Færsluflokkur: Bloggar

Double champions

Já strákarnir mínir í 5.flokki urðu tvöfaldir N1-meistarar nú um helgina, en N1-mótið er stærsta mótið í þessum aldursflokki og fer fram á Akureyri á ári hverju.

C-liðið varð meistari eftir að hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Frábært hjá þeim ! Svo voru það strákarnir í A-liðinu sem urðu einnig meistarar eftir að hafa sigrað KR í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Hægt er að sjá myndir úr þeim leik inni á VefTV visir.is (íþróttafréttir að kvöldi 6.júlí).

Óhætt að segja að maður hafi verið stoltur þjálfari að móti loknu því auk þessara tveggja titla sem unnust þá stóðu allir strákarnir sig með mikilli prýði. Svo var einnig gaman að sjá góðan árangur hjá ÍBV. Þeir fengu N1-bikarinn sem er afhentur því liði sem er með bestan árangur samanlagt á mótinu, en ÍBV kom fjórum af fimm liðum í 8-liða úrslit og þremur þeirra í undanúrslit. Frábært hjá ÍBV !


Sanngjarnt

Ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið sanngjarn sigur Spánverja. Voru einfaldlega miklu betri en Þjóðverjar í leiknum í dag og rúsínan í pylsuendanum var að Liverpool maðurinn Torres skyldi klára leikinn af sinni alkunnu snilld.

Þjóðverjarnir áttu ekki "break" í dag og þegar maður hélt að þeir myndu reyna að keyra á Spánverjana þá einfaldlega svöruðu menn Arragones með ennþá betri leik og keyrðu yfir Ballack og co.

Spánverjar eru einfaldlega verðskuldaðir Evrópumeistarar !


mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort liðið hentar svo Þjóðverjum betur ?

Þjóðverjar komnir í úrslit sem kemur svosem ekkert mikið á óvart, og nú eru þeir líklegustu sigurvegarar keppninnar. Nú er hins vegar bara spurningin hverjum þeir mæta. Persónulega held ég að þeir muni vinna Spánverja í úrslitaleik en er ekki eins viss um hvernig þeim myndi vegna gegn Rússunum.

Ég held að pressan bæri Spánverja ofurliði þegar í úrslitaleik væri komið. Rússarnir hins vegar hefðu engu að tapa auk þess sem þeir eru með alvitring hvað knattspyrnu varðar þegar horft er til þjálfarastöðunnar. Þannig að ég skýt á Þjóðverja sem Evrópumeistara ef þeir mæta Spánverjum, en Rússa sem meistara ef þeir komast í leikinn gegn Þjóðverjum.


mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágiskunarbanki

Jæja nú vil ég fá að heyra dagsetningar gott fólk ! Endilega skjótið á hér í kommentunun hvenær þið haldið að drengurinn láti sjá sig, ég ætla svo að skrifa þetta niður og gera smá gaman úr þessu Smile

Sigrún er nota bene sett 3.ágúst


Bloggeddí blogg

Nenni ekki að blogga mikið þessa dagana, eins og kannski sést !

Var að horfa á frábæran leik Þjóðverja og Portúgala, sérdeilis prýðileg skemmtun. Annars átti Hrafnkell Kristjánsson lýsari ansi góða setningu. Þeir voru eitthvað að tala um það þegar Cristiano Ronaldo og Jens Lehman voru að munnhöggvast að þetta væru nú engin kurteisisorð frá Ronado. Guðmundur sagði þá að hann væri allavega ekki að bjóða honum í afmælið sitt. Þá sagði Hrafnkell :

,,Ætli það sé nokkur sem bjóði Lehman í afmælið sitt" - Lýsir held ég karakternum ágætlega...

 Fyrir ykkur hin sem skoðið bloggið af annarri ástæðu en til að "heyra" mig blaðra um fótbolta þá gengur alles gut, Sigrún hress og ég veit ekki hvað og hvað, og já það koma bráðum bumbumyndir !


NBA

Nostradamus var ekkert merkilegri en ég, ég get ráðið framtíðina alveg eins og hann !

Minn spádómur

Þið munið að ég var búinn að setja fram minn spádóm hér í kommentakerfinu fyrir þónokkru síðan. Þá spáði ég Lakers og Boston í úrslitum og að Boston ynni 4-2.

Held að Lakers taki næsta leik á heimavelli og minnki muninn í 2-1, Boston tekur þar næst leik í LA og fer í 3-1. Lakers vinnur því næst aftur á heimavelli og heldur sér inni í seríunni. En þá held ég að Boston tryggi sér sigur í leik 6 og fagni meistaratitli á heimavelli.

Sjáið bara til...


mbl.is Boston komið í 2:0 gegn Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiða leiðin - ekki í fyrsta sinn !

Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem Ísland ætlar sér erfiðu leiðina til að komast á leiðarenda. Ég hef fulla trú á því að þeir verði á HM í janúar, en það þarf reyndar ansi margt að ganga upp næsta sunnudag til að það takist.

En sem betur fer erum við með það gott lið að við eigum alveg að geta unnið Makedóníu með 9 mörkum á heimavelli.

Áfram strákar !!


mbl.is Guðmundur Guðmundsson: Menn voru ekki tilbúnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg niðurstaða, slæm samt sem áður...

Auðvitað er það eðlilegast að hún taki við. Hún var í 2.sæti framboðslistans og því næst í röðinni á eftir Vilhjálmi. Allavega hefði illilega verið gengið framhjá henni ef Gísli Marteinn eða Júlíus Vífill hefðu verið valdir framyfir hana.

Ekki get ég þó sagt að ég sé sérstaklega spenntur yfir því að hún taki við embættinu. Mér líst bara engan veginn á það ef ég á að segja eins og er. Það er ekki eins og hún skilji eftir sig neitt frábæra arfleið, allavega hafa menn ekkert verið neitt sérstaklega ánægðir með hana í skipulagsmálunum þar sem hún hefur verið í forsvari.

Við sjáum til. Það kæmi mér allavega ekki mikið á óvart að það ætti eftir að gusta heilmikið um hana í starfi borgarstjóra. Kannski það verði bara til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki við völd á næsta kjörtímabili. Það væri þá ágætt...


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilegt

Fremur óheppileg innsláttarvilla á visir.is. Þar er verið að fjalla um þau Tristu og Ryan sem náðu saman í gegnum Bachelor-þáttinn. Þau eru víst að byrja með raunveruleikaþátt og var visir.is að segja frá því.

Nema þau sögðu að Ryan og Tristan væru að byrja með raunveruleikaþátt...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband