Færsluflokkur: Bloggar

Spútnikliðið

Enginn vafi á því að mínir menn í New Orleans Hornets eru spútniklið ársins í NBA körfunni. Byron Scott, hinn gamalkunni leikamaður LA Lakers, er nú verandi þjálfari og var kjörinn þjálfari ársins nú fyrir skömmu. Chris Paul hefur verið að spila frábærlega í vetur, sérstaklega nú í úrslitakeppninni og hver veit nema hann leiði liðið til frekari metorða. Þeir allavega tóku Spurs létt í nótt og eru til alls líklegir.

New Orleans Hornets (áður Charlotte Hornets) hafa verið mitt lið síðan Larry Johnson, Alonzo Mourning og Mugsy Bogues voru aðalmenn liðsins. Þar sem þeir voru sjaldan í baráttu á toppnum þá átti maður svona lið til vara en nú er engin þörf á því. New Orleans Hornets eru komnir til að vera !


mbl.is NBA: Meistararnir steinlágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stress hress press

Shitt fokk shitt hvað ég er nervös fyrir leikinn í kvöld. Vonandi að maður gargi "Moscow baby" klukkan 20:36 í kvöld - eða 21:17 ef leikurinn fer í vítaspyrnukeppni eins og ég held...

Væl

Wenger hefur oft verið þekktur fyrir væl eftir leiki. Það er alþekkt. Held samt að Alex Ferguson hafi toppað allt þegar hann var í viðtölum eftir Chelsea leikinn. Eins og Óli Kristjáns sagði í 4-4-2 (og hann er nota bene Man Utd maður) : Ferguson tók bara Wenger-inn á þetta.

Komment eins og "maður dæmir ekki víti á brot eins og þetta í svona mikilvægum leik" og "aðstoðardómarinn hefði átt að sjá að boltinn var hvort sem er á leið til Ferdinand" eru án efa einhver vitlausustu komment sem þjálfari hefur látið út úr sér. Sé litið til reynslu Ferguson þá er þetta ennþá fáránlegra.

Sérstaklega með tilliti til þess að þetta var víti, og ekkert annað.


Mest gay ?

Ég held að það sé hægt að fullyrða að auglýsingin með Arnari Grant og Ívari Guðmunds að hoppa um í sjónum saman, sé mest gay auglýsing sem framleidd hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp.


Jákvætt

Þá er maður búinn að kynna sér samninginn, allavega svona nokkuð vel. Held að við getum bara nokkuð vel við unað. Langflestir innan félagsins eru að hækka um 18-23% sem er jákvætt, held að þeir sem hafi óskað sér eitthvað mikið umfram það hafi verið full bjartsýnir. Þarf líka að hafa í huga að öll þessi hækkun kemur til framkvæmda á einu ári og þá verður samið upp á nýtt, væntanlega meiri hækkun.

Einnig jákvætt að einna best er gert fyrir unga kennara, hóp sem hefur einna mest setið eftir. Ég mun allavega segja já fyrir mína parta, vonandi að fleiri geri það.


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnalegt

Það er óhugnalegt að hugsa til þess að beitt sé táragasi á sárafáa friðsamlega mótmælendur hér á Íslandi. Það væri gaman að sjá hvernig Björn "Die-Hard" Bjarnason myndi bregðast við ef alvöru uppþot yrði ? Myndi hann bara senda kjarnorkusprengju á liðið - eða jafnvel bara leyniskyttur ?

Finnst ykkur þetta eðlileg viðbrögð hjá yfirvaldinu ?


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel hægt

Liverpool þurfa ekki nema eitt mark á Stamford bridge til að koma sér aftur inn í einvígið. Verð samt að viðurkenna að þetta lítur ekki vel út, en þetta er vel hægt ! Chelsea hafa ekki verið mjög sannfærandi undanfarið og þeir eiga erfiðan leik um helgina. Ég get nú ekki verið sammála Lampard og stjóranum Avram Grant þegar þeir segja að þeir hafi átt jafnteflið skilið - mér fannst þeir bara arfaslakir og Liverpool hefði frekar átt skilið að vinna 2-0 en að leikurinn færi í jafntefli...
mbl.is Benítez: Gríðarleg vonbrigði en við eru færir um að sigra á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar staðreyndir um leikinn í kvöld...

...dómarinn var ömurlegur, kom niður á bæði liðum þar sem hann stoppaði leikinn í sífellu með því að dæma fáránlegar aukaspyrnur

...Liverpool hefði átt að fá víti þegar Ballack tók hann með hendi

...Drogba hefði getað fengið víti í fyrri hálfleik, held samt að Carragher hafi farið í boltann

...jafntefli eru ótrúlega ósanngjörn úrslit þar sem Chelsea leikmennirnir voru arfaslakir nær allan leikinn

...Riise er ömurlegur varnarmaður, og VAR ágætur sóknarmaður - áhersla á VAR

...held að Riise hafi tryggt Chelsea sæti í úrslitum með þessu sjálfsmarki - endar 0-0 eða 1-0 á Stamford Bridge


Grínið vinsælt

Já íslenskir grínþættir virðast vera í uppáhaldi. Allavega hjá þeim sem kusu í könnuninni. Fóstbræður og Næturvaktin fengu jafnmörg atkvæði í efsta sætið og fylgdi Heilsubælið í humátt á eftir - ásamt reyndar snilldar þáttunum Sigla himinfley sem gerðust einmitt í Vestmannaeyjum.

Endilega tékkið á næstu könnun !


Spá fyrir sumarið

Er ekki um að gera að koma með spá fyrir knattspyrnusumarið hér heima, nú þegar það stendur sem hæst úti í heimi. Hér kemur allavega mín :

1. Valur - Verja titilinn með naumindum þó. Held að það verði 3-4 lið að berjast um titilinn í sumar og Valsmenn verða klárlega eitt af þeim, eru með breidd sem skilar þeim langt.

2. ÍA - Skagamenn halda áfram að bæta sig undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og verða við toppinn.

3. Breiðablik - Hef trú á Blikunum í sumar. Spila skemmtilegan bolta og geta unnið alla á góðum degi - geta reyndar líka tapað fyrir öllum en hef trú á að sigrarnir verði fleiri en töpin.

4. FH - Held að þetta verði vonbrigðaár hjá FH. Hef einhvern veginn ekki næga trú á þeim, en svo er aldrei að vita hvaða ása Heimir hefur uppi í erminni.

5. KR - KR verður þéttara en í fyrra og gætu með heppni endað ofar en þetta. Spurning hvort Logi er rétti maðurinn til að gera þá að meisturum ?

6. Fylkir - Fylkir er spurningamerki. Hafa fengið góða leikmenn eins og Dyring, Jeffs og Jóhann Þórhalls en spurning hvort það sé nóg til að hafa sig upp úr miðjumoðinu.

7. Fram - Hef trú á Þorvaldi Örlygssyni og held að Fram verði ekki í fallbarátunni nú í sumar, en það verður samt ekkert meira en það.

8. HK - Litla liðið í Kópavoginu kemst langt á baráttunni. Þeir eru með sterkari hóp en í fyrra, en annað ár í deild reynist oft erfitt. Mega ekki við miklum skakkaföllum.

9. Þróttur R - Þróttarar verða í erfiðleikum. Þeir eru ekki með mikla breidd en hafa skemmtilega leikmenn innanborðs. Halda sér uppi en lukkudísirnar þurfa að vera á þeirra bandi.

10. Keflavík - Verður erfitt ár hjá Keflvíkingum. Hafa misst mikið en ég hef trú á að Kristján þjálfari dragi einhverjar kanínur upp úr hattinum og það nægi til að halda sætinu.

11. Fjölnir - Fjölnismenn voru spútnikslið síðasta sumars. Gætu orðið það ef stemmningin verður þeirra megin en ég held samt að þeir fari beint niður aftur.

12. Grindavík - Líst einhvern veginn ekkert á þetta fyrir þeirra hönd. Þeir eru þó með reynslubolta innanborðs sem gætu hjálpað þeim. Held það sé samt ekki nóg fyrir þá í sumar.

Held að þetta verði gríðarlega skemmtileg deild í sumar. Það eru 3-4 lið sem gætu gert tilkall til bikars og auk þess 4-5 lið sem gætu fallið niður í 1.deild. Vona bara að mínir menn í ÍBV komi sér aftur í efstu deild þar sem þeir eiga heima !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband