Rétt nálgun og helgin í hnotskurn

Mér finnst það rétt nálgun hjá Benitez að hver leikur í deildinni hér eftir er eins og bikarúrslitaleikur fyrir Liverpool. Ég held að það sé rétt hjá honum að ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á að vinna meistaratitilinn, þá verða þeir eiginlega að vinna rest. Manchester United er það gott lið að þeir tapa ekkert mörgum stigum það sem eftir er af móti, þó þeir séu ekki upp á sitt besta akkúrat núna.

Dómarar komu mikið við sögu í leikjum liðanna um helgina. Í leik Liverpool voru dæmdar tvær vítaspyrnur, báðar réttlátar að vísu, auk þess sem Brad Friedel í marki Aston Villa fékk rautt spjald. Það spjald var reyndar ansi strangt og mér fannst að dómarinn hefði átt að sleppa honum með gult.

United menn urðu líka vel varir við dómarann í sínum leik. Paul Scholes fékk rautt spjald eftir að hafa fengið knöttinn í höndina í vítateignum, lítið annað fyrir dómarann að gera en að reka hann útaf þar sem boltinn var á leið að marki og Scholes var með hendur hátt á lofti. Hann var reyndar óheppinn þar sem skalli Fulham mannsins var af stuttu færi, en rautt spjald var réttur dómur. Wayne Rooney sýndi svo skap sitt í lok leiksins þegar hann grýtti knettinum til baka svo aukaspyrna gæti verið tekin á réttum stað. Dómarinn leit svo á að hann væri að kasta knettinum í burtu og gaf honum því annað gult spjald og þar með rautt. Ansi hart, en að sama skapi hefði Rooney alveg getað sleppt því að sýna þá tilburði sem hann gerði. Getur eiginlega sjálfum sér um kennt, þó vissulega megi deila á ákvörðun dómarans. Svona getur skapið skemmt fyrir mönnum.

Annars var gaman að sjá mína menn um helgina, taka sterkt Aston Villa lið í nefið. Villa menn sáu aldrei til sólar í leiknum og greinilegt að þeir eru í mikilli lægð eftir frábært gengi framan af vetri. Steven Gerrard fer fyrir Liverpool liðinu, er í fantaformi og hlýtur að koma sterklega til greina sem einn af mönnum mótsins.

Þar eru reyndar nokkrir tilkallaðir. Vidic hefur átt frábært mót hjá United og svo hefur Giggs sömuleiðis verið öflugur. Xabi Alonso er búinn að spila gríðarlega vel hjá Liverpool og svo hefur Ronaldo skilað sínu hjá United eftir að hann kom úr meiðslum sem hrjáðu hann í upphafi móts.

Verður gaman að sjá hvaða sex leikmenn verða á listanum yfir hina tilnefndu.


mbl.is Benítez ætlar að vinna rest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fyllist stolti eftir svona lestur :)

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband