21.1.2009 | 09:37
Mute á Agnesi
Það þyrfti að setja tappa í suma þeirra sem sífellt tjá sig í fjölmiðlum um allt og ekkert. Setja bara á "mute".
Gott dæmi um þetta er Agnes Bragadóttir sem ég er löngu kominn með nóg af. Hún er í hverri viku í öllum fjölmiðlum, oftast nær að rökræða við aðra viðmælendur og dónaskapurinn og hrokinn sem hún sýnir þeim oft á tíðum er ótrúlegur. Ef fólk lýsir skoðun sem er ekki henni að skapi þá fussar hún og sveiar og nú síðast í morgun þurfti Heimir Karlsson stjórnandi þáttarins "Í bítið" á Bylgjunni að biðja hana vinsamlegast um að blóta ekki í útvarpið eftir að hún sagði "þetta er nú meiri helvítis lygin".
Mute á Agnesi - hvernig væri að stofna Facebook hóp um það ?
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá maður hvað ég er sammála þér. Vegna Agnesar mætti ég öskureið í vinnuna í morgun, gott ef ég bölvaði bara ekki líka! Meira orðbragðið, dónaskapurinn og hrokinn í konunni. Það er ljóst að móðir þín hefur hvergi komið nærri uppeldinu á þessu bíííííbbbb bííííííbbbb.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.1.2009 kl. 18:08
Ég kom allaveg ekkert nálægt uppeldinu á frú Agnesi en er bara stolt af uppeldi annarra.
Ólöf Margrét (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:28
Þú ættir kannski að hringja í Agnesi og gefa henni góð ráð...
Smári Jökull Jónsson, 21.1.2009 kl. 20:53
Já, koma svo Ólöf, hringdu nú í Agnesi og siðaðu hana til eins og þú gerðir við mig í gamla daga!!!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.1.2009 kl. 22:41
Ég, verð að gera það ef ég nenni. Ég efast um að ég komist að fyrir kellu. Ég er ennþá að siða Smára Jökul!
Siðaði ég þig, var það ekki eitthvað svaka lítið? Það þurfti nú ekkert að siða þig það voru bara strákarnir 18 sem voru eitthvað að skoppa og hoppa. þetta var nú skemmtilegur bekkur. Ég á myndir sem ég þarf að senda þér. Ég var búin að lofa að senda Þórhalli en hef ekki efnt það loforð.
Ólöf Margrét (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.