Færsluflokkur: Bloggar
6.11.2007 | 11:29
Veturkonungur
Oj barasta ! Ég er sko ekki að fíla þetta veður sem er úti. Þetta var sko klárlega erfiðasti morguninn til að vakna hingað til í vetur, var engan veginn að nenna fram úr.
Annars hefur nú ræst ágætlega úr deginum. Komst m.a. að því að ég fengi kennara með mér í íþróttakennslu í 10.bekk. Sá fram á að ég yrði einn með tvo bekki, semsagt einn að kenna um 50 nemendum í 10.bekk íþróttir. Mér leið orðið hálf illa við tilhugsunina eina saman. Svo er stefnan setta á Laser Tag ásamt mínum ágæta umsjónarbekk. Verður eflaust góð skemmtun, hef farið áður og það var mjög gaman.
Svo endar dagurinn á foreldrafundi með fótboltaforeldrum. Eitthvað verður skrafað þar ef ég giska rétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 11:24
Eðlileg hugsun
Mjög eðlilegt að Englendingarnir skulu vera að hugsa um þetta. Í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma sjá þeir fram á að komast ekki á stórmót í knattspyrnu - eða er það ekki annars rétt hjá mér að það sé langt síðan þeir voru ekki með á stórmóti ? Ef liðin væru skyldug til að hafa a.m.k. 5 enska leikmenn í byrjunarliði hverju sinni þá myndi það skila sér í sterkari leikmönnum. Spurningin er hins vegar hvaða áhrif þetta hefði á áhuga fólks á ensku knattspyrnunni.
Man Utd er með sjö enska leikmenn sem spila reglulega, Chelsea sex, Liverpool fjóra og Arsenal aðeins einn. Ef hvert lið á að hafa fimm enska leikmenn í byrjunarliði í hverjum leik er ljóst að félögin þurfa að hafa allavega 8-9 enska leikmenn í hóp sem þeir treysta sér til að nota í byrjunarliði, ef þeir ætla að halda sama standard á leik sínum. Auk þess væru liðin væntanlega með einhverja unga enska leikmenn sem gætu komið inn ef meiðsli eða aðrar aðstæður halda leikmönnum frá keppni.
Mín skoðun er sú að þessi fjögur lið myndu líklega kaupa flesta sterkustu ensku leikmennina. Ætli það sé hugmynd Sepp Blatter með þessum heimamannakvóta ?
![]() |
Ferguson samþykkur kvóta á erlenda leikmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 14:12
Áhugaverður dúett, en...
![]() |
Pete Doherty og Winehouse syngja ekki saman á verðlaunahátíð MTV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 23:41
Frábærir !
Þessir tónleikar voru algjörlega frábærir og ekki skemmdi fyrir að Daníel Ágúst lét sjá sig og tók nokkur lög með sínum gömlu félögum. Það kemur einfaldlega allt annar bragur á lögin þegar hann er með þeim, röddin hans einfaldlega verður að vera í sumum lögum og þó svo að Björn Jörundur hafi verið góður í kvöld áður en Daníel Ágúst kom þá kemur hann ekki í hans stað - svo passa þeir líka bara svo vel saman !
En þeir tóku flesta smellina sína. Hefði samt verið gaman að heyra "Konur ilma" og svo hefði ég líka viljað heyra "Nostradamus" með Daníel Ágústi, en þeir tóku það áður en hann bættist í hópinn.
"Landslag skýjanna" var mitt uppáhalds hjá þeim í kvöld, mjög flott og þeir Daníel Ágúst og Björn Jörundur náðu vel saman í því lagi. "Alelda", "Hólmfríður Júlíusdóttir" og "Svefninn laðar" voru líka ótrúlega flott á vel heppnuðum tónleikum hjá þeim í Ný danskri.
Flottir tónlistarmenn þarna á ferð
![]() |
Ný dönsk heldur upp á tvítugsafmælið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 12:45
Má svona lagað ?
Sama hver skoðun þessa CIA manns er á Che Guevara, þá hélt ég að menn ættu að sýna látnu fólki virðingu. Mér finnst það ekki bera vott um virðingu að klippa lokk úr hári látins manns, til þess að selja hann svo fyrir rúmar 7 milljónir króna.
Eins og einn fyrirferðamesti stjórnmálamaður Íslandssögunnar sagði eitt sinn : "Svona gera menn ekki"
![]() |
Hárlokkur af Che seldist fyrir 7,3 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 17:57
Af hverju hann en ekki ég ?
Af hverju í ósköpunum ætti hinn ágæti maður Karl Sigurbjörnsson að fá þetta frumvarp til umsagnar. Mér finnst það bara ekki tengjast þjóðkirkjunni á nokkurn hátt ! Af hverju á vímuefnastefna þjóðkirkjunnar að skipta máli, frekar en t.d. vímuefnastefna Ásatrúarmanna ?
Æi ég er svo kominn með upp í kok af þessari þjóðkirkju að mér er skapi næst að segja mig frá þessari úreltu stofnun. Ég get sko alveg stundað mína trú, sama í hve miklu/litlu mæli það er, án þess að ég sé skráður þar.
Sjáum hvernig þetta mál endar með leyfi samkynhneigðra til að gifta sig í kirkju - það væri þá kornið til að fylla mælinn...
![]() |
Léttvínsfrumvarp gengur þvert á forvarnastarf þjóðkirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 13:25
Þegar á reynir
Eiður Smári hefur oft sýnt það, m.a. á ferli sínum hjá Chelsea, að hann lendir alltaf uppréttur. Ég hef fulla trú á að hann geri það gott í kvöld og það kæmi mér ekki á óvart þó að við læsum á morgun í blöðunum þegar Rijkaard hrósar honum í hástert fyrir frammmistöðuna.
Sjáum hvort ég hef rétt fyrir mér...
![]() |
Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 13:21
Gleði
Sætur sigur hjá mínum mönnum helgina, þó umdeildur sé. Get alveg fallist á rök Everton manna um að þeir hefðu átt að fá víti undir lok leiksins - en það breytir því ekki að bæði vítin og bæði rauðu spjöldin sem þeir fengu voru verðskulduð. En svona er þetta, dómararnir gera mistök...
Svo er spurning hvar hetjan Kuyt lærði karate spark líkt og hann tók á laugardag. Kannski Cantona sé með hann í einkakennslu á milli þess sem Frakkinn knái sigrar heim strandfótboltans ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 13:19
Hefði átt að fá lengra bann !
Maðurinn gerði sig reyndar að svo miklu fífli með þessari hegðun sinni að álit fólks á honum jafnast kannski á við lengra bann. En þetta var ein óíþróttamannslegasta (flott orð) hegðun sem ég hef orðið vitni að. Menn gera bara ekki svona - þannig að mín vegna hefði maðurinn alveg mátt fá lengra bann...
![]() |
Leikbann Dida stytt um einn leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 14:58
Bestu dagarnir
Yndislegt að eiga afmæli sérstaklegar þegar maður er að kenna svona frábærum krökkum eins og ég ! Ég fékk þrjár afmæliskökur sem við gæddum okkur á auk afmælisgjafa
Svo er það bara big 25 á næsta ári !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar