Færsluflokkur: Bloggar

Síðan hjá litla

Við erum búin að búa til síðu á Barnalandi fyrir ykkur öll að skoða sem viljið.

Smellið hér til að komast á síðuna


Nýjar myndir

Setti inn fullt af nýjum myndum í gær. Já maður finnur sér tíma til að gera svona hluti þegar allir eru uppteknir við eitthvað annað.

Annars er það helst að frétta að dregið hefur til tíðinda í barnamálum og lítur út fyrir að sá stutti láti sjá sig innan skamms.

Meira um það um leið og fréttir berast...


Að pína sjálfan sig

Já ég er svo sannarlega að pína sjálfan mig. Hvet vini mína til að hringja í mig og leyfa mér að heyra stemmninguna í Dalnum og í leiðinni færi ég sjálfan mig í huganum nær Dalnum - þó svo að líkami og sál sé ekkert á leiðinni á Þjóðhátíð, nema þá á næsta ári.

Svo þegar ég lít á klukkuna þá sé ég að líða fer að brenunni í Herjólfsdal. Ég verð að láta mér duga myndir í tölvunni. Svo verð ég líklega að fara á fætur í fyrramálið þegar flestir vinir og kunningjar verða ennþá að skemmta sér í Herjólfsdal, líkt og gera skal á Þjóðhátíð !

Það er nokkuð ljóst að ég er lifandi dæmi þess að skipuleggja skal barneignir með Þjóðhátíð í huga ef þú ert Vestmannaeyingur og aðdáandi Þjóðhátíð.

Þjóðhátíð 2009 - it better be good - og það er eins gott að þið sem eruð núna farið öll aftur !


Samt vantar mig !

Já met í aðsókn á hina frábæru Þjóðhátíð, en samt verður enginn Smári Jökull á svæðinu og það er einungis í annað skipti sem það gerist frá fæðingu. Verður bara enn betra á næsta ári, það er víst !

Mér finnst alltaf frekar fyndið þegar fólk fussar og sveiar yfir Þjóðhátíð. Hvað fólk vilji með þessa fjandans fylleríssamkomu og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta fólk þekkir greinilega ekki Þjóðhátíð nógu vel.

Þrátt fyrir að hafa verið mest sótta hátíðin í fjölda ára þá hafa ekki komið upp mörg alvarleg mál þar síðustu hátíðir, en auðvitað er eitt slíkt mál einu máli of mikið. Gæslan á Þjóðhátíð er, og hefur verið til mikillar fyrirmyndar og í Þjóðhátíðarnefnd eru menn sem stjórna og vita algjörlega hvað þeir eru að gera. Auk þess hefur reynslan verið sú að þegar haldnar hafa verið hátíðir eins og Eldborg, Uxinn o.s.frv. þá fer "sukk-liðið" þangað en rjóminn kemur til Eyja - til að skemmta sér og öðrum.

Vissulega er mikið af áfengi á ferðinni og einhverjir sem alltaf setja svartan blett á aðra, en ég fullyrði að hvergi annars staðar á Íslandi væri hægt að halda sambærilega hátíð og Þjóðhátíð, jafn vel og gert er heima í Eyjum. Reyndar er engin sambærileg hátíð og Þjóðhátíð, en anyways...

Ég er allavega óskaddaður þrátt fyrir að hafa sótt alls 23 hátíðir, með öllu sem þeim tilheyrir. Það hlýtur að segja eitthvað !


mbl.is Stefnir í metaðsókn í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já...

Maður getur alveg sætt sig við að fá Keano til liðs við sína menn. Hann hefur sannað sig sem eitraður framherji en það er spurning hvernig hann plummar sig í Meistaradeild og annað, svo er hann nú svosem ekkert unglamb lengur.

En ég held að hann og Torres verði bara góðir saman í framlínunni.

Í öðrum fréttum er það helst að enn er allt kyrrt og hljótt hjá Sigrúnu, enda ennþá 6 dagar í settan dag erfingjans. Ég hallast að 08.08.08...


mbl.is Keane búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekst þeim það aftur ?

Nú er spurning hvort þeim bræðrum tekst að bjarga Skagamönnum öðru sinni, en þeir tóku við liðinu í fallbaráttu fyrir tveimur árum síðan og tókst að bjarga liðinu frá falli í það skiptið.

Varðandi Guðjón þá vil ég meina að ég hafi átt upptökin að þessu öllu, þegar ég spurði hann eftir leikinn gegn Fjölni hvort hann væri eitthvað búinn að skoða stöðu sína. Heldur betur þarf hann að skoða hana núna...


mbl.is Arnar og Bjarki taka við þjálfun ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og Gauji Þórðar

Í gær komst ég á jólakortalistann hjá Gauja Þórðar. Já, eða þannig...

Ég gerði þau "skelfilegu mistök" að voga mér að spyrja hann um hvort hann hefði eitthvað íhugað stöðu sína sem þjálfari ÍA, í ljósi þess að þeir væru nú ekki búnir að vinna í 8 leikjum í röð í deildinni - eða síðan 20.maí. Hvílík ósvífni !

Niðurstöðuna getið þið séð í Fréttablaðinu í dag...


Sveitarfélögin og löggæsla

Nú er Kópavogur að fara nýja leið í löggæslumálum. Bæjaryfirvöld þar telja löggæslu ekki næga eftir sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ætlar sér að fara þá leið að bæta við eftirlitsmönnum í hverjum til að standa þar vaktir. Ekki eru allir á eitt sáttir með þetta og telja slíka gæslu veita falskt öryggi og sitt sýnist hverjum. Meðal annars hefur fulltrúi minnihlutans stigið fram og sagt að Kópavogsbær ætti að greiða fyrir auka stöðugildi lögreglumanns sem myndi þá væntanlega sinna Kópavogi.

Þá kemur að punktinum sem mig langar að minnast á. Hörður Jóhannesson, sem er aðstoðar lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið þurfi ekki að þigga ölmusu frá Kópavogi til að sinna löggæslu. Þá segir hann að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að greiða fyrir löggæslu. Jahá ! Nú skulum við aðeins skoða málið í stærra samhengi. Jafnvel í því samhengi að bæta löggæslu á stórum hátíðum inni málið.

Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum koma margir gestir. Þar hefur ÍBV þurft að greiða sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum fyrir aukna löggæslu sem embættið hefur sinnt á hátíðinni. Af hverju í ósköpunum á ÍBV að borga fyrir þessa löggæslu ? Af hverju borga aðstandendur Menningarnætur þá ekki kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu við þann viðburð ?

Hróplega ósanngjarnt ! Ríkið á að sjá um að greiða þann löggæslukostnað miðað við mannskap sem þarf hverju sinni. Ef þeir eru sniðugir og sjá fram í tímann (t.d. með því að átta sig á því að það þarf aukinn mannskap á Þjóðhátíð og Menningarnótt) þá er lítið mál að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.

Og hana nú - sagði hænan og lagðist á bakið !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband