Færsluflokkur: Bloggar

Góður kostur

Klárlega góður kostur fyrir Chelsea að fá Hiddink, betri kostur að mínu mati heldur en Van Basten. Nú er bara spurning hversu marga seðla Abramovich þarf að taka upp úr veskinu til að fá undirskrift frá Gussa kallinum.
mbl.is Abramovich með augastað á Hiddink
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist ?

Það kæmi mér nú ekkert á óvart þó Van Basten yrði orðinn knattspyrnustjóri Chelsea innan skamms. Menn neita auðvitað alltaf öllum svona fréttum í byrjun en svo virðist oft eitthvað vera til í þeim. Ég allavega held að þessi Avram Grant verði ekki lengi í starfi, trúi því hreinlega ekki að Chelsea haldi honum lengi.

Spurning hverjir eru líklegir ?


mbl.is Chelsea vísar fregnum um van Basten á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkur dagur

Hafði rangt fyrir mér áðan. Ég var ekki búinn að skoða allar síður sem til eru á netinu. Átti Wikipedia eftir, og eftir að hafa skoðað hana í 2 mínútur komst ég að ansi merkilegum hlut.

Þennan dag árið 1976 varð mín uppáhaldshljómsveit til. Meðlimir hennar stofnuðu hljómsveitina þann 25.septerber fyrir 31 ári  á fundi heima hjá trommuleikaranum, Larry Mullen. Á þeim tíma sem liðinn er síðan þá hefur hljómsveitin skapað sér nafn í tónlistarheiminum og er án efa ein af vinsælustu hljómsveitum allra tíma. Ég hef séð þá "live" og það var án efa eitt af því merkilegra sem ég hef gert í mínu lífi, óendanlega skemmtileg upplifun og stórkostlegt "show".

Til hamingju með afmælið U2 Smile


Vona að Samfylkingin láti til sín taka

Nú er komið að mínum mönnum að sanna tilverurétt sinn í ríkisstjórninni. Þeirra hlutverk er að hugsa um þá sem minna mega sín, þeir töluðu mikið um það í kosningabaráttunni og guð veit að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki gera það upp á eigin spýtur - þeir hafa haft 16 ár til þess og á þeim tíma jókst misskiptingin í landinu og þeir fátæku höfðu það sífellt verra.

Ég hef fulla trú á að Jóhanna Sigurðardóttir sýni mátt sinn í þessu máli, geri það sem til þarf þannig að sómasamlega verði staðið að málum hjá öryrkjum, lágtekjufólki og öldruðum.


mbl.is Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikilíus

Maður er bara veikilíus í dag. Búinn að skoða flestar vefsíður sem til eru að ég held og horfa ótæpilega á sjónvarpið. Reyndar er ég að horfa núna á hina stórgóðu mynd "Walk the line" sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Johnny Cash. Reese Witherspoon ótrúlega flott í myndinni, mig minnir að hún hafi fengið óskarsverðlaun fyrir leik sinn, sem er nú alls ekki skrýtið því hún er alveg frábær í þessari mynd.

Liverpool með sigur í kvöld í deildabikarnum. Mættu Íslendingaliðinu Reading og höfðu sigur 4-2 og gerði Fernando Torres sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Vonandi að þetta sé það sem koma skuli hjá manninum. Held að Liverpool hafi sjaldan verið með jafn sterkan hóp og ef þeir gera ekki alvarlega atlögu að enska titlinum núna þá veit ég ekki hvenær það verður.

Reyndar gætu þeir alveg aukið breiddina í vörninni hjá sér og mér finnst skrýtið að Benitez hafi ætlað sér í gegnum heilt tímabil með 3 hafsenta. Býst við að þeir bæti þeim fjórða við í félagaskiptaglugganum í janúar, tja nema þeir ákveði að treysta á einhvern ungan og efnilegan.


Hættið þessu !

Ég ætla að vona að Bandaríkjamenn hætti nú fljótlega að drepa fólk til þess að refsa því fyrir glæpi sem það hefur framið. Mér einfaldlega finnst það aldrei rétt að drepa mann og finnst svolítið spes þegar fólk talar um að finna "manneskjulegri" leiðir til að beita dauðarefsingu. Mér finnst bara ekkert manneskjulegt við það að drepa mann, sama hvort það er með eitursprautu, hengingu eða hvað sem fólk velur að nota.

Þegar ég hef lent í rökræðum um réttmæti dauðarefsinga þá berst talið oft að þeim glæpi sem dauðadæmdi maðurinn framdi, sem oft er mjög kaldrifjað og óhugnalegt morð. Þegar ég fer að mótmæla dauðarefsingum og segi að mér finnist þær ekki réttlátanlegar, fæ ég oft spurninguna : "Finnst þér þá bara að morðinginn eigi að sleppa ?" eða "Er þá bara í lagi að drepa fólk ?"

Nei auðvitað ekki ! En það breytir því ekki að mér finnst að það eigi ekki að drepa fólk til að refsa fyrir morð. Fólk á að fá sinn dóm og sitja í fangelsi. Það er refsing fyrir þann sem framdi glæpinn.


mbl.is Aðferðir við dauðarefsingar skoðaðar af Hæstarétti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Þetta er auðvitað það sem þarf að gera, ekkert flóknara en svo. Það þyrftu að vera til harðari refsingar við brotum sem þessum. Ég væri til í að vita á hvaða stað það var þar sem neyðarútganginum var læst með lykli, ég myndi athuga vel hvort mig langar þangað í bráð.

Annars hefur maður nú stundum spáð í þegar maður er úti að skemmta sér, hvernig fólk færi eiginlega að ef það myndi kvikna í. Á sumum stöðum sér maður ekki alveg fyrir sér að allur skarinn geti yfirgefið staðinn á sama tíma, ég tala nú ekki um ef meirihlutinn þarf að koma sér niður einn lítinn stiga til að komast út - eins og t.d. er á Bar 11. Ég tek samt fram að ég þekki nú ekki alveg brunaútgönguleiðirnar á þeim stað og getur vel verið að einhver önnur leið sé heldur en niður blessaðan stigann. En maður ímyndar sér allavega að með suma staði gæti verið flókið mál að koma öllum út.

Þetta minnir mig annars á það að ég þarf að rifja upp neyðarplanið með krökkunum í bekknum ef svo illa færi að það kviknaði í. Það er svosem ekki flókið í framkvæmd því við erum í sömu stofu og í fyrra, samt betra að hafa þetta á hreinu...


mbl.is Dauðagildrur fundust í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veturkonungur

Meiri kuldinn sem er kominn hér á landi, maður var sko alveg vel undir frostmarki innan í sér þegar maður hljóp út í bíl í morgun. Brrrr....!!

Stofudjásn

Spurning hvort maður eigi ekki bara að skella sér til New York og festa kaup á þessu málverki. Við erum einmitt búin að vera að leita að almennilegu stofudjásni til að setja á vegginn fyrir ofan sjónvarpið
mbl.is Málverk eftir van Gogh verður selt á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru Íslandsmót

Loksins að það er alvöru Íslandsmót með spennu fram í síðustu umferð. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í algleymingi og fjögur lið sem eru enn í fallhættu. Svona á þetta að vera !

Fór á leikinn í Krikanum áðan og það verður einfaldlega að segjast að Valsarar voru miklu sterkara liðið og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Ótrúlegt að sjá andleysið hjá FH-ingum og baráttuhundurinn og Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var óþekkjanlegur vegna andleysis og ég man ekki eftir leik þar sem hann hefur aldrei spjallað við dómarann um hans störf eða hvatt sína menn áfram. Hann er nú vanur að gera það...

Svo er spurning með síðustu umferðina. Valsmenn verða meistarar með sigri á HK og verður nú að teljast líklegt að það verði niðurstaðan. Svo held ég að Víkingarnir verði að bíta í það súra epli að falla í 1.deild, vonandi bara að það verði mínir menn sem taka sætið í Landsbankadeildinni í staðinn...


mbl.is Valur sigraði FH, 2:0, og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband