlað sér meira en að vera dottinn út úr bikar og að vera í 2. sæti deildarinnar á þessum tímapunkti þá getur hann verið ánægður með þetta. Sterkt að ná jafntefli á Villa Park.
mbl.is Aston Villa og FH skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis forgangsröðun !

Jahá ! Finnst engum öðrum það fáránlegt að nýr meirihluti hafi þetta mál efst á sínum forgangslista ?

Jesús Pétur, maður hefði nú haldið að það væri önnur mikilvægari mál að taka á heldur en þetta.


mbl.is Nektardans á Óðali og Vegas heimilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fótboltinn hættir að snúast um fótbolta...

Nú lítur margt út fyrir það, að ÍBV spili í efstu deild knattspyrnu karla á næsta ári. Það er vel enda félag sem á heima þar á mínu mati. Nú lítur hins vegar út fyrir að ÍBV fái ekki að leika heimaleiki sína í Vestmannaeyjum á næsta ári, þar sem á Hásteinsvelli er ekki stúka fyrir 700 manns. Leyfiskerfi KSÍ gerir ráð fyrir að öll lið í efstu deild verði að hafa stúku fyrir a.m.k. 700 manns og þar af þak fyrir 300 og sú stúka er ekki til staðar núna heima í Eyjum.

Verið er að hefjast handa við að byggja knattspyrnuhús í Eyjum á næstunni sem er vel og löngu tímabært. Bærinn og íþróttafélagið eru að setja mikið fé í þá bygginu og í sameiningu var sett á oddinn að bæta æfingaaðstöðu yfir vetrartímann og þar með hugsa um ungu kynslóðina og íþróttafólkið sem spilar íþróttina - í stað þess að setja það í forgang að byggja stúku fyrir áhorfendur. Skiljanleg afstaða og eðlilegt að taka tillit til þeirrar forgangsröðunar.

Fyrir lítið bæjarfélag, eins og Vestmannaeyjar eru á mælikvarða bæjarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu, þá er ómögulegt að kasta nokkur hundruð milljónum í knattspyrnuhús og finna svo til aðra risa upphæð í stúkubyggingu líka. Það kæmust nærri 18% íbúa Vestmannaeyja í 700 manna stúku og mér finnst það verði svolítið að horfa til fleiri hluta en bara þeirra reglna sem standa á blaði hjá Hr. Geir Þorsteinssyni KR-ingi (sem hugsar einna helst um aðstöðu fyrir kampavínið sitt í VIP stúkunni á Laugardalsvellinum, ekki er allavega mikið spáð í að hafa völlinn þannig að stemmning myndist). Ef 18% íbúa Kópavogs ætluðu á leik hjá Breiðablik þyrfti að vera stúka sem rúmaði ca 5400 manns. Stúka sem liðin í Kópavogi hefðu litla þörf fyrir.

Vissulega hafa þessar reglur verið ljósar í nokkur misseri og tími hefur verið til að byggja stúku. En þá komum við aftur að þessu með stærð bæjarfélagsins. Það er hreint ekki auðvelt fyrir lítið bæjarfélag (sem hugsar stórt) að ætla sér að ráðast í stórar framkvæmdir sem fresta öðrum mikilvægari. Stúkubygging við knattspyrnuvöll er væntanlega ekki efst á forgangslistanum hjá fátæku bæjarfélag (eins og Vestmannaeyja bær hefur verið síðustu ár), þegar vantar t.d. nýjan leikskóla. Ef lítil bæjarfélög fá ekki tækifæri til að hugsa stórt, þá verða þau að eilífu lítil og fá lítinn möguleika á að vaxa.

Ég vona að KSÍ skoði málið aðeins betur útfrá sjónarhorni fótboltans. Ætla má að þessar reglur varðandi stúkuna séu settar með hagsmuni áhorfenda í huga og er það vel. Það þjónar hins vegar ekki hagsmunum stuðningsmanna ÍBV að leyfa þeim ekki að njóta heimaleikja síns félags á eigin heimavelli.

Er mikilvægara að aðstaða fyrir áhorfendur íþróttarinnar sé betri, heldur en aðstaðan til að stunda íþróttina sjálfa ? Ef stjórnarmeðlimir KSÍ svara þessu játandi, þá held ég að þeir séu ekki á réttri hillu. Ég hugsa að allir stuðningsmenn ÍBV vilji frekar sjá heimaleikina undir berum himni í Eyjum, heldur en hlusta á bergmálið í stúkunni á Laugardalsvelli þegar "heimaleikirnir" félagsins verða spilaðir þar. Samt finnst KSÍ mikilvægara að ákveða á hinn veginn, fyrir hönd stuðningsmannanna.

ÁFRAM ÍBV - alltaf, alls staðar á heimavelli og "heimavelli".


Að skora

Fréttamaður : "Þú skoraðir í kvöld Sigurbjörn, þú gerir það nú ekki á hverjum degi?"

Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals í knattspyrnu : "Nei það er rétt, eða jú reyndar skora ég á hverjum degi. Bara ekki í Landsbankadeildinni."


Þjóðarstoltið !

Strákarnir eru stolt okkar og sómi. Búnir að vera hreint frábærir á öllu mótinu og eiga silfrið svo sannarlega skilið, jafnvel meira til. Nú er vonandi að þjóðin taki vel á móti þeim þegar þeir koma aftur heim.

ÁFRAM ÍSLAND !


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er...

að búa í sveit ! Þá getur maður lent í því að fá mink inn á lóðina hjá manni...
mbl.is Minkur skoðar menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónar á netinu

Til eru margir sem eru dónalegir. Sumir eru það einfaldlega að eðlisfari, aðrir missa sig í skamma stund en eru svo ljúfir sem lamb þess á milli og svo eru sumir internet dónar. Internet dónar eru því miður of algengir nú til dags. Margir þeirra fela sig á bakvið tölvuskjáinn og skrifa hluti við fólk sem þeir þurfa aldrei að mæta augliti til auglits. Sérstaklega fer í taugarnar á þeim ef fólk er ekki sammála þeirra skoðunum, þá fer allt fjandans til. Þegar dónaskapurinn er svo hættur að beinast að viðfangsefninu heldur að persónunni sem gagnrýndi þá er nú fokið í flest skjól finnst mér.

Þegar hroki bætist svo við þá er ekki von á góðu. Að líta niður til annarrar manneskju, haldandi að maður sé mikið mun merkilegri er löstur sem fer einna mest í taugarnar á mér í fari fólks.

Endilega smellið hér, skoðið kommentin við bloggfærsluna og endilega kommentið hvort þetta sé dæmi um týpískan internet-dónaskap ?


Mjög eðlilegt

Þetta er mjög eðlilegt alveg hreint. Hún segist vilja fá sannan vin sem mun reynast henni vel og mun ekki stinga hana í bakið. Mjög líklegt að hún finni hann í hópi fólks sem sækist einungis eftir athyglini í sjónvarpinu. Mjög líklegt.

Ég allavega á það mikið af góðum vinum að ég hugsa að ég sleppi því að sækja um...


mbl.is París Hilton í vinaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband