Færsluflokkur: Bloggar

Skattmann

Æi fjandinn ! Að fá borgað sem verktaki er ekki skemmtilegt þegar kemur að skattframtali og allra síst þegar maður fær svo reikninginn í ágúst. Var miklu skemmtilegra þegar maður fékk borgað til baka.


Snilldar komment

,,Sjáið hvernig hann platar Zambrotta þarna eins og ellilífeyrisþega....með fullri virðingu fyrir þeim að sjálfsögðu."
Gaupi, Guðjón Guðmundsson eftir að leikmaður Real Betis lék á Gianluca Zambrotta leikmann Barcelona.


Fín úrslit hjá mínum mönnum

Já held að maður geti alveg sætt sig við þetta. 1-1 á útivelli gegn Arsenal. Var nú búinn að tala um það fyrir leikinn að það væri óraunhæft að halda Arsenal í núllinu á þeirra heimavelli, þannig að halda þeim í einu marki er vel ásættanlegt - að ég tala nú ekki um að skora síðan sjálfir.

Vonandi bara að næstu tveir leikir fari vel líka, en þeir eru einmitt líka gegn Arsenal. Úr þessu skiptir þó leikurinn á þriðjudaginn meira máli, allavega hjá Liverpool en Arsenal menn eru auðvitað í baráttu í deildinni líka og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í leiknum á laugardag.

Einhverjum sem finnst þetta eflaust ósanngjörn úrslit í kvöld en ég meina Liverpool varðist vel og gaf ekki mörg færi á sér. Og ef færin komu þá voru það Arsenal menn sjálfir sem sáu um að verjast þeim, Bendtner sérstaklega öflugur í því. Reyndar hefði Arsenal líklega átt að fá víti en dómarinn ákvað að dæma ekki sem kom sér auðvitað vel fyrir mína menn - því ég er ekkert svo viss um að þeir hefðu náð að halda Arsenal í tveimur mörkum ef þeir hefðu skorað úr víti á þessum tímapunkti.

En 1-1 er vel ásættanlegt. Nú er bara vonandi að Liverpool tryggi sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í þriðja skipti á fjórum árum. Ekki amalegur árangur það - allavega betri en hjá sumum enskum liðum...


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyllerí á þriðjudagsmorgni

Hlustaði á Zúúber á FM957 á leið minni í vinnu, eins og ég geri nú nær alltaf. Þar hringdi kona inn sem var svona agalega hress. Hún sagðist vera búin að hella rauðvíni í glas og var svona líka sátt með það. Stjórnendur Zúúber ræddu við hana og þegar leið á símtalið kom í ljós að hún þyrfti ekki að mæta í vinnu fyrr en seinnipartinn og svo kom í ljós að hún var í raun á flösku númer tvö.

Greinilegt var á stjórnendum þáttarins og þeim þótti þetta ekki alveg eðlilegt og spurðu hlustandann margoft hvort henni þætti í lagi að drekka áfengi á þriðjudagsmorgni og hvort þetta væri vandamál. Þvertók konan fyrir það, sagði þetta í góðu lagi og var hin hressasta. Bætti hún því við að þetta væri nú öðruvísi í Eyjum !!

Ekki man ég eftir að hafa verið sötrandi rauðvín á þriðjudagsmorgnum heima í Eyjum ! Reyndar hefur maður verið að drekka áfengi á mánudagsmorgni einu sinni á ári, en það takmarkast við verslunarmannahelgi og einungis ef maður er ekki farinn heim úr Dalnum.

Endaði samtalið þannig að þau létu hana "fade-a" út svona smátt og smátt. Spurning hvort konan hafi verið að grínast eða hvort hún var í alvöru drukkin á þriðjudagsmorgni klukkan 8. Vonandi að þetta sé ekki orðið vaninn heima í Eyjum. Anyone...?


Buisness

Hvaða endemis rugl er þetta. Auðvitað skilur maður að þær séu svekktar enda búnar að vera hluti af atriðinu frá upphafi. En þeir sem stjórna þessu þeir telja að atriðið eigi meiri möguleika með bakraddir frekar en dansara og þá hljóta þeir að ráða því - og standa auðvitað og falla með því.

Auðvitað má deila um það hvernig þeim er tilkynnt þetta og svo framvegis en ég sé ekki alveg tilganginn í því að kvarta og kvarta, eins og þær ætla greinilega að gera því þessi Sigrún Birna segir að málinu sé ekki lokið af þeirra hálfu.

Hvað á hún við með því ? Ætlar hún að sýna mótmæladans fyrir framan hús Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti ?

Eins og ég sé þetta þá var einfaldlega ákveðið að breyta atriðinu. Menn sem stjórna ákváðu þetta og það er bara ekkert sem þær geta gert í því. Ef þær voru ekki með neinn samning um að þær yrðu dansarar áfram þá geta þær ekkert gert í þessu. Tja, nema auðvitað hætt að væla...


mbl.is Dönsurum Euro-bandsins sparkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sem ég þyrfti !

Ég væri til í að fá svona pepp. Ég hef nú reyndar verið sæmilega duglegur undanfarið, eftir agalega mikla leti mánuðina þar á undan.

En það er allavega nokkuð ljóst að ég væri illa staddur fjárhagslega eftir árið 2007, þá voru ansi margar vikur sem duttu út. Þannig að nú skora ég bara á Gunna Birgis að skikka alla starfsmenn Kópavogsbæjar í ræktina, annars verður dregið af þeirra launum Smile


mbl.is Sekt ef ekki er mætt í ræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Þetta finnst mér ógeðslega fyndið !!

Wenger

Kalt mat. Wenger drullaði upp á bak í dag. Sagði í fjölmiðlum eftir leikinn í dag að tæklingin á Grétari Rafni hafi ekki verið samanburðarhæf við tæklingu Taylor sem endaði svo illa fyrir Eduardo.

Þegar við skoðum myndir sem búið er að setja inn á visir.is og svo aftur sjónvarpsmyndir þá sjáum við að Wenger hefur bara hreinlega rangt fyrir sér. Hann sagði að löppin hjá Diaby í dag hefði ekki farið jafn hátt og hjá Taylor á sínum tíma. Það er rangt.

Diaby í lífstíðarbann ? Spyrjum Wenger...


Vonum það besta

Æi ég vona að kallinn fái ekki alltof langt bann. Einn leikur er ágætt, held samt að það verði meira. Þetta var náttúrulega hámark óskynseminnar að láta eins og hann lét, hann kallaði þetta auðvitað bara yfir sig sjálfur...

Vonum bara að hann sýni meiri skynsemi þegar hann kemur fyrir nefndina og útskýrir sitt mál.


mbl.is Mascherano vill koma fyrir aganefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver man þegar...

...bensínlítrinn kostaði 67 krónur eða eitthvað álíka ? Ég man það, en fljótlega fer hann eflaust í 167 krónur líterinn. Öðruvísi mér áður brá, held maður ætti bara að selja bílinn og ferðast um í strætó. Reyndar ekki svo hentugt þegar maður verður kominn með barn en kannski við látum bara reyna á ?
mbl.is N1 hækkar verð á bensíni og díselolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband