Færsluflokkur: Bloggar

Rétti maðurinn ?

Jose Mourinho, Martin O´Neill, Luis Felipe Scolari, Fabio Capello....

Allir eru þeir orðaðir við starf landsliðsþjálfara Englands. Ég held að enska knattspyrnusambandið ætti að ráða einhvern erlendan stórþjálfara. Ef þeir réðu Martin O´Neill eða Alan Shearer (eins og sumir hafa líka nefnt) þá held ég að það verði sama fíaskóið og með Steve Mclaren. Hann fékk aldrei vinnufrið, fyrir utan að hann hafði ekki nærri því mikla reynslu til að takast á við þessa áskorun sem það var að taka við landsliðinu.

Mín skoðun er sú að þeir eigi að ráða einhvern "bigshot" sem hefur náð árangri á alþjóðlegum vettvangi og hefur reynsluna til að stjórna liði sem býr við jafnmikla eða álíka pressu og enska landsliðið. Mourinho, Scolari og Capello eru allir kandídatar og ég held persónulega að Capello væri besti kosturinn í stöðunni.


mbl.is Capello tilbúinn að taka við enska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert væl

Ánægður með Beckham ! Þó svo að hann hafi nú aldrei verið í efsta sæti hjá mér þá átti hann góða innkomu í gær, lagði upp mark með stórbrotinni sendingu og kemur svo í fjölmiðla eftir leikinn, með bakið beint og tekur þessu eins og maður.

Nú þurfa enskir bara að einbeita sér að undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Væri skandall ef þeir kæmust ekki á tvö stórmót í röð...


mbl.is Beckham: Ég er alls ekki hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda algjör óþarfi...

...því hann verður rekinn innan skamms !

Skandall að Englendinga skuli vanta á EM í sumar, eftirsjá og svekkelsi. Svo fer umræðan um kvóta á erlenda leikmenn í ensku úrvalsdeildinni á fullt núna, sjáið til.

En hver er mögulegur kandídat að taka við ?


mbl.is McClaren: Ég segi ekki af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Elfa Ásdís !

Aldeilis sem vinir manns eru að standa sig. Eins og þið sjáið hér þá er Elfa Ásdís ein af þeim - það þarf sko gáfur og dugnað til að fá framúrskarandi einkunn í lífefnafræði ! Elfa hefur sko klárlega gáfur og dugnað og því er hún vel að þessum styrk komin Smile

Þið getið séð hvað ég er að tala um með því að smella hér.


Go Bjöggi !

Ánægður með þetta ! Vonandi að það skapist störf í kringum þessa starfsemi í mínum ástkæra heimabæ
mbl.is Skrifað undir samning vegna fyrirhugaðar bjórframleiðslu í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sem Eimskip ætti að athuga fyrir Herjólf ?

Spurning hvort Eimskip ætti að auglýsa svona fyrir Herjólfsferðir. Efast þó um að það myndi auka líkurnar á að fólk drifi sig í Herjólfinn eins og hann er núna. Held að það þurfi meira til.

Í framhaldi af þessu. Ég hef nú verið fullur efasemda þegar Bakkafjara hefur verið í umræðu. Ég var viss um að þetta væri algjör vitleysa, það yrði oft ófært fyrir blessaða ferjuna og það væri nú ekki það sem þyrfti á að halda. Þannig að ég var á því að við ættum að pressa frekar á nýjan Herjólf sem sigldi til Þorlákshafnar á styttri tíma en núverandi bátur gerir.

Undanfarið hef ég hins vegar aðeins verið að snúast í aðra átt í þessu máli. Ýmsir hafa komið fram og sagt að það yrði alls ekki svona oft ófært eins og sumir höfðu haldið fram, og þegar maður hugsar til þess að geta valið á milli 30 mínútna bátsferðar eða 2 tíma bátsferðar þá er engin spurning hvað maður velur. Allavega er það engin spurning hjá mér eftir að ég eyddi 3 og 1/2 tíma í einni skelfilegustu Herjólfsferð sem ég hef lent í.

Ekki ætla ég að reyna að trana fram mínum fróðleik í þessum málum, því hann er nánast enginn. En það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í þessu samhengi að skipið og höfnin sem ákveðið verður að byggja séu nógu öflug mannvirki til að þola vond sjóveður. Ef það er tryggt, þannig að á hverjum degi verði hægt að sigla frá Eyjum og upp á fastalandið á 30 mínútum - þá skal ég glaður greiða atkvæði með væntanlegri Bakkafjöruhöfn.


mbl.is Sprænir í tebolla til að auglýsa London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á bara eftir að verða betri...

Markið hans um helgina sýndi af hverju Liverpool henti svona mörgum peningum til Atletico Madrid svo þessi magnaði leikmaður gæti hafið leik í Bítlaborginni. Hann á bara eftir að verða betri og við skulum muna að það tók Henry sinn tíma að komast inn í enska leikstílinn. Vonandi að hann nái sér bara af þessum meiðslum sem hafa hrjáð hann og þá hef ég trú á að hann hjálpi Liverpool að breyta þessum jafnteflum sínum í sigra.

Annars er enska deildin jöfn og spennandi sem er auðvitað gott mál. Mínir menn taplausir þó jafnteflin séu óhóflega mörg. Arsenal spilað best það sem af er en gaman verður að sjá hvaða áhrif Afríkukeppnin hefur áhrif á þá. Kolo Toure, Adebayor og Eboue verða allir fjarverandi á meðan það er í gangi og svo mun Chelsea missa menn eins og Drogba, Essien, Kalou og Obi-Mikel í sama mót. Spurning hvað þessi lið gera þá - þó svo að reyndar séu þau nú með það breiða hópa að maður ætti að geta komið í manns stað ?

Manchester menn virðast ógnarsterkir og verða það í allan vetur. Reyndar slæmt fyrir þá að missa Rooney og Scholes næstu vikurnar en þar er nóg af leikmönnum. Liverpool er að fá menn til baka eftir mikla meiðslahrinu en Agger, Alonso, Torres, Kewell, Pennant og Benayoun hafa allir meiðst undanfarið eða eru ennþá meiddir. Vonandi að liðið sé þá bara búið að taka sinn pakka út og mæti tvíeflt til leiks á næstu vikum Smile


mbl.is Benítez ánægður að Torres var ekki valinn í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsing

Eflaust verið að refsa manni fyrir að hafa skemmt sér svona vel um helgina með því að hafa svona erfiðan mánudag. Krakkarnir hafa örugglega tekið sig saman um að fara seint að sofa, borða svo sælgæti í morgunmat bara til að gera daginn erfiðari. Allavega meirihluti þeirra...

En eins og ég segi þá var helgin frábær og fékk Austurland að njóta nærveru minnar í þetta skiptið. Flugum til Egilsstaða á föstudag og vorum komin þangað um klukkan 18. Kuldaboli tók á móti okkur og fylgdi okkur alla helgina. Föstudagskvöldinu var eytt á Egilsstöðum og kíktum við m.a. á hinn geysiskemmtilega stað Pepe´s, eða Herpes eins og sumir kusu að kalla hann ! Smile

Á laugardeginum var svo ferðinni heitið í Neskaupstað. Eftir að hafa keypt nauðsynlegar veigar fyrir dvölina þar var haldið á hinum íðifagra Nissan bíl sem systir Sigrúnar Þallar lánaði okkur til fararinnar. Þar sem ég var í fyrsta skipti að keyra niður á Austfirði þá var ég alveg heillaður af landslaginu og sérstaklega fannst mér flott að horfa neðan úr Oddskarði og sjá bæði inn Eskifjörð og Reyðarfjörð - þó svo að eitt stykki álver hafi skemmt útsýnið töluvert.

Á Neskaupstað tók heimasætan Iðunn Pála á móti okkur. Staða hennar í heimabænum er svipuð og staða mín í Eyjum - hún þekkir svona næstum því hvern einasta mann. Eftir að hafa prófað Jump-fit tíma hjá Iðunni og borðað svo fylltar kjúklingabringur var haldið í Egilsbúð þar sem við hlustuðum á raddfagra Austfirðinga þenja rödd sína. Tónlistarshowið var virkilega flott og þeim til sóma sem að því stóðu, mjög gaman að prófa eitthvað svona. Hópurinn fór svo aftur heim til Iðunnar, skellti þar í sig nokkrum köldum drykkjum áður en við héldum svo aftur í Egilsbúð á dansiball. Þar skemmtum við okkur frameftir með skemmtanaglöðum Austfirðingum.

Fyrir utan Egilsbúð voru svo teknar nokkrar salíbunur á náttúrulega skautasvellinu sem hafði myndast á götum bæjarins. Brekkan fyrir utan Egilsbúð var sérstaklega vinsæl og spariskórnir einkar hentugir til að renna sér enda með frekar sléttum sóla Smile

Á sunnudeginum var svo komið að heimferð eftir vel heppnaða helgi. Ég get ekki neitað því eftir öll ferðalögin undanfarið, að kærkomið verður að eyða einni helgi heima að gera ekki neitt...


Gott framtak

Flott hjá HSÍ að velja úrvalslið í N1 deild karla og kvenna. KSÍ hefur gert þetta undanfarin ár og þó svo að menn hafi ekki alltaf, og verði sjálfsagt aldrei, á eitt sáttir um hverjir eiga að vera í liðinu þá setur þetta skemmtilegan svip á deildina og vekur athygli landans.

Hlakka til að sjá hverjar verða í úrvalsliði kvenna sem tilkynnt verður á þriðjudag.


mbl.is Strazdas valinn bestur í fyrsta fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zach Efron

Fyrir þá sem ekki vita hver Zach Efron er, þið ættuð að koma í heimsókn í bekkinn minn. Stelpurnar tala bara ekki um annað og eru með nafnið hans krotað upp um alla handleggi. Held svei mér þá að það sé nýtt Leonardo DiCaprio æði í uppsiglingu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband