Færsluflokkur: Bloggar

Góð helgi í Eyjum

Áttum góða helgi í Eyjum í blíðskaparveðri. Borðuðum góðan mat og slöppuðum af, ekki veitti af þar sem það er búið að vera þvílíkt mikið að gera undanfarið - og sér ekki fyrir endann á því næstu vikurnar. Ekki góður tímapunktur til að fá einhverja flensu, eins og ég held að sé að gerast hjá mér.

Svo er það bara morgundagurinn sem málið snýst um. Tuðruspark í hæsta gæðaflokki og mínir menn í eldlínunni. Verð að viðurkenna að ég er pínu smeykur fyrir þessar viðureignir en hallast samt að sigri hjá mínum mönnum. Svo spái ég Manchester United sigri í þeirra viðureign gegn Barcelona. Ekki slæmur úrslitaleikur : Liverpool - Manchester United


Gott kerfi ?

Þetta kosningakerfi í Bandaríkjunum sem er notað til að velja forsetaframbjóðendur er einfaldlega ekki gott. Fyrir utan hversu gífurlega langan tíma það tekur að klára málið þá virðist það einnig til þess fallið að skipta kjósendum sama flokksins í tvo hópa - hópa sem takast síðan mjög harkalega á í öllum forkosningunum. Það getur ekki verið gott fyrir flokkinn til frambúðar.

Peningarnir sem frambjóðendurnir safna og nota í baráttunni eru engir smáaurar og það væri svo sannarlega hægt að nota þá í eitthvað annað og betra. Aðalmálið ætti auðvitað að vera baráttan á milli Repúblikana og Demókrata - ekki innbyrðis barátta í flokkunum.


mbl.is Clinton og Obama takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um að taka þátt ?

Þetta er nú eitthvað sem krefst ekki sérstakra hæfileika, maður þarf bara að sýna smá þolinmæði ! Allir þeir sem hafa aldrei unnið neitt í íþróttum, listum eða öðrum keppnum - þetta er ykkar tækifæri !!
mbl.is Keppt í skeggvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paradís

Paradísareyjan nú seinni partinn. Þurfti reyndar að sleppa leik hjá Fréttablaðinu sem ég var beðinn um að fara á, fótboltaleik meira að segja ! Hefði viljað taka hann en það er víst erfitt að vera alls staðar.

Nú er bara vonandi að Eyjan skarti sínu fegursta (eins og hún gerir nú reyndar oftast). Spurning að fara bara niðrí Dal og halda litla Þjóðhátíð, svona fyrst maður kemst ekki í ágúst...


Frábært framtak !

Hrós til þeirra sem standa að þessari keppni. Vekur ungmenni nú til dags til vitundar um mikilvægi hreyfingar og hvetur krakka til að hreyfa sig og hugsa vel um sig. Ég veit til dæmis um nokkra krakka sem eru ekki enn komnir á aldur til að keppa í Skólahreysti en eru samt byrjaðir að undirbúa sína þátttöku.
mbl.is Hagaskólanemar hraustastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit hver glæpakonan er !

Sigrún Þöll heitir hún og er svarin óvinur David Caruso. Mér finnst þetta þó fulllangt gengið, en hún er svosem vís til að grípa til ýmisa ráða þegar Mr. Caruso er annars vegar...


mbl.is Ákærð fyrir að hrella Caruso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið systir kær !

Í dag 16.apríl á systir mín kær, hún Guðný 26 ára afmæli. Já kerla er í Atlanta í Georgíuríki ásamt Reyni sínum og heldur því upp á afmælið sitt þar - í fyrsta skipti, en ekki víst hvort það verði aftur haldið þar !

Guðný hefur helst unnið sér það til frægðar að vingast við Sævar Cieselski, tefla við gamla karlmenn á Grand Rokk, spila í skrúðgöngu um miðja nótt í miðbæ Vestmannaeyja auk þess að vera framtíðar formaður Þroskaþjálfafélagsins. Ekki slæmur afrekslisti það !

Til hamingju með daginn Guðný Grin 


Búið og ekki aftur snúið

Þá held ég að það sé öruggt. Titillinn verður því miður geymdur eitt ár í viðbót í Manchesterborg. Samt svolítið leiðinlegt fyrir Man Utd að það var fyrrum Liverpool maður sem endanlega tryggði þetta. Þeim finnst það örugglega ekkert sérstaklega skemmtilegt...

En þetta verður eini titill þeirra United manna þetta árið. Ef vonbrigðin verða ekki gegn Barcelona, eins og ég er tilbúinn að veðja uppá, þá verða þau gegn Liverpool í Moskvu þann 21.maí !


mbl.is Wigan jafnaði í uppbótartíma á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður sigur - slæmt ástand

Góður sigur hjá mínum mönnum í gær. Samt hefur hann fengið minnsta athygli fjölmiðla, heldur virðist rifrildi Rick Parry framkvæmdastjóra og Tom Hicks annars af eigendum liðsins taka alla athygli almennings. Það er auðvitað ekki eðlilegt þegar kastljósið á knattspyrnulið beinist aðallega að því hvað gerist á skrifstofum félagsins en ekki á knattspyrnuvellinum.
mbl.is Benítez lætur óvissuástandið hjá eigendum Liverpool ekki hafa áhrif á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð auglýsing eða lögbrot ?

Nú hefur aðeins skapast umræðu um hið arfaslaka nýja lag frá Mercedez Club, lag sem Síminn notar í sínum auglýsingum. Einhver benti á að auglýsingin, sem er runnin undan rifjum Jóns Gnarr, væri á gráu svæði hvað varðar auglýsingalög. En er þetta ekki bara eitthvað sem hefur tíðkast ?

Icelandair notaði "Flugvélar" með Nýdönsk í sínum auglýsingum. Ég tengi það lag oft við flugfélagið. Síminn notaði "Frelsið" með sömu hljómsveit. Á þeim tíma sem auglýsingarnar voru hvað mest spilaðar þá kannski fengu fyrirtækin ókeypis auglýsingu ef lögin heyrðu svo í útvarpinu. En er eitthvað ólöglegt við þetta ?

Reyndar er þetta kannski aðeins öðruvísi dæmi þar sem lagið virðist samið sérstaklega til að nota í auglýsingu. Kannski það sé ekki í lagi ? Spyr sá sem ekki veit...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband