22.5.2008 | 11:41
Man Utd - Chelsea
Svakalegur leikur sem liðin buðu uppá í gær og stóðu United menn uppi sem sigurvegarar, líklega sanngjarnt ef þú horfir á tímabilið í heild sinni en miðað við frammistöðuna í gær þá voru Chelsea sterkari - voru betri 65-70% af leiknum en náðu einfaldlega ekki að skapa sér nógu mikið, miðað við t.d. yfirburði þeirra í seinni hálfleik þar sem Man Utd voru einfaldlega slakir.
Svo var það auðvitað þáttur Drogba sem vóg þungt. Ekki mikið vit í kollinum á þeim manni. Annars er það óheyrilega ósanngjarnt að Terry skuli vera annar þeirra sem klúðrar víti fyrir Chelsea og veldur því að Chelsea tapar, svipað ósanngjarnt og það hefði verið ef Ronaldo hefði verið aðilinn sem hefði valdið tapi Man U - eins og það leit út fyrir að raunin yrði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2008 | 11:35
Stormsker og Lókurinn
![]() |
Stormsker hitar upp fyrir Logan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 13:37
Svona fór það...
Skrambans ! Mínir menn duttu út í nótt eftir að hafa fengið kjörið tækifæri til að slá núverandi meistara út, og það á heimavelli í oddaleik. Tækifærið gerist varla betra en það.
Þar með er öskubuskuævintýrið á enda en Byron Scott, Chris Paul og félagar mega vel við una eftir gott tímabil. Svo er bara að stíga skrefinu lengra næsta vetur.
Get trúað að Atli Yo félagi minn sé sáttur með sína menn núna !
![]() |
Spurs lagði New Orleans á útivelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2008 | 20:06
Jet Black Joe
Páll Rósinkranz og félagar hans í Jet Black Joe stóðu sig heldur betur á tónleikunum í Laugardalshöllinni í gær. Voru ótrúlega þéttir og prógrammið þeirra var virkilega flott - og Gospelkór Reykjavíkur flottur með þeim.
Svo voru það þrír Eyjamenn sem sáu um að hita upp og gerðu af stakri prýði. Ekki slæmt það.
5 stjörnur takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 14:00
Hvað er jafnréttisgrundvöllur ?
Pistorius talar um að hann eigi skilið að keppa við ófatlaða á jafnréttisgrundvelli. En er þetta jafnréttisgrundvöllur, að hann með þessa fætur keppi við ófatlaða ? Spyr sá sem ekki veit...
Það hlýtur allavega að vera búið að kenna þetta vel, þannig að hann fái nú ekki ósanngjarnt forskot.
![]() |
Pistorius gæti keppt á ólympíuleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 22:39
Hverjir vilja...
hafa fólk sem veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga sem stjórnendur í málefnum borgarinnar ?
Þó svo að kannanir líkt og þessi segi aldrei alla söguna þá hljóta þær að hafa eitthvað á bakvið sig. Og hafa ber í huga að þessi könnun er gerð fyrir um mánuði síðan (samkvæmt því sem ég heyrði) og þá voru málefni Jakobs Frímanns og mál varðandi Fríkirkjuveg 11 ekki í hámæli.
Það er allavega nokkuð ljóst að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér eitthvað í kosningunum eftir tæp tvö ár þá þurfa þeir eitthvað að stokka upp í sínum röðum. Ef þeir gera það ekki þá er ljóst að fleiri skrýtin mál eiga eftir að líta dagsins ljós. Sem er auðvitað slæmt fyrir borgina en gæti komið sér vel ef Sjálfstæðisflokkurinn nær svo ekki góðu kjöri í næstu kosningum.
Hvað varðar málefni Jakobs Frímanns þá er það mál auðvitað hreint ótrúlegt. Ég hef að minnsta kosti ekki vitað til þess að óbreyttur starfsmaður miðborgarmála komi fram í fjölmiðlum og drulli yfir forystumanns minnihlutans. Það hlýtur að vera einsdæmi.
Nú segja eflaust einhverjir eitthvað þar sem þessi maður var jú í Samfylkingunni en staðreyndin er einfaldlega sú að ég hef aldrei hlaðið þennan mann einhverju lofi. Mér hefur alltaf fundist eins og hann sé einn á báti þegar pólitík er annars vegar. Sitt eigið eyland. Og nú hefur hann Ólaf F sér við hlið til halds og trausts.
Aldeils teymi það...
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 12:49
Ég skal...
Ég get nú alveg auglýst enhverja flotta skó, enda löngum verið sagt um mig að ég hafi einstaklega glæsilega fætur að ekki sé nú talað um limaburðin.
Ég bíð þá bara eftir að Nike, Puma eða Adidas hringi og bjóði mér 20 milljónir dollara.
Já sæll...
![]() |
Hamilton fær 20 milljónir dollara fyrir að auglýsa skó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 14:06
Sónarmynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 10:39
Fæðing í Eyjum ?
Nýdönsk í Eyjum um Verslunarmannahelgi = fæðing í Eyjum um Verslunarmannahelgi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2008 | 13:33
Af hverju...
...þarf bara stundum að auglýsa störf ? Samkvæmt reglum borgarinnar á að auglýsa öll störf sem er ráðið í til 1 árs eða meira. Þetta er þannig starf. Samt er ekki auglýst. Ekki nóg með það, heldur fær viðkomandi aðili mun hærri laun en tíðkast í sambærilegum störfum innan borgarinnar.
Einnig er ansi skrýtið að sami maður sé bæði formaður hverfaráðs miðborgar og einnig verkefnastjóri miðborgarmála ? Sumir sem hafa bloggað um þessa frétt hafa spurt hvort þessi ráðning sé ekki sambærileg við ráðningu Guðmunds Steingrímssonar sem aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar þegar hann var borgarstjóri. Svo er auðvitað ekki þar sem nýr borgarstjóri, Ólafur F Magnússon, hefur þegar ráðið sér aðstoðarmann og Jakob Frímann hefur ekki starfsheitið aðstoðarmaður borgarstjóra - þó svo að hann virðist eiga að sinna einhverjum "aðstoðarmanna-störfum" fyrir borgarstjóra.
Þetta er allavega skítafnykur af þessu máli. Það er allavega vert að taka til í málefnum miðborgarinnar en ekki veit ég nú hvort Jakob Frímann sé rétti maðurinn í það, eða jafnvel hvort þessi meirihluti sé sá rétti til að gera það. ´
Ég leyfi mér að efast...
![]() |
Óánægja vegna launakjara Jakobs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1033
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar