15.3.2009 | 21:40
Gísli Marteinn
Það eru í raun ákveðin vonbrigði að þurfa að eyða dýrmætum og skemmtilegum tíma í að blogga um þennan ágæta mann. Ég er reyndar farinn að halda að Gísli Marteinn stígi bráðum fram, haldi blaðamannafund (Villi búinn að kenna honum hvernig á að halda þá) og segi bara : "Nei, þetta er djók" - Pistlarnir hans hljóta allavega að vera djók !
Gísli Marteinn er án vafa einn af fáum sem heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurnýjað mikið á framboðslistum sínum í Reykjavík eftir prófkjörið í gær. Hann hlýtur að hafa lesið einhverjar aðrar tölur en allir aðrir.
Sjö efstu í prófkjörinu eru sitjandi þingmenn - kallast það endurnýjun? Það kallast allavega ekki endurnýjun ef menn færast til í sætum á milli ára. Það er nokkurs konar endurröðun. Dæmi um það er þegar Illugi Gunnarsson færist úr 5.sæti (sætið hans 2007) og í 1.sætið (sætið hans nú).
Endurnýjun er það þegar eitthvað nýtt kemur í staðinn fyrir eitthvað sem var fyrir. Dæmi um það er þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tekur sæti á framboðslista Samfylkingar, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir dregur sig í hlé.
Ef Gísli Marteinn vill hinsvegar meina að hans útskýring á "endurnýjun" sé sú rétta þá má líka halda því fram að uppgangur Jóhönnu Sigurðardóttur úr 3.sæti (sætið hennar 2007) og í 1.sæti (sætið hennar nú) sé endurnýjun.
Eflaust er það svo engin tilviljun að Gísli Marteinn gefur fólki ekki færi á að skrifa athugasemdir á síðunni sinni. Þá fengi hann eflaust þvílíka holskeflu af fólki á móti honum að hann myndi flytja til Skotlands í nám.
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru það ekki bara hrokafullir pólitíkusar, sem skrifa rugl á bloggið sitt og loka fyrir athugasemdir ?
Eiður Svanberg Guðnason, 15.3.2009 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.