Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2007 | 19:00
Hið furðulegasta mál
Nú reyna þeir sjálfsagt að klóra yfir skítinn sem þeir hafa skilið eftir sig tengdan þessu máli. Ég er ansi hræddur um að þetta mál hafi haft mjög skaðleg áhrif á borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins - ekki það að ég gráti það reyndar. Ég er að horfa á Gísla Martein í viðtali á Stöð 2 núna og þar sagði hann þessa gullnu setningu "að borgarstjóri hafi misskilið meiningu borgarstjórnarmeirihlutans". Kurteisislega orðað hjá honum að borgarstjóri hafi hreinlega einsamall tekið ákvörðun sem borgarstjórnarflokkurinn var ósáttur við.
Nú á auðvitað eftir að klára málin tengdan þessum ólöglega fundi - eða réttara sagt ólöglega boðaða fundi. Það væri nú ekki beint meirihlutanum til hróss ef kæmi í ljós að sá fundur væri ólöglegur. Ansi broslegt að þeir fengu hæstaréttarlögmann sérstaklega til að stjórna fundinum, eins og það væri til þess að gera hann "löglegri".
Svo er spurning hvernig Björn Ingi og Framsóknarflokkurinn kemur út úr þessu. Það er alveg ljóst að það eru ekki allir sáttir þar og ég var nú síðast að hlusta á Önnu Kristinsdóttur fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og hún var sko alls ekki sátt og sagði að hún væri síður en svo ein um það innan flokksins.
Sigurvegari í þessu máli, ef hægt er að orða það þannig, er án efa Svandís Svavarsdóttir. Hún hefur talað máli hins almenna Reykvíkings og gert það vel. Það er einhvern veginn ekki annað hægt en að taka mark á þessari konu og nú þegar hún er að tala um Bjarna Ármannsson og hans þátt í þessu máli þá er greinilegt að hans hluti í þessu máli verður ræddur meira af hennar hálfu. Enda skrýtið að einn maður geti labbað inn í opinbert fyrirtæki með 500 milljónir, keypt sig þar inn og hagnast svo mikið á nokkrum dögum að það jafngildir kostnaðinum við eina máltíð á dag fyrir alla skólakrakka í Reykjavík í heilt ár.
Verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta mál allt fer á næstu dögum...
![]() |
Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 10:14
Bítilóðir
Viðar Togga sagðist vera alveg bítilóður þegar ég hitti hann á Þjóðhátíðinni. Þá var hann ásamt félgöum sínum nýbúinn að taka á móti verðlaunum fyrir bestu búningana. "Ég er alveg bítilóður". Mér fannst þetta nokkuð vel orðað hjá kallinum.
Stuðmenn virðast einnig vera bítilóðir. Þeir eru allavega mjög æstir í að fá Ringo til að spila með sér, eðlilega. Trymbillinn mun víkja sæti og alles, eðlilega. Ég væri nú alveg til að sjá hann tromma með þeim í eins og einu lagi - hver væri ekki til í það ?
![]() |
Íslenskir og ekta Bítlar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 11:16
Stjörnuspá dagsins

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 10:09
Guiding light
![]() |
Howard K. Stern höfðar skaðabótamál gegn rithöfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2007 | 22:58
Ný vinna
Í kvöld byrjaði ég í nýrri vinnu. Greinilegt að mér finnst ekki nóg að vera grunnskólakennari (sem er rúmlega 100% starf) og knattspyrnuþjálfari.
Fréttablaðið fær að njóta krafta minna næstu misserin því ég er að byrja sem aukapenni á íþróttadeildinni. Mætti segja að þetta væri draumadjobbið. Byrjaði létt í kvöld og fékk að fylgjast með hvernig þetta virkar. Var á leik Stjörnunnar og Fram, skráði niður tölfræði og aðstoðaði þann sem sá um að skrifa greinina og taka viðtölin. Svo verður manni væntanlega hent í djúpu laugina fljótlega sem er spennandi.
Spurning hvort ég þurfi að passa mig hér á blogginu varðandi skrif eins og í færslunni hér á undan. Það skal tekið fram að mér finnst margir stuðningsmenn KR gæðaskinn en lýsing mín hér í færslunni og kommentinu sem þar fylgir á samt við um suma þeirra, og jafnvel meira en gott getur talist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 12:06
Of cool til að fagna
Auðvitað er það fyrir neðan virðingu KR-inga að fagna þegar þeir bjarga sér frá falli.
Ég held það lýsi ágætlega hrokanum, sem fylgir sumum stuðningsmönnum þessa félags, að 2-3 dögum eftir lokaumferðina voru þeir farnir að ræða á spjallsíðu sinni hversu einfalt það yrði fyrir KR að verða tvöfaldur meistari á næsta ári...
![]() |
Hvað er að hjá KR? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2007 | 19:45
Virðast sterkir
Real menn virðast sterkir og verða væntanlega í baráttunni um titil fram í síðasta leik. Urðu meistarar í fyrra, eitthvað sem kom mörgum á óvart því þeir virkuðu engan veginn sannfærandi og komu eiginlega bakdyrameginn að bikarnum. Í sumar var svo gerð hreingerning. Nýr þjálfari og margir nýjir leikmenn sem virka sterkir og einnig hefur þjálfarinn komið með yfirlýsingar um að sóknarbolti verði í hávegum hafður.
Vonandi verður þetta bara alvöru barátta hjá risunum tveimur, Real Madrid og svo mínum mönnum í Barcelona.
![]() |
Ramos skaut Real Madrid á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 10:49
Ókeypis skólaganga
Fólk sem greiðir tekjuskatt til sveitarfélagsins er í leiðinni að borga hluta af þessari milljón sem kostar fyrir sveitarfélögin að mennta barn yfir árið. Er sanngjarnt að sumir borgi ekkert fyrir skólagöngu barnsins síns ?
Þeir sem borga einungis fjármagnstekjuskatt, en ekki tekjuskatt, þeir greiða ekkert í útsvar til sveitarfélagsins. Því eru þeir ekki að borga neinn hluta af þessari milljón og börn þeirra fá því ókeypis skólagöngu. Oft er það þannig að þeir sem borga einungis fjármagnstekjuskatt, eru þeir sem hafa það gott peningalega séð.
Það er eitthvað bogið við það að hópur sem borgar ekkert til samfélagsins (a.m.k. í formi tekjuskatts) fái þjónustu frá samfélaginu frítt.
Sorry Hjördís - stal þessari umræðu aðeins frá þér
![]() |
Grunnskólanemendur kosta milljón á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.9.2007 | 15:17
Friends
Chandler : Oh god, I got her machine
Joey : Her answering machine ?
Chandler : No, interestingly enough, her leaf blower picked up.
Ef það er eitthvað sem kemur manni í gegnum veikindadaga þá eru það þessir snillingar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 12:33
Hversu langt skal ganga ?
Munið um daginn þegar Chelsea var að spila við Blackburn. Þá var gilt mark dæmt af Chelsea því línuvörðurinn taldi að um rangstöðu hefði verið að ræða. Þá kom Mourinho með lítið sjónvarp og sýndi fjórða dómaranum að um ranga ákvörðun hefði verið að ræða. Kallinn var ekki sáttur og hefði sjálfsagt viljað að dómarar mættu nota upptökur sér til aðstoðar.
En ég er nú sammála Platini kallinum. Ég vil ekki að öllum mannlega þættinum í dómgæslunni sé eytt, það er ákveðinn sjarmi við hann. Aftur á móti mætti alveg skoða að setja einhverja flögu í boltann til að skera úr um hvort boltinn fer yfir línuna. En það er alveg nóg að mínu mati.
Ég vil a.m.k. ekki að þetta sé eins og í Ameríska fótboltanum þegar dómarar geta kíkt á allt í sjónvarpi og þjálfararnir svo m.a.s. reynt að fá dómarana til að breyta ákvörðun eftir að þeir eru búnir að skoða. Það er of mikið af hinu góða.
![]() |
Dómarar fá ekki að skoða umdeild atvik á myndbandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar