Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2008 | 22:10
Vinnutími kennara
Lofaði því í umræðu um vinnutíma kennara að ég myndi útskýra betur hvað ég meinti með að kennarar ynnu af sér frídaga um páska og jól. Hér kemur þetta allt saman, vonandi skýrt og skorinort :
Kennarar fá ekki lengra jóla- og páskafrí en aðrir : Kennarar í 100% stöðu eru samkvæmt kjarasamningum með 42,86 stunda vinnuviku eða 2,86 stundum meira en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Þessar tæpu 3 stundir á viku á heilu skólaári gera u.þ.b. 13 daga á ári sem útskýra lengri jóla- og páskafrí. Ég fékk t.d. 9 dögum lengra jóla- og páskafrí á þessu skólaári en fólk sem vinnur á almennum vinnumarkaði í "týpískri 9-17 vinnu".
Kennarar fá ekki lengra sumarfrí en aðrir : Kennurum eiga að taka 102-150 klukkustundir á sumri í endurmenntun. Margir skólar og skólastjórar kjósa, í samvinnu við sitt starfsfólk, að dreifa þessari endurmenntun á vetrarmánuðina. Sú endurmenntun bætist þá við vikulega vinnuskyldu og því skapast meira svigrúm fyrir sumarfríi.
Samantekt : Vikuleg vinnuskylda 42,86 x 37 vikur (tíminn sem börnin eru í skólanum) gera alls 1586 klukkustundir. Við þetta bætist svo 64 klukkustundir sem eru 4 undirbúningsdagar í byrjun skólaárs og 4 undirbúningsdagar í lok skólaárs. Svo er það endurmenntunin og samanlagt gerir þetta 1800 vinnustundir á ári eins og almennt á almennum vinnumarkaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 09:57
Sónar í dag
Við erum á leið í 20 vikna sónar í dag, verður örugglega gaman að sjá og sérstaklega hvort von er á strák eða stelpu - en við ákváðum fyrir þónokkru síðan að fá að vita það.
Kannski maður skanni inn sónarmyndirnar og leyfi öðrum að sjá, getur verið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.3.2008 | 13:09
Back from Paris
Jæja þá erum við komin aftur frá París eftir ánægjulega ferð, þrátt fyrir að Evran hafi sett heimsmet í hástökki á meðan við vorum úti. Hótelið okkar hækkaði um 20 þúsund síðan við pöntuðum það, þar af um 10 þúsund vikuna sem við vorum úti - takk fyrir það !
Ferðin var fín í alla staði. París er mjög skemmtileg borg og ótrúlega margt að skoða þar. Hótelið okkar var frábærlega staðsett og við vorum í Latínuhverfinu sem iðaði af lífi á hverju kvöldi. Svo fórum við auðvitað og skoðuðum þetta helsta. Eiffelturninn, Sigurbogann, Louvre safnið og Sacre Céur kirkjuna (held það sé skrifað svona) og margt fleira. Fórum líka í siglingu á Signu og það var mjög fínt. Borðuðum svo góðan mat og ég drakk gott vín og góða Mojito kokteila (Sigrún var pínu öfundsjúk að geta ekki notið þess með mér ).
Annars vakti það einna helst athygli mína hversu París er dýr. Ég vissi það svosem áður en ég fór en samt kom þetta svona pínu á óvart. Á venjulegu kaffihúsi í okkar hverfi kostaði bjór 8-10 evrur, sem er bara um og yfir 1000 krónur. Reyndar var á nær öllum stöðum hægt að fá ódýrari bjór á ákveðnum tímum dagsins, auk þess sem þú gast rambað inn á kaffihús þar sem hægt var að fá ódýrari drykki. Maturinn var reyndar ekkert sérstaklega dýr en það var líka svolítið happa glappa hvort þú rambaðir inn á gott veitingahús eða ekki.
En svona í heildina séð var þetta virkilega góð ferð og maður þarf eiginlega að fara aftur til að klára að skoða allt það sem við náðum ekki að skoða...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 23:48
Busy day
Var fulltrúi á aðalfundi FG (félag grunnskólakennara) í dag. Þingið stóð frá klukkan 10-18:30 - eða þá fór ég réttara sagt því næsta vinna beið. Var mættur upp í Mýri í Garðabæ klukkan 19:15 en þar fylgdist ég með leik Stjörnunar og Aftureldingar í N1-deild karla og skrifaði svo fyrir Fréttablaðið. Tók viðtal við bekkjarfélaga minn úr Kennó, gaman að því.
Kom svo heim um klukkan 22 eftir langan en mjög svo skemmtilegan dag. Gaman að fá svona tilbreytingu og taka þátt í starfi stéttarfélagsins þíns. Ég var í kjaramálanefnd sem var sérstaklega skemmtilegt þar sem við stöndum í miðri samningalotu - vonandi að hún skili því sem við eigum skilið, verulegri hækkun launa. Grunnskólakennarar hafa nefnilega dregist afturúr undanfarin ár, meira en aðrir hafa gert. Við erum t.d. með mun lægri laun en leikskólakennarar og framhaldsskólakennarar sem eru sambærilegar stéttir. Vonandi að þeir sem peningana hafa átti sig á þessu og leiðrétti þessa stöðu, annars er ansi hætt við að erfitt verði að manna skóla í haust. Ég til dæmis ætla ekki að ákveða mig endanlega hvað ég geri næsta vetur fyrr en ég veit hvað ég fæ í laun.
Held að margir aðrir en grunnskólakennarar hefðu haft gaman og gagn af því að sitja þetta þing. Maður heyrir nefnilega alltof oft skoðanir fólks á kennarastarfinu og þeirri vinnu sem kennarar inna af hendi. Hjá fólki sem hefur því miður litla þekkingu á því hvað felst í kennarastarfinu. Það finnst mér alltaf jafn leiðinlegt að heyra og þó svo að maður reyni að leiðrétta þennan margvíslega misskilning þá er maður oft að tala fyrir daufum eyrum. Því miður.
Vonandi að það þurfi ekki illa mannaða skóla og lamað skólastarf í haust til að fólk átti sig á því hversu mikilvægt starf grunnskólakennarar inna af hendi - og þá meina ég menntaðir grunnskólakennarar en ekki leiðbeinendur sem því miður eru orðnir alltof algengir í skólastofum landsins, og þetta segi ég með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem starfar sem leiðbeinendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.3.2008 | 14:17
Flott stelpur !
Glæsilegur árangur hjá stelpunum ! 100% árangur og það er ekki hægt að biðja um meira. Hefði verið gaman að sjá hvernig hefði farið ef þær hefðu spilað við fleiri af þessum sterkari liðum, en þar sem mótið er getuskipt þá er það víst ekki hægt.
Verður spennandi að sjá hvort stelpurnar ná að tryggja sig inn á lokamót í stórkeppni, það er allavega ljóst að framtíðin er björt. Margrét Lára í þvílíku stuði og ég leyfi mér að fullyrða að metin sem hún er að setja núna með A-landsliðinu verða seint slegin.
![]() |
Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2008 | 11:16
Evran
Ekki beint hentugasti tíminn fyrir Íslendinga að kaupa evrur - en þá auðvitað er stefnan sett á land þar sem ég neyðist víst til að nota evruna.
Væri ekki bara miklu einfaldara ef við værum líka með evruna ? Tja, eða bara einhvern annan gjaldmiðil sem hoppar ekki upp og niður eins og hjartalínurit - líkt og krónan gerir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2008 | 23:34
Viðbjóður
Hvurslags djöfulsins viðbjóður er þetta ! Maður á bara ekki til eitt aukatekið orð. Ég ætla að vona svo innilega að þessir má fái það sem þeir eiga skilið. Nú nýlega féll einn þyngsti nauðgunardómur sem dæmdur hefur verið hérlendis og ég ætla að vona að það gefi fordæmi. Glæpir sem þessir eru auðvitað bara hreinn viðbjóður og maður skilur hreinlega ekki hvað fær menn til að hugsa, hvað þá framkvæma eitthvað í líkingu við þetta.
Vonandi bara að stúlkan fái þá aðstoð sem hún á þarf að halda og að hún nái sér á líkama og sál.
![]() |
Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 18:59
Ósanngjarnt líf
Að þurfa að kveðja 10 ára gamlan strák í hinsta sinn, strák sem maður kenndi knattspyrnu þrisvar í viku, er eitthvað sem manni finnst ósanngjarnt. Strákarnir í flokknum standa eftir og skilja lítið í þessu lífi okkar - reyndar er það svipað hjá okkur sem eldri erum.
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Það er erfitt að mæla gegn þessum orðum á stundum sem þessari. Blessuð sé minning þín Jakob Örn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2008 | 17:53
Árshátíð og Liverpool
Skelltum okkur á árshátíð Kópavogsbæjar í gær. Heppnaðist virkilega vel og gamanið í hámarki. Björk Jakobsdóttir var frábær með sitt uppistand og fékk alla til að hlæja. Annað en Karl Ágúst Úlfsson sem var veislustjóri, mér fannst hann allavega með frekar slaka brandara. Svo voru Ljótu hálfvitarnir flottir og auðvitað Buff sem héldu uppi stuðinu á dansgólfinu. Maður hefði bara viljað hlusta á þá lengur.
Svo eru mínir menn í Liverpool á flugi þessa dagana. Vonandi að þetta skrið þeirra haldi áfram og tryggi þeim sæti í Meistaradeildinni en þá þurfa þeir að enda tímabilið í einu af fjórum efstu sætunum. Svo eiga þeir auðvitað seinni leikinn gegn Inter nú á þriðjudaginn og væri ekki leiðinlegt ef þeir myndu tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2008 | 22:59
Aðdáendur sáttir ?
Af hverju gengur blaðamaður mbl.is að því vísu að aðdáendur þáttanna geti orðið ánægðir núna. Ég er nú ekkert viss um að allir aðdáendur My name is Earl séu einhverjir sérstakir aðdáendur Paris Hilton.
![]() |
Paris Hilton í My Name Is Earl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar