Vel hægt

Liverpool þurfa ekki nema eitt mark á Stamford bridge til að koma sér aftur inn í einvígið. Verð samt að viðurkenna að þetta lítur ekki vel út, en þetta er vel hægt ! Chelsea hafa ekki verið mjög sannfærandi undanfarið og þeir eiga erfiðan leik um helgina. Ég get nú ekki verið sammála Lampard og stjóranum Avram Grant þegar þeir segja að þeir hafi átt jafnteflið skilið - mér fannst þeir bara arfaslakir og Liverpool hefði frekar átt skilið að vinna 2-0 en að leikurinn færi í jafntefli...
mbl.is Benítez: Gríðarleg vonbrigði en við eru færir um að sigra á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn orðlaus eftir þennan leik...

Hjördis Yo (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:45

2 identicon

sjummála !!! ..... Þótt ég sé nú ekki mög fróð um fótbolta þá sé ég vel þegar vel er leikið eður ei. Liverpool áttu þennan leik, og áttu skilið að vinna. Þvílík óheppni átti sér nú bara stað þarna... ég vona nú bara að herra norðmaður Riis eigi ekki eftir að þurfa allt of marga lífverði eftir þessa rimmu... en svona er boltinn ... það getur allt gerst !!!

Anna Dögg Emilsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:45

3 identicon

Leikurinn fór nú ekki eins og ég spáði, en flott hjá Chelsea að fá eitt mark með sér á Stamford!

Fannst fyrri hálfleikurinn jafn, Liverpool fór  með 1-0 forskot sem hefði alveg eins getað dottið Chelsea meginn. Í seinni hálfleik vour Liverpool betri, a.m.k fyrstu 20-30 mín. Eftir það fóru þeir að halda fengnum hlut sem eir gerðu vel án þess að bakka of aftarlega. Heilt yfir Liverpool ívið betra (sköpuðu sér ögn hættulegri færi og höfðu miðjuna) en Chelsea gat nánast ekki neitt í seinni hálfleik með Drogba í farabroddi. Spurning um að einbeita sér að því að spila fótbolta... en hann var svo sem ekki einn um dífurnar, sást annað slagið frá báðum liðum.

En já sammála þér því Smári að jafntefli eru svo sem ekki sanngjörn úrslit. Sanngjarnt hefði verið 1-0 jafnvel 2-0 fyrir Liverpool.

Set spurningamerki við álit Benitez á dómaranum í þessum leik! Segir að Liverpool hafi ekki fengið neinn vafadóm með sér, hefðu allir lent Chelsea meginn. Hvaða vafadóma er hann að tala um? Ef það voru einhverjir (2-3 kannski) þá féllu þeir jafnt með/móti hvoru liðinu. Síðan er spurning um hvort hann eigi að vera tjá sig um þetta yfir höfuð. Liverpool búið að fá hvern einn og einasta dóm með sér í allri útsláttarkeppninni í hverjum einasta leik!!! Kallast þetta ekki hræsni... eða hvað?

Hjálmar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Andri Ólafsson

Hvaða áhyggjur eru þetta? Liverpool vinnur seinni leikinn 3-0. Mig dreymdi það í nótt... (reyndar dreymdi mig að Valtýr Björn sagði Atla það og Atli sagði mér það en bætti svo við: "...ekki segja neinum, því leikurinn er ekki fyrr en í næstu viku")

Meikar sens

Andri Ólafsson, 23.4.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hjalli þú ert búinn að fyrirgera rétti þínum til að tala um dómgæslu eftir að þú sagðir að það hefði ekki verið brotið á Kuyt í einu atvikinu þarna í gær

En þú talar samt svolítið í hringi. Hefur sagt hér áður að vafaatriðin komi jafnt út á liðin en svo segir þú að Liverpool fái alla dóma með sér ? Hvernig er hægt að taka mark á því ?

Til dæmis í gær þá var hendi á Ballack - það var vafadómur sem féll ekki með Liverpool. Svo væri ég til í að sjá hvaða dívur þú sást frá Liverpool í gær - endilega segðu mér það ! Eini maðurinn sem var í dívunum var Drogba og hann gerði það nógu oft...

Svo vonum við bara að draumur Andra rætist, það væri nú ekki leiðinlegt að skora 1-0 þegar 2 mínútur eru eftir á Stamford Bridge...

Smári Jökull Jónsson, 23.4.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Draumurinn sagði reyndar 3-0 sem er ennþá betra

Smári Jökull Jónsson, 23.4.2008 kl. 16:09

7 identicon

Ég horfði á leikinn á ITV og þulirnir þar voru farnir að gera stólpagrín af Drogba.  Þeir sögðu hann stórslasast í hverjum leik og hafa ævintýralega recovery hæfileika.

En svona í alvöru talað það er ömulegt að horfa upp á drogba og Ronaldo gera þetta í hverjum einasta fokking leik.  Meira að segja í 3-0 leiknum á móti liverpool þá var Ronaldo að láta sig detta til að reyna að fiska víti.  Common, svona góðir leikmenn eins og þeir eru þurfa ekki á þessum leikaraskap að halda.

Annars vonum við bara að liverpool blómstri á stanford bridge og eflist við þetta mótlæti. 

stebbi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:14

8 identicon

Ég sagði aldrei að þetta hafi ekki verið brot. Fyrst fannst mér þetta brot, en þegar ég sá endursýninguna þá fannst mér Ashley Cole (var það ekki hann sem var þarna með Kuyt?) vera búinn að taka sér stöðu þannig að í rauninn fannst mér Kuyt bara hlaupa á hann. Sá ekki fleirri endusýningar á þessu en getur vel verið að þetta hafi brot.

Já maður er kannski farinn að tala í hringi, enda ekki annað hægt þegar Liverpool hefur fengið alla þessa dóma með sér í 4 síðustu leikju (á undann Chelsea leiknum). Held að enginn heilvita maður geti tekið undir það að rauðu spjöldin gegn Inter hafi verið réttmætt í báðum leikjunum. Tala nú ekki um vítið sem Arsenal átti að fá og vítið sem Liverpool fékk svo! Nóg um það, þessi tilfelli eru kannski undantekningin sem sannar regluna.

Finnst einfaldlega óþarfi hjá Benitez að vera að setja út á þetta miðað við það sem undann er gengið í síðustu leikjum hjá Liverpool. Óþolandi hvað stjórar eru farnir að "kenna" dómurum alltaf um tap sinna liða, sama hvað þeir heita Ferguson, Benitez, Wenger eða Grant. Nánast jafn óþolandi þegar "vafadómar" skera úr um hvaða lið vinnur eða fer áfram!

Torres tók eina eða tvær dýfur! En ég geri ekki þá kröfu á þig að þú takir undir með mér þar sem að Torres er í Liverpool og þú er Púllari. Getur ekki hætt að tala um dýfur Ronaldo en sérð aldrei þegar Torres dýfir:S Hversu mikið er hægt að taka mark á mönnum ef þeir geta ekki séð bjálkann í sínu auga en sjá bara flísina í augum annarra (er ekki orðatiltækið einhvern veginn svona:))? Ég get þó viðurkennt og gagnrýnt Ronaldi fyrir að gera þetta!!!

En annars eru þessar dýfuumræður orðnar þreyttar. Það gera þetta allir leikmenn. Ronaldo, Rooney, Torres og meira að segja Gerrard þegar hann bregður undir sig betri færinum og bætir kannski einni til tveim tveggjafóta tæklingum við. Samt er Gerrard gapandi í fjölmiðlum fram og til baka um hvað dýfur eru að eyðileggja fótboltann en gerir það sjálfur = Hræsnari af verstu sort!

Hjálmar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hræsni segir þú já, ef Steven Gerrard er hræsnari hvað þá með Ferguson, Wenger, Ronaldo, Drogba og já bara alla sem tjá sig um fótbolta ?

Ég ætla að standa fast á því að mér finnst Torres ekki eins mikill dívumaður og áðurnefndir Ronaldo og Drogba, ég mun bara ekki samþykkja það. Þeir tveir eru í sérflokki og ef sú skoðun mín veldur því að ég hljóti að vera með bjálka í auganu á mér þá bara verður að hafa það - ég allavega sé alveg nógu vel. Þú ræður svo bara hversu mikið mark þú tekur á mér. Þetta er bara mín skoðun og ég er ekki að leita eftir samþykki á henni.

Ég er greinilega ekki heilvita maður heldur, því mér fannst annað spjaldið í Inter-Liverpool vera rétt, en hey það verður bara að hafa það þó ég sé ekki með fullu viti...

Smári Jökull Jónsson, 25.4.2008 kl. 11:23

10 identicon

Þú hefur auðvitað rétt á þínum skoðunum og maður virðir þær!

En Gerrard hefur komið fram opinberlega og gagnrýnt menn sem eru að dýfa sér og segir að þessir menn eru að eyðileggja fótboltann, síðan gerir hann þetta óspart sjálfur. Þetta er pjúra hræsni. Ef þú getur nefnt dæmi með þessa menn sem þú nefndir þá er það auðvitað gott og gilt. En við skulum ekki dæma saklausa menn....

En þú mátt auðvitað flokka menn í einhverja dýfu-flokka og réttlæta þá þannig ( getur verið að þú setur Torres í lægsta flokk út af því að hann er í í Liverpool) en ég tel hann Torres ekkert skárri en hinir tveir, þótt það væri Alan Huges sem dýfir sér að meðaltali 2-3 á tímabili eftir því hvað hentar (spurning í hvaða flokk sá maður færi). ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN!!!

Dýfa er alltaf dýfa og er smánarblettur á íþróttinni!

Hjálmar (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:41

11 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Spurning líka hvort þú hefur þessa skoðun á Torres, útaf því að hann er í Liverpool ? Það er alveg jafn líklegt og að þetta hafi áhrif á mína skoðun...

En við erum allavega sammála um að vera ósammála um hann - en báðir sammála um að þetta sé leiðindablettur á íþróttinni !

Smári Jökull Jónsson, 25.4.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 696

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband