Færsluflokkur: Bloggar

Marsibil flott !

Marsibil var heldur betur flott í Ísland í dag nú fyrr í kvöld. Svanhildur Hólm saumaði vel að henni, en Marsibil kom sínum sjónarmiðum vel á framfæri og svaraði vel fyrir sig. Útskýrði hún ástæðuna fyrir því að hún telur sig ekki getað starfað með meirihlutanum nýja og eru þær ástæður allar góðar og gildar.

Ljóst er að allar upphrópanir fólks um tækifærismennsku og dramastæla eiga varla við rök að styðjast. Marsibil útskýrði mjög vel að hún ætlaði sér ekki að sprengja meirihlutann ef Óskar forfallast, hún teldi það engum til góðs. Það er nú varla hægt að skilgreina það sem mikla tækifærismennsku eða dramahegðun.

Þáttastjórendur létu samt sem áður eins og ekkert væri búið að gerast síðan flokkarnir gerðu meirihlutasamninginn í upphafi kjörtímabilsins. Marsibil kom þeim hins vegar í skilning um að svo væri nú ekki, hún treysti einfaldlega ekki borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins í samstarfi og sagði svo í kjölfarið að hún væri viss um að Sjálfstæðismenn hefðu vitað að meirihluti með Ólafi F myndi ekki halda. Það eru staðhæfingar í lagi.

Marsibil er trú sinni sannfæringu, og er ekki tilbúin að selja hana í skiptum fyrir völd - svo mikið er víst.


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í góðu ?

Hvernig er þetta hjá ykkur á mbl.is. ? Í gær var birt frétt um brúðkaup Ellen DeGeneres og Portiu De Rossi og birt mynd, nema að það var mynd af Ellen og Anne Heche sem er fyrrverandi kona hennar.

Og núna er mynd af Bo Spellerberg að taka vítakast, nema undir myndinni stendur að hann sé að taka vítaspyrnu !

Koma svo, vera vakandi í vinnunni...


mbl.is Öruggur sigur Dana - Ísland í þriðja sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

“If you can’t look me in the eyes, then fuck off”

Eru víst orðin sem Guðjón Valur lét falla þegar danski þjálfarinn neitaði að þakka honum fyrir leikinn.

Ánægður með Guðjón kallinn að sýna Dönunum í heimana tvo, en Danirnir voru með gífurlegan hroka fyrir leikinn og töluðu um að leikurinn yrði léttari en fólk gerði sér grein fyrir.

Maaaaan, were they wrong !


Að halda útihátíð

3000 gestir og allt verður vitlaust í Stykkishólmi. Þá hafa menn ekki mikla stjórn á aðstæðum. Á þjóðhátíð voru 13.000 manns og það lítur jafnvel útfyrir að minna hafi verið að gera hjá aðstandendum þeirrar hátíðar. Reynslan skiptir miklu máli þegar þú heldur svona hátíð, og hana hafa sannarlega hátíðahaldarar í Eyjum. Nú er ég ekki að setja út á þá sem koma að Dönskum dögum, eflaust mjög vel staðið að mörgu þar en eðlilega vakna spurningar þegar maður les fréttir sem þessar.

Annars hafði ég mjög gaman af því að hlusta á konuna sem hringdi í "Reykjavík síðdegis" um daginn. Þá lá við að þeir þyrftu að bjóða henni pappír til að þurrka tárin, þegar hún lýsti ósanngirni fjölmiðla þegar fjallað væri um hátíðir um Verslunarmannahelgar. Fannst henni Vestmannaeyjar fá sérmeðferð og góða umfjöllun á meðan Akureyri fengi alltaf slæma umfjöllun hvað hegðun varðar.

Er ekki bara verið að segja satt og rétt frá ?


mbl.is Mikill erill í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bitrir Svíar

Eitthvað voru sænsku dómararnir bitrir út í Íslendinga fyrir að hafa slegið Svíþjóð út úr undankeppni ÓL. Allavega voru þau ekki mörg vafaatriðin sem féllu okkar megin í þessum leik, nema þá vítið í lokin ef vafaatriði skal kalla. Brottreksturinn á Loga Geirsson var auðvitað djók og samræmið í dómum þeirra var sama og ekkert.

En frábær árangur hjá strákunum, ég hélt þeir myndu ekki ná þessu þegar þeir voru tveimur undir og lítið eftir. En karakterinn þeirra var frábær og þeir eiga svo sannarlega skilið að vera komnir í 8-liða úrslitin. Frábært !


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Villa og Kjartans

Við skulum ekki gleyma því hverjir það voru sem stuðluðu að innkomu Ólafs F Magnússonar í stól borgarstjóra. Villi og Kjartan spiluðu þar stærstu rulluna og því ber að halda á lofti.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er gríðarleg í þessu. Þeir virðast hins vegar ekki átta sig á því að þeir eru eru eitt af skemmdu eplunum í borgarstjórnartrénu, og staðan sem nú er uppi í borgarstjórn er að miklu leyti þeim að kenna. Borginni er best komið án þeirra viðkomu.

Burt með ykkur Hanna Birna, Vilhjálmur, Kjartan og félagar - og takið Ólaf F með ykkur. Það vill ykkur enginn !


mbl.is Óvissa um meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV að gera það gott, Sjálfstæðisflokkurinn kominn með nóg....

"Fjölmenni var á fjölmennum fundi Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi í kvöld"

Really, var semsagt ekki fámennt á fjölmenna fundinum ?

Annars fór ég að spá aðeins í borgarmálunum eftir bloggið hjá mér í morgun, blogg sem kom illa við viðkvæmar sálir, og þá fór ég að spá hvort hægt sé að fá nóg af sjálfum sér ? Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hljóta að vera komnir með nóg af sjálfum sér, það getur bara ekki annað verið. Þeir segja að Ólafur F sé búinn að reyna vel á þolmörkin í þessu samstarfi - þeir virðast vera búnir að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er löngu búinn að sprengja þolmörk allra landsmanna.


Dauðafæri og óskynsemi Loga

Svona fór eins og margir höfðu óttast. Vandræðin gegn Suður-Kóreru voru fyrirsjáanleg, þó svo að maður hefði kannski ekki búist við að þetta myndi enda svona. Liðið náði einfaldlega aldrei takti og þegar lykilmenn eins og Ólafur og Snorri Steinn eru nær meðvitundarlausir þá verður þetta alltaf erfitt.

Ég tala nú ekki um ef við ætlum að fara jafn illa með dauðafærin og við gerðum. Svo er ekki gaman að sjá leikmenn sem leika í sterkustu deild heims og leika stórleiki í hverri viku sýna jafn óskynsaman leik og Logi gerði. Að láta reka sig útaf, annars vegar vegna pirrings og hins vegar fyrir kjaft er gjörsamlega óafsakanlegt. Enda sást að Logi var ekki vinsæll meðal félaga sína fyrir þennan gjörning sinn og Guðjón Valur lét hann réttilega heyra það.

En nú er bara að girða sig í brók og koma til baka í næsta leik gegn Evrópumeisturum Dana. Það væri ekki leiðinlegt að vinna þá, koma sér í góða stöðu í riðlinum og í leiðinni gera stöðu þeirra gríðarlega erfiða. Það er hægt, allt er hægt !


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drulla upp á bak, hvað eftir annað...

Þetta kemur ekki á óvart, enda alveg komið í ljós að Ólafur F Magnússon er maður sem varla er hægt að vinna með. Hann sprengdi góðan meirihluta VG, S, B og F og hefur hvað eftir annað gert sig að fífli eftir að hann komst í stól borgarstjóra.

Ef menn ætla svo að sjá Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðismenn sem einhverja lausnara þá er það mikill misskilningur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjörsamlega drullað upp á bak hvað eftir annað á kjörtímabilinu og útspil þeirra að ganga til liðs við Ólaf F er einhvert skelfilegasta dæmið um valdagræðgi sem maður hefur á ævinni séð. Það er náttúrulega glæpur útaf fyrir sig að hafa notfært sér veikan mann til að ná völdum í borginni, eða þá hitt sem mér finnst líklegra að þeir hafi hreinlega búist við að svona færi og að þeir hafi gert ráð fyrir og ætlað sér að komast í betri stöðu í nýjum meirihluta með Framsókn. Skelfilegt alveg hreint !

Svo er það náttúrulega rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig þessi blessaði Framsóknarflokkur vinnur. Þeir virðast alltaf geta vaðið skítinn og nú þurfa þeir að vaða skít Sjálfstæðismanna. Verði þeim að góðu !

Svo eiga þeir eflaust eftir að stíga fram núna og segja að það sé þeirra skylda að koma borgarbúum út úr þessari krísu sem komin er í stjórnkerfinu. Eins og þeir séu lausnararnir sem allir hafa beðið eftir. Ég held satt best að segja að þessir tveir flokkar hæfi hvor öðrum ágætlega - með skítinn uppfyrir bak !


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smárasonur !

Fyrsti sólarhringur 083

Hér má sjá nýjasta meðlim fjölskyldunnar ásamt stoltum föður ! Smárasonur mættur á svæðið hress og kátur Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband