Færsluflokkur: Bloggar
1.6.2008 | 18:14
Snilld !
Þetta var gargandi snilld eins og Guðjón Guðmundsson myndi orða það. Allan tímann voru strákarnir það vel stemmdir að maður hafði trú á þeim. Hreiðar frábær í markinu, Óli mjög góður og vörnin loksins eins og hún þarf að vera.
Snilld þegar Adolf Ingi sagði að Kim Anderson væri búinn að eiga slakan leik. Þá sagði Ólafur B. Lárusson : "Og veistu það, það er bara virkilega gleðilegt"
Annars var þessi Kim Anderson arfaslakur, þorði varla að skjóta á markið og greinilegt að þessi lykilmaður Kiel á langt í land með að komast á stall með mönnum eins og Ólafi Stefánssyni.
Frábært hjá strákunum - til hamingju !
![]() |
Handboltaliðið fer á ÓL í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 21:53
Besta myndin
"Life is like a box of chockolate, you never know what you´re gonna get".
Ákvað að setja "Forrest Gump" í þar sem það er alltof langt síðan ég hef horft á hana. Snilldar mynd og ein af þeim sem maður þarf að horfa á reglulega. Svipað og "Með allt á hreinu", þarf að horfa á hana reglulega !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 23:17
Hættur, farinn, búið bless...
Ef ég væri Kevin Garnett, sá magnaði leikmaður, þá hefði ég beðið um skiptingu og farið heim ef mér hefði verið slátrað svona illilega. Smellið hér !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 08:54
Sjæse
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 13:32
Spádómur
1. Úkraína
2. Svíþjóð
3. Frakkland
Ísland lendir í topp 10. Svo vona ég að hið stórgóða danska lag endi ofarlega.
Þess ber að geta að þessi spá mín byggir ekki á því hvaða lag mér finnst best - heldur vísindalegri aðferð um hvaða land er líklegasti sigurvegarinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2008 | 23:16
Loksins íslenskt Eurovision partý
Það var loks að maður getur farið í Eurovisionpartý þar sem Ísland er með í keppni. Maður var nú reyndar á djammi þegar Silvía Nótt keppti, en þá var maður nú í útskriftarferð og gerði hvort sem er lítið annað en að lyfta sér upp.
En laugardagurinn ætti að verða skemmtilegur. Vonandi að við fáum svo einhver stig, sem ég býst nú alveg við enda stóðu þau sig með miklum ágætum í kvöld. Það verður allavega stemmning í bænum á laugardaginn - svo mikið er víst !
![]() |
Ísland áfram í Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 11:48
Jay Leno
Hef lengi spáð í einu. Alltaf þegar Jay Leno er með fólk í viðtali þá kemur hlé á viðtalinu og hann segir eitthvað á þessa leið "We´ll be right back with XXX" og svo spilar hjómsveitin eitthvað stef.
Á sama tíma og bandið hefur leik þá halla Jay og gesturinn sér upp að hvor öðrum og eiga svona örstutt "chitt-chatt".
Hvað eru þeir að tala um ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 11:46
Það skyldi þó aldrei vera...
...að einn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir sé að hugsa sér til hreyfings. Það er allavega ljóst að eitthvað er að brjótast um í kollinum á honum í þá áttina. Annars myndi hann staðfesta það að hann yrði um kyrrt.
Mínir menn í Barca mega alveg bjóða í hann, tja eða mínir menn í Juventus sem verða mættir í Meistaradeildina á næsta tímabili eftir nokkra fjarveru. Efast um að Man Utd tæki í mál að aðalliðið mitt myndi reyna að fá hann
![]() |
Ronaldo lofar engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2008 | 11:41
Man Utd - Chelsea
Svakalegur leikur sem liðin buðu uppá í gær og stóðu United menn uppi sem sigurvegarar, líklega sanngjarnt ef þú horfir á tímabilið í heild sinni en miðað við frammistöðuna í gær þá voru Chelsea sterkari - voru betri 65-70% af leiknum en náðu einfaldlega ekki að skapa sér nógu mikið, miðað við t.d. yfirburði þeirra í seinni hálfleik þar sem Man Utd voru einfaldlega slakir.
Svo var það auðvitað þáttur Drogba sem vóg þungt. Ekki mikið vit í kollinum á þeim manni. Annars er það óheyrilega ósanngjarnt að Terry skuli vera annar þeirra sem klúðrar víti fyrir Chelsea og veldur því að Chelsea tapar, svipað ósanngjarnt og það hefði verið ef Ronaldo hefði verið aðilinn sem hefði valdið tapi Man U - eins og það leit út fyrir að raunin yrði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2008 | 11:35
Stormsker og Lókurinn
![]() |
Stormsker hitar upp fyrir Logan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar