Að halda útihátíð

3000 gestir og allt verður vitlaust í Stykkishólmi. Þá hafa menn ekki mikla stjórn á aðstæðum. Á þjóðhátíð voru 13.000 manns og það lítur jafnvel útfyrir að minna hafi verið að gera hjá aðstandendum þeirrar hátíðar. Reynslan skiptir miklu máli þegar þú heldur svona hátíð, og hana hafa sannarlega hátíðahaldarar í Eyjum. Nú er ég ekki að setja út á þá sem koma að Dönskum dögum, eflaust mjög vel staðið að mörgu þar en eðlilega vakna spurningar þegar maður les fréttir sem þessar.

Annars hafði ég mjög gaman af því að hlusta á konuna sem hringdi í "Reykjavík síðdegis" um daginn. Þá lá við að þeir þyrftu að bjóða henni pappír til að þurrka tárin, þegar hún lýsti ósanngirni fjölmiðla þegar fjallað væri um hátíðir um Verslunarmannahelgar. Fannst henni Vestmannaeyjar fá sérmeðferð og góða umfjöllun á meðan Akureyri fengi alltaf slæma umfjöllun hvað hegðun varðar.

Er ekki bara verið að segja satt og rétt frá ?


mbl.is Mikill erill í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Akureyri FÉKK alltaf slæma umfjöllun um versunarmannahelgi, enda fjallað um slæma hegðun.  En að þessu sinni var allt með öðru sniði og gekk frábærlega fyrir sig.  Mikið hefði ég viljað hafa það þannig á meðan ég bjó í hjarta bæjarins.  En þá bjó Margrét Blöndal ekki á Akureyri, því miður.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi, ég var á Dönskum dögum í þriðja sinn núna og verð að viðurkenna að mér fannst helst til mikil unglingadrykkja í þetta sinn. Varð samt hvorki vör við slagsmál né eiturlyfjaneyslu en er glöð að lögreglan virðist hafa haft góða yfirsýn yfir hátíðina.

Þú hefur ekki ennþá boðið mér á þjóðhátíð, en ég myndi ekki gefa mér of mörg svör fyrir fram miðað við fréttaflutning af hátíðum sem þessum. Hátíðin var Hólmurum til sóma nú sem fyrr en það þarf ekki nema örfá skemmd epli eða svarta sauði til að skemma fyrir öllum öðrum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.8.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað er það alltaf þannig að örfá skemmd epli skemma fyrir hinum, skemmdu eplin hafa greinilega verið ansi áberandi á Dönskum dögum og því skemmt fyrir þér og öllum hinum englunum  En þú verður bara að kíkja á Þjóðhátíð næst Ingibjörg og kynnast töfrunum þar... !

Fékk Akureyri ekki bara ágæta umfjöllun eftir þessa verslunarmannahelgi ? Auðvitað er sagt frá ef eitthvað kemur upp á, en það er líka gert í fréttum frá Eyjum. Vonandi bara að þetta snið á hátíðinni á Akureyri sé komið til að vera fyrst það gengur svona vel.

Smári Jökull Jónsson, 19.8.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband