Jákvætt

Þá er maður búinn að kynna sér samninginn, allavega svona nokkuð vel. Held að við getum bara nokkuð vel við unað. Langflestir innan félagsins eru að hækka um 18-23% sem er jákvætt, held að þeir sem hafi óskað sér eitthvað mikið umfram það hafi verið full bjartsýnir. Þarf líka að hafa í huga að öll þessi hækkun kemur til framkvæmda á einu ári og þá verður samið upp á nýtt, væntanlega meiri hækkun.

Einnig jákvætt að einna best er gert fyrir unga kennara, hóp sem hefur einna mest setið eftir. Ég mun allavega segja já fyrir mína parta, vonandi að fleiri geri það.


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ekki er það nú rétt að unga fólkið sé sá hópur sem mest hefur setið eftir.  Ég man nú ekki eftir öðru en að ég hafi setið eftir í flestum samningum. Ég virðist alltaf vera í þeim hópi sem er að fá minnst.

Rósa Harðardóttir, 28.4.2008 kl. 21:31

2 identicon

Láta kennarar plata sig eina ferðina enn? Þetta er lítilfjörleg hækkun að ég tali nú ekki um í 12% verðbólgu.

Kennarar komast illa af með þessum lágu launum. Þess vegna eru flestir kennarar í tveimur til þremur störfum til þess að ná endum saman.


Margir íþróttakennarar láta sig hafa það ef þeir komast í að þjálfa. En kennarar eiga að hafa laun sem þeim duga til að lifa sómasamlegu lífi - þá hafa þeir kannski tíma til að vera með fjölskyldu sinni - já og kynnast kannski börnunum sínum - sem er einmitt svo mikilvægt þegar upp er staðið.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Kennarar hafa dregist langt aftur úr á undanförnum árum. Ef menn höfðu von um það að það yrði leiðrétt nú á einu bretti þá held að það fólk verði að teljast mikið bjartsýnisfólk. Það var lögð á það áhersla þegar samningurinn var kynntur að þetta væri fyrsta skrefið - samningurinn er bara til eins árs og við semjum aftur eftir ár, þá kannski er hægt að taka næsta skref sem vonandi verður jafn stórt og núna. Auðvitað er alltaf hægt að hugsa "Ég hefði viljað meira". En það þarf víst að gera málamiðlanir og maður þarf líka að hugsa raunhæft. Í þeirri fjármálakreppu sem er í gangi núna - er hægt að ætlast til mikils meira ? Auðvitað vil ég líka meira, en ég er að reyna að horfa raunhæft á hlutina.

Varðandi unga fólkið þá er nú ekki beint hægt að segja að það sé á húrrandi háum launum. Ekki fengu reyndar eldri kennarar mikið í síðasta samningi heldur því samningurinn þá var hreinlega ekki góður. En mér hefur allavega fundist það brýnast að leiðrétta launin hjá ungu kennurunum - og forystan er mér greinilega sammála því ungir kennarar fá einna mesta leiðréttingu launa með þessum samningi.

Smári Jökull Jónsson, 29.4.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Örn Arnarson

Það er staðreynd að ungt fólk í kennarastétt stendur mun verr en ungt fólk í öðrum háskólamenntuðum stéttum og því eðlilegt að bregðast við því.  Ég tilheyri reyndar þeim hópi sem fær minnst að þessu sinni, en ég er ánægður með samninginn sem slíkan fyrir stéttina í heild.  Ég kýs að horfa lengra en á sjálfan mig í þessu samhengi og mér finnst að það ættu allir að gera.  Það eru engir menntaðir kennarar að hækka um minna en 50 þús kr. á mánuði á 7 mánuðum.  Mér þætti gaman að sjá samning sem hefur gefið öðrum stéttum meira á svo stuttum tíma.

Örn Arnarson, 29.4.2008 kl. 14:30

5 identicon

Get nú ekki annað sagt en að ég væri til í að fá svona myndarlega launahækkun og aðra eins eftir ár!!!:)

En til hamingju með þetta:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:34

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já, en hefðir þú verið til í að vera með þau laun sem við höfum núna ? Við eigum þessa hækkun skilið og meira til...

Smári Jökull Jónsson, 30.4.2008 kl. 12:59

7 identicon

Af umræðunni hérna og blogginu fyrir nokkrum vikum þá sýnist mér þið ekki vera einhverjir eftirbátar margra ef ekki flestra.

En ég hef svo sem ekki nein gögn hver meðallaunin eru, en þetta er bara gott mál:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég til dæmis fékk útborgað 206.000 í dag og það er með 100% vinnu og  12 tíma yfirvinnu í mánuðinum og einhverjum forföllum líka. Það finnst mér ekki mikið...

Smári Jökull Jónsson, 30.4.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband