Sanngjarn sigur

Frábær og sanngjarn sigur hjá mínum mönnnum gegn meisturum Manchester United. Leikmenn Liverpool virkuðu traustir allan tímann, fyrir utan kannski fyrstu 10-15 mínúturnar. Varnarleikurinn traustur og eini leikmaðurinn sem eitthvað er hægt að setja út á eftir leikinn er Reina markvörður, enda skrifast vítaspyrnan algjörlega á hann.

Það var líka gaman að sjá að þrátt fyrir þrjá stóra dóma, tvær vítaspyrnur og rautt spjald, þá átti dómarinn góðan leik og allir þessir þrír áðurnefndir tómar voru hárréttir. Það á einnig við um rauða spjaldið sem Vidic fékk enda verið að ræna Steven Gerrard marktækifæri, þó svo að Vidic hafi ekki verið aftastur.

Annars eru Manchester United menn enn langlíklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru efstir og geta aftur náð 7 stiga forystu vinni þeir leikinn sem þeir eiga til góða. Þetta setur samt smá pressu á leikmenn liðsins, því með sigri þá hefðu þeir svo gott sem getað hvílt leikmenn í deildarleikjum og lagt áherslu á Meistaradeildina.

En frábær sigur hjá mínum mönnum og vonandi að þeir séu að ná sínum leik aftur á hæsta plan fyrir lokatörn tímabilsins.


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theo

Eins og alltaf, Liverpool sleppa alltaf með ljótu tæklingarnar. Tek fram að ég sá ekki leikinn, er ekki United maður, en einhvern veginn er þetta alltaf svona.

Theo, 14.3.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Eins og alltaf? Ef þú sást ekki leikinn, hvernig getur þú þá fullyrt það?

Held m.a.s að Liverpool menn hafi fengið fleiri gul spjöld í leiknum, allt fyrir brot. Held að þessi fullyrðing þín standist bara ekki á nokkurn hátt...

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 17:22

3 identicon

Til hamingju með frábærann sigur þinna manna!

En til að byrja með þá skil ég ekki þetta komment að ofan.... að sjá ekki leikinn en samt staðhæfa að Liverpool hafi sloppið með allar ljótu tæklingarnar:S

 Ég sá seinni hálfleikinn og fannst Liverpool menn nokkuð harðir án þess að vera grófir, gerðu það sem þeir gera best... hanga í vörn og eyðileggja spil andstæðingsins!

En það sem ég sá af leiknum, seinni hálfleik, þá voru United menn á leiðinni að jafna leikinn, vantaði herslumun upp á og Sir Alex tekur áhættu með að skipta inn 3 leikmönnum í einu. Stuttu seinna er Vidic rekinn út af og þeir skora gott mark úr aukaspyrnunni....

 Annars lítið meira um þennan leik/úrslit að segja, Liverpool lendir á United sem var að spila sinn allra versta leik á þessu tímabilinu þótt það væri farið lengra aftur í tímann og nýta sér það.

Eitt sem mér finnst leiðinlegt við S.Gerrard sem ætti ekki að sjást hjá annars frábærum leikmanni, hann var farinn að láta sig detta áður en hann kom í tæklingunna.... farið að sjást allt of oft hjá honum því miður!

Hjálmar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 19:05

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég er bara algjörlega ósammála þér að Gerrard hafi verið byrjaður að láta sig detta áður en hann er tæklaður, þetta var pjúra vítaspyrna og ekkert annað !

Það er rétt að United var sterkari aðilinn í seinni hálfleik, fram að svona 65.mínútu en þeir voru hins vegar ekki að skapa sér nein svakaleg færi og í raun aðeins tvö sem eru teljandi og þar af annað þar sem línuvörðurinn hefði með réttu átt að flagga rangstöðu.

Liverpool var klárlega betra liðið í dag, United spilaði illa og fullyrðing þín um að Liverpool hafi hangið í vörn stenst einfaldlega ekki þegar þú skoðar markatöluna, þú skorar varla 4 mörk á Old Trafford ef þú hangir í vörn. Þú skorar 4 mörk ef þú spilar vel og nýtir færin þín  Það er hins vegar rétt að þeir náðu að stoppa (eyðileggja) spil United, en er það ekki það sem góður varnarleikur snýst um ?

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 21:11

5 identicon

Finnst mér þú nú fara í óþarfa vörn í þessu kommenti Smári;)

Ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið víti, því víti var þetta það er á hreynu!! Þegar maður sér í endursýningu þá er hann byrjaður að detta áður en einhver snerting verður, bara einfaldlega að benda á þennan löst hjá annars ágætum leikmanni. Hef tekið eftir þessu áður hjá honum. En ég nenni ekki í einhverja dýfinga umræðu.....

United voru, það sem ég sá, að skapa sér þó eitthvað og voru líklegir að skora þangað til Vidic fékk rauða spjaldið og skoruðu Liverpool beint úr aukaspyrnunni. Hvort United hefði skorað eða ekki veit ég ekki um og það mun aldrei koma í ljós, enda er það ekki til umræðu þar sem að það reyndi ekki á það. Og að vera undir 1-3, einum manni færri gegn 10 manna vörn Liverpool þá eiginlega datt allur dampur úr liðinu.

Þú getur alveg skorað 4 mörk þótt þú hangir í vörn, Hull skoraði 3 mörk minnir mig fyrr í vetur á OT þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið að sækja að ráði og United hékk í sókn. Middlesborouh skoraði 2 mörk gegn Liverpool um daginn þótt þeir hafi bara átt 1 skot á mark, þannig að það er allt hægt í fótbolta;)

Í þessum leik (seinni hálfleik a.m.k) ætlaði Liverpool að gera eins og þeir gera alltaf þegar þeir eru einu marki yfir, allir fyrir aftann bolta og treysta á skyndisóknir, aðaláherslan að tapa ekki forskotinu með öllum ráðum. Þess má geta að tvö af mörkum Liverpool komu eftir hreinsun varnarmanna (ekki skyndisókn) Liverpool og værukærð United manna í vörn, þannig að það var ekki nein yfirspilun eða góð spilamennska sem skóp þau mörk a.m.k, síðan kom eitt úr víti og eitt úr aukaspyrnu.

Eins og ég hef marg oft sagt við þig í vetur þá gildir það að nýta færin sín, mér skilst að United hafi verið með 64% með boltann í leiknum og fengið 10 hornspyrnur. En þetta er tölfræði og hún gefur ekki stig eða vinnur leiki.

En ég ætla ekki og er ekki að taka neitt af Liverpool, þeir áttu sigurinn skilið og vel það! Því miður þurfti þessi lélega spilamennska að lenda á þessum leik gegn Liverpool og að mínu mati fínt að koma mönnum aðeins niður á jörðinna fyrir komandi átök. Það jákvæða er kannski að vegna þess að þetta var Liverpool þá verður sparkið bara meira og vonandi ákvefðin hjá United meiri fyrir vikið á að klára það sem eftir er af tímabilinu með stæl, við erum jú ennþá inni í öllum keppnum því að miklu að keppa þótt einn leikur hafi tapast 

Hjálmar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:57

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég er búinn að horfa á atvikið þegar Gerrard fær vítið ansi oft, og ég sé einfaldlega ekki það sem þú sérð. Hann fellur einfaldlega í jörðina þegar Evra fer í fæturnar á honum, ekki áður en það er.

United skapaði sér ekki mörg færi. Þeir skoruðu markið úr víti og fengu svo tvo sénsa í seinni hálfleik, þegar Rooney sendir boltann fyrir og hann skoppar fyrir framan línuna og svo þegar Tevez fær hann í miðjum teignum og skýtur framhjá. Það voru færin hjá United.

Ég er sammála þér að mörk Liverpool komu ekki eftir að þeir yfirspiluðu United og vissulega komu tvö af mörkunum eftir langar sendingar (annað er hreinsun og hitt er markspyrna frá Reina). En þeir skora 4 mörk í leiknum og það segir eitthvað um sóknarleikinn sama hversu lítill hann hefur verið - árangursríkur var hann

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 23:49

7 identicon

Já þá erum við bara ósammála um það;) Oft virðast skoðannir manna snúast um hvaða liði þeir halda með, frekar en sjá það augljósa og geta gagnrýnt sína menn....

Já það er það sem ég er að segja og segi alltaf að það þarf að skora úr þessum færum sem menn fá, annað telur ekki.

Já árangursríkur var hann enda varnarmenn United að eiga sinn slakasta leik á ferlinum leyfi ég mér að fullyrða!!

 En þá er þessum umræðum lokið af minni hálfu, nenni ekki að þræta um þennan leik. Enda í rauninni ekki neitt til að þræta um, held að allir séu sammála um það að dómarinn var góður og sigurinn sanngjarn eins og marg oft hefur komið fram.....

hjálmar (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:29

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ef umræðan snýst um það hvaða liði menn hala með, frekar en að sjá það augljósa og geta gagnrýnt sína menn - þá gerir hún það ekkert meira hjá mér en þér

Annars skulum við leyfa Ferdinand að eiga síðasta orðið. Hann segir í viðtali að rauða spjaldið hafi verið umdeilanlegt, því Vidic hafi ekki verið aftastur og hann sjálfur (Ferdinand) hefði getað komist á milli og varist Gerrard. Þar sem Gerrard átti bara eftir að leika 2-3 metra áfram og skjóta á markið, en Ferdinand átti eftir ca 10-15 m sprett að Gerrard, þá er ekki séns í helvíti að Ferdinand hefði komist fyrir - tja nema hann væri búinn að fara á þessar æfingar hjá Usain Bolt sem Ronaldo fer á í sumar

Smári Jökull Jónsson, 15.3.2009 kl. 01:52

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skv. Soccernet var utd með boltann 55% leiksins ekki 64% eins og hér er haldið fram. S.s. 55% móti 45%. Liverpool átti 5 skot á rammann en utd. 3.

Auðvitað er lið á heimavelli sem er undir meira með boltann, það er ósköp eðlilegt sama hvaða lið eiga í hlut. Þetta þrugl um 10 manna vörn er auðvitað endemis steypa og það vita allir sem horfðu á þennan leik. En, eðlilegt að utd-aðdáendur hafi ekki séð þetta þannig. Það er nefninlega erfitt að greina hvað fer fram á vellinum gegnum táraflóðið.

Páll Geir Bjarnason, 15.3.2009 kl. 03:52

10 identicon

Tja Smári, ég get þót tekið undir með þér í öllum þessum póstum sem þú hefur eytt í gagnrýnina þína á Ronaldo og hans "dýfum", hef ekki heyrt þig gagnrýna Gerrard hvað varðar hans dýfur svo ég tala nú ekki um tveggja fótatæklingar hans sem geta eyðilagt feril manna. Ég fæ alla vega plús í kladdann fyrir að geta séð yfir United gleraugun;)

 Þú verður að eiga það við Ferdinand hvort hann telur sig komast í boltann eða ekki, kannski bara hans upplifun. Reynar átti Gerrard ekki svo greiða leið að marki þar sem að Van der Saar var kominn að boltanum, þannig að þetta hefði kannski ekki verið það mikið dauðafæri eftir allt saman. En í mínum huga var þetta jafn mikið rautt spjald og rauða spjaldið sem Hyypia fékk gegn United á OT á 4 mínútu fyrir einhverjum árum sem þér fannst rangt þar sem að það var bara 4 mínúta:S

Og Páll, ég var ekki að fullyrða neitt. Sagði að mér skildist. Ég nennti ekki að leita það uppi, en ánægður með þig að þú skildir leita að þessu og koma með það hérna....

Og að lokum þá er það ekki sjálfsagt að lið á heimavelli sem er undir að vera meira með boltann, allavega er það ekki með United. Yfirleitt klára þeir sína leiki, a.m.k halda áfram að sækja. Liverpool reyndar pakkar í vörn eftir eitt mark, en þetta er bara þín upplifun.

 Hitt er ekki svaravert, leiðinlegt þegar menn geta ekki spjallað á vitrænum og málefnalegum nótum. Það er eitt að kunna tapa eins og ég, annað að kunna að vinna....

En hættum nú að tala um þetta, mæli ég með að þið njótið sigursins  enda er langt í næstu umferð.

Hjálmar (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 09:12

11 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er auðvitað ekki rétt að Van Der Sar var kominn að boltanum. Ef þú skoðar atvikið þá sérðu að Van Der Sar er 5-6 metrum frá því að komast í boltann þannig að Gerrard átti greiða leið að marki, hefði getað tekið snertingu og skotið svo á markið áður en Van Der Sar væri kominn of nálægt.

Hvað varðar Gerrard þá veit ég að hann hefur sýnt leikaraskap, ég get vel viðurkennt það þó svo að ég sé ekki endilega sammála þér í þau skipti sem þú talar um leikaraskap. Hvað varðar einhverjar tveggja fóta tæklingar sem geta eyðilagt ferilinn þá eru þær auðvitað stórhættulegar og eiga ekki að líðast. En ég hef ekki séð Gerrard taka þessar tæklingar síðustu misserin. Hann átti það til að taka þessar tæklingar snemma á sínum ferli og fékk þá í einhver skipti rauðspjöld. En að brennimerkja hann sérstaklega í samhengi við þessar tæklingar er einstaklega ósanngjarnt. Þá er alveg eins hægt að setja Rooney í sama flokk - hann átti það jú til að slátra mönnum.

Við njótum sigursins mjög vel - menn þurfa jú líka að kunna að tapa

Smári Jökull Jónsson, 15.3.2009 kl. 13:33

12 Smámynd: Andri Ólafsson

hehehe, vá... ég sé aðdáendur liðanna beggja eiga þó eitt sameignlegt:

Þið eruð Nucking Futs!

Andri Ólafsson, 15.3.2009 kl. 17:47

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Lið sem eru undir leggja í aukinn sóknarþunga. Það þýðir undantekningarlítið meiri "possession" á bolta. Ósköp einfald reikningsdæmi sem flestir skilja og eru sammála um.

Liverpool var einfaldlega mun betra í leiknum, eins og svo oft áður.

Páll Geir Bjarnason, 15.3.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband